NBA rúllar af stað
31.10.2007 | 18:24
Í kvöld er Halloween (trick or treat?) og nýtt tímabil loksins hafið í körfuboltanum (það er orðið langt síðan í apríl). Nú fyrst er haustið byrjað í mínum huga og meira að segja veðurspáin er sammála því þó það hafi verið 15 stiga hiti og sól og blíða undanfarið þá á að kólna verulega í kvöld og frjósa í nótt.
Ég stendst ekki mátið og verða að blogga aðeins um liðið mitt og væntingar vetursins þrátt fyrir að fæstir bloggvina minna hafi nokkurn einasta áhuga á körfubolta og bið ég þá bara forláts.
Minnesota Timberwolves liðið er gjörbreytt frá síðasta tímabili enda var kannski ekki vanþörf á að stokka hlutina upp eftir hrikalegt gengi liðsins í fyrra. Það verður erfitt að fylgjast með Kevin Garnett í Boston Celtics treyju í vetur, en ætli maður verði ekki bara að vona að hann vinni titilinn í vor samt sem áður, þar sem að Timberwolves liðið er nú ekki líklegt til að blanda sér í toppbaráttuna þetta árið. Ég er nú samt ekki alveg sannfærður um að Boston liðið nái alla leið þrátt fyrir að hafa landað K.G. og Ray Allen. Þeir eru með frábært tríó (K.G., Allen og Pierce) en að öðru leiti virðist liðið ekki sérlega spennandi. Minnir svolítið á ´05 lið Minnesota þegar við höfðum tríóið K.G., Cassell og Sprewell. En...þeir eru að vísu í Austurdeildinni þannig að þeir ættu nú að eiga ágæta möguleika.
Timberwolves liðinu er ekki spáð góðu gengi í vetur. Raunar er talað um að þeir séu með eitt lakasta liðið í deildinni, þannig að væntingarnar eru ekki miklar...EN...ég er einn þeirra sem trúi á þennan unga hóp og held að þeir eigi eftir að koma mörgum á óvart í vetur. Maður getur svosem ekki gert kröfu um úrslitakeppnina en svo fremi sem þeir leggja sig alla fram í hverjum leik og taka framförum þá er maður sáttur. Þeir eru jú að ganga í gegnum einn allsherjar "rebuilding phase".
Það er ljóst að það er verið að byggja liðið upp í kringum Al Jefferson og Randy Foye. Randy meiddist reyndar á hné í sumar og verður ekki með fyrsta mánuðinn eða svo. Jefferson ætti að geta sprungið út í vetur og mun spila bæði kraftframherjastöðuna og miðherjann, eftir því á móti hverjum er spilað. Aðrir miðherjar eru Theo Ratliff sem stóð sig vel á undirbúningstímabilinu og er einn besti "shotblocker" í deildinni, Chris Richard afar efnilegur rookie frá sigurliði Florida State, Mark "Mad Dog" Madsen og Michael Doleac.
Kraftframherjar aðrir en Jefferson verða Craig "cookie monster" Smith (ég á von á að Smith og Jefferson muni spila mikið saman "down low") og gamla brýnið Antoine Walker sem kom til liðsins núna í síðustu viku frá Miami í skiptum fyrir Ricky Davis og Mark Blount. Ég veit ekki hvernig Walker á eftir að passa inní liðið eða hvort samningur hans verður keyptur upp, en díllinn var gerður aðallega til að losna við Davis og Blount og fríja upp leiktíma fyrir yngri menn.
Það er enginn skortur á efnilegum skotbakvörðum og litlum framherjum í liðinu; Rashad McCants fær sennilega tækifæri til að sanna sig í vetur auk þess sem nýliðinn Corey Brewer er gríðarlega efnilegur (sumir telja hann geta orðið næsta Scottie Pippen). Þá eru ótaldir Gerald Green og Ryan Gomes sem báðir eru ungir og efnilegir. Green vann troðslukeppnina um síðustu All-Star helgi og Gomes er leikmaður sem gerir "litlu hlutina", varnar-hustler og orkubolti. Þá kom Greg Buckner til liðsins í sumar frá Dallas í skiptum fyrir Trenton Hassell og ætti að vera traustur á bekknum, ágætur varnarmaður og reynslubolti.
Leikstjórnandinn í vetur verður hinn stórefnilegi Randy Foye en á meðan hann jafnar sig í hnénu munu þeir Marko Jaric og Sebastian Telfair sjá um stoðsendingarnar. Telfair gæti reyndar komið á óvart í vetur ef hann fær nóg tækifæri. Hann er mjög snöggur og góður í að stela boltanum, en vantar ennþá uppá skotnýtinguna.
So anyway...fyrsti leikur Timberwolves er á föstudagskvöldið en þá taka þeir á móti Allen Iverson, Carmelo Anthony og félögum í Denver Nuggets. Ég ætla að reyna að mæta í Target Center en ef það tekst ekki þá verður maður að láta skjávarpan duga en ég næ öllum leikjum liðsins á kaplinum mínum. Spennandi tímar frammundan.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Enski boltinn | Facebook
Athugasemdir
Wolves vinna kannski ekki 60 leiki í vetur, en það verður ekkert að því að horfa á þessa stráka spila - sérstaklega courtside.
Muna að kíkja reglulega hingað í vetur.
-BB
BB (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 15:38
Já, fyrsti leikurinn lofar bara góðu (erhem...þrátt fyrir tapið). Wolves byrjuðu feikna vel og komust í 19-6 og voru yfir frammí fjórða leikhluta en þá tóku Iverson og Carmelo við sér og Denver vann 99-91. Það er ferskur blær yfir liðinu og gaman að sjá meira "toughness" undir körfunni. Theo Ratliff kom mér skemmtilega á óvart og Sebastian Telfair stóð sig ágætlega.
Takk fyrir að benda mér á NBA bloggið þitt...mun fylgjast vel með.
Róbert Björnsson, 3.11.2007 kl. 21:51
Úrslitin kannski ekki verið eins og best er á kostið hjá þínum mönnum en þó ljósir punktar - annað en hjá nautunum mínum !
Rashad McCants er að koma mér (og væntanlega flestum) skemmtilega á óvart með fínni byrjun og verður gaman að sjá hvort hann haldi áfram á þessu tempói.
Jefferson er ungur en það á eftir að mæða mikið á honum í vetur og hann á klárlega eftir að gera góða hluti.
Brewer sá ég spila nokkra leiki með Florida í fyrra og leit hann mjög vel út. Hann á eftir að verða öflugur - kannski ekki besti leikmaðurinn í dag eða á morgun en hannverður fínn.
Veit ekki alveg hvað þið ætlið ykkur með Anotoine Walker en hann er reynslumikill og hörkuleikmaður á góðum degi. Hef reyndar aldrei þolað hann - en það er annað mál :)
Svo eru þarna fleiri leikmenn sem geta gert ágætis hluti og ég er á því að Minnesota liðið eigi eftir að vera sterkari í vetur en fyrstu þrír leikirnir gefa mynd af.
Íþróttir á blog.is, 7.11.2007 kl. 22:18
Já nautin eru eitthvað að ströggla svona til að byrja með...þeir hljóta að rétta úr kútnum ef/þegar þessir Kobe orðrómar leysast á einn eða annan hátt.
Og já, maður verður bara að horfa á björtu hliðarnar hjá Wolves...þeir hafa svosem verið inní öllum þessum leikjum enn sem komið er og ekkert verið rassskelltir. Ég er sáttur með effortið sem þeir hafa gefið í þetta og vonandi á þetta bara eftir að lagast, sérstaklega þegar Randy Foye jafnar sig í hnénu. "Shaddy" McCants hefur byrjað vel en tvíkaði á sér öklann í gær og er listaður day-to-day. Á meðan þeir eru meiddir er enginn að ógna verulega fyrir utan...Gerald Green hefur enn ekki fengið neitt tækifæri en ég er að vonast til að það rætist eitthvað úr honum.
Alveg sammála þér með Antoine Walker...leiðindar tappi...tjakkar upp þriggja stiga skotum í hvert skipti sem hann fær boltann en hefur enn ekki skorað úr slíku skoti hérna. Á ekki von á að hann verði hérna mjög lengi...en hann verður víst að fá að sanna sig þó Pat Riley hafi verið búinn að fá sig fullsaddan af honum...það er auðvitað ekki alveg að marka Riley.
Róbert Björnsson, 8.11.2007 kl. 05:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.