Jesus Camp í Reykjavík?

Í gær fór fram svokölluð "Bænaganga" þar sem harðvítugustu ésú-skopparar landsins komu saman og gengu fylgtu liði niður að Alþingishúsi þar sem kröfur þeirra um aukna Kristinfræðikennslu í grunnskólum landsins voru básúnaðar.  Sumir þátttakendur ógöngunnar héldu því fram að gangan væri eins konar andsvar kristinna við Gay Pride göngunni og fékk gangan því hið óformlega vinnuheiti Pray Pride. LoL

Það sem vakti sérstaka athygli margra varðandi þessa samkomu var það að forsprakki hennar og aðal-skipuleggjandi er dæmdur morðingi, sem árið 2002 barði mann til bana á hrottafenginn hátt fyrir framan skemmtistað sem var fjölsóttur af samkynhneigðum (tilviljun?).  Eftir einungis 3ja ára dóm er maðurinn nú "frelsaður" þó svo iðrunin skíni nú ekki beint útúr skælbrosandi fésinu á honum þegar hann kemur svo fram á Omega TV og kallar samkynhneigða "sora". (sjá þessa færslu)   Engin furða að Jóni Val Jenssyni hafi þótt gaman í göngunni, enda segir einhversstaðar: af félagsskapnum skulið þér þekkja þá. 

Þegar ég sá þessa mynd frá samkomunni á Austurvelli, rann mér satt að segja kallt vatn milli skinns og hörunds og mér varð óglatt.  Börn í hermanna-göllum veifandi fánum...er það bara ég...eða minnir þetta einhvern á söfnuðinn í Norður-Dakóta úr heimildarmyndinni Jesus Camp? 

Jesus Camp Reykjavik

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P.S.  Rakst á þessa frábæru mynd af morðingjanum og Geir Jóni lögreglustjóra trúbróður hans "í trylltum dansi"! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já hvað er þetta nöttaralið svo að ota smákrökkum í svona hlutverk?

Ísland er á niðurleið.  Svona segir mikið um hvernig ástandið er að verða.

Ólafur Þórðarson, 11.11.2007 kl. 20:37

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Gunnar: Já, þó ég sé nú ekki hlynntur refsigleði þeirri sem tíðkast hér í Ameríkunni þá er nú skammt öfganna á milli og Baldur þessi virðist hafa sloppið ansi billega.  Ég get ekki ímyndað mér hvernig aðstandendum hins látna hlýtur að líða, vitandi af þessum manni lausum allra mála og að þurfa að horfa á hann í Kastljósþætti Sjónvarpsins. 

Veffari:  Nákvæmlega, það er sorglegt að horfa uppá þetta.

Róbert Björnsson, 11.11.2007 kl. 20:48

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er eitt að menn frelsist og bæti veg sinn en annað að menn geti ekki sýnt meiri auðmýykt að vera hólpnir en að stíga til tinda sem sjálfskipaðir trúarleiðtogar með fordæminguna á báðar hendur auk þess sem hann er farinn að reka "spítala" fyrir áfengis og vímuefnaneytendur Auk þunglyndissjúklinga í fyrrverandi vændishúsi sínu.   6 mán. eftir afplánun.

Víst er að nóg er til af menntuðu fagfólki, sem sinnir þessari þjónustu hér en á einhvern undarlegan hátt, er þetta talið drengnum til tekna að slíta róna upp af götunni og breyta þeim í vitfirrta ´jesúhoppara, eins og að það sé einhver skortur á þeim.  Menn hafa greinilega gleymt Byrgismálinu hér í lýðveldinu Amnesiu.

Á síðum fanatíkera sem vörðu þessa göngu, þá höfnuðu þeir algerlega þeirri staðreynd að gangan væri neitt hagsmunapot, að kröfuspjöld væru bönnuð og að ekki væri verið að þrýsta á um frekari innrætingu trúardogmans í skólum.  Aðalræðan fyrir framan alþingishúsið var samt einmitt til að krefjast aukinna "fræðslu" í kristinfræðum og ekkert annað. Kröfuspjöld voru á lofti.

Þessir kristnu dyggðarpostular, lugu því um hvert einasta atriði í aðdragandanum og þeir sem höfðu efasemdir um tilgang göngunnar höfðu nákvæmlega rétt fyrir sér.

Nú skulum við sjá hvort þetta lið heldur sig ekki til hlés eða ég sendi lögregluna á þá.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2007 kl. 22:06

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi ganga var, að mínu mati, þessu fólki til háðungar en verra fannst mér að þetta var enn og aftur einlægri trú einlægra manna til háðungar líka.  Ég benti í aðdragandanum á orð krists um að iðka ekki "réttlæti" sitt og trú öðrum til sýndar og sér til upphefðar fyrir mönnum og það að iðka bæn sína í hljóði. (meira að segja segir hann fólki að læsa að sér er það biður).

Ég var kallaður varmenni, með tilvitnunum í gamla testamenntið og síða skýldi þetta fólk sér á bakvið duldar hótanir um helvítiselda mér til handa úr hinum umburðarlynda texta.  Það voru ekki þeirra orð heldur orð guðs og það sór af sér að vera með hótanir, haturs og óttaprang.  Alveg magnaðir djöflar þetta lið.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2007 kl. 22:17

5 Smámynd: Róbert Björnsson

Æ, maður vorkennir þessu liði auðvitað... þetta eru sjúkar sálir sem þurfa eitthvað yfirnáttúrulegt haldreipi til að komast í gegnum daginn.  Auðvitað er það svosem hið besta mál að fólk geti með þessu móti haldið sig frá annars konar vímugjöfum... en betra væri ef það gæti gert það heima hjá sér og látið annað fólk í friði. 

Það er svolítið merkilegt að þetta hatur þeirra á samkynhneigð(um) virðist vera það eina sem sameinar allar þessar mismunandi kirkjudeildir.  Þetta fólk hnakkrífst um nánast hvert einasta smáatriði í biblíunni eftir því hvort þeir kalla sig hvítasunnumenn, babtista, lúthera, kaþólikka, presbyterians, mormóna, evangelista, aðventista, votta Jehóva og hvað þetta nú heitir allt saman...

Í gegnum aldirnar hefur þetta fólk ekki getað talast við og jafnvel barist á banaspjótum...en "Guði sé lof"...nú er loksins kominn uppá yfirborðið sameiginlegur "óvinur" sem gerir þessu fólki kleift að ganga saman í sátt og samlindi og biðja þess að einhverjir aðrir endi í helvíti heldur en bara fólkið í "hinni" kirkjunni.

Þetta er allt svolítið tragíkómískt... 

Róbert Björnsson, 12.11.2007 kl. 02:38

6 identicon

jahérna hér... löggan og morðingjar komnir undir eina sæng í kinky dansi
Ofurtrúarruglukollar + morðingjar og glæpamenn gegn okkur hinu venjulega góða fólki
Meira ógeðið PUKE

DoctorE (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 09:00

7 identicon

Róbert! Hvað er það almennt talað, sem pirrar þig við kristna trú?

sbs

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 21:24

8 identicon

Því miður virðast samskonar menn fara í fylkingarbrjósti fyrir þessu fólki bæði heima og hér í Bandaríkjunum: Einfeldningar og ómerkjungar (Jón Valur) og siðlaus skítseyði (Baldur Freyr).

Magnús (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 23:11

9 Smámynd: Róbert Björnsson

Jón Arnar: Já, sennilega hefði lengri vist á Hrauninu ekki gert þennan dreng að betri manni.  En megin markmið með fangelsisvistun morðingja og ofbeldis-glæpamanna hlýtur að vera það að vernda samfélagið fyrir þeim - og að einhverju leiti það að "réttlætinu sé fullnægt" (þó svo deila megi um þann þátt endalaust).  Að mínu mati uppfyllir 3ja ára dómur, fyrir hrottafengið manndráp, sannarlega hvorugu markmiðinu.

Magnús:  Það er markt líkt í Súdan og Grímsnesinu eins og skáldið sagði. 

SBS:  Sæll frændi - langt síðan við höfum heyrst.  Áður en ég svara spurningunni vil ég taka það fram að mér þykir leitt ef þú tekur skrif mín sem árás á þína trú og ef ég hef sært þig eða aðra lesendur þessa bloggs þá biðst ég afsökunar á því.  Ég geri mér grein fyrir því að stundum gerist ég full stór-yrtur þegar þannig liggur á mér.  Ég verð að viðurkenna það að ég hef svolítið gaman að espa þetta lið upp með einstaka guðlasti  ...sérstaklega eftir að þau bjóðast til að biðja fyrir mér, í vandlætingartón hehe...hey they asked for it!

Varðandi spurninguna þá tel ég nauðsynlegt að aðskilja trúna annarsvegar og öfgafulla (að mínu mati) talsmenn og leiðtoga trúarinnar hins vegar.

Kristin trú pirrar mig ekkert sérlega mikið, a.m.k. ekki meira en önnur trúarbrögð, s.s. Íslam, gyðingdómur, Hindúismi eða hvað annað. 

Ég persónulega trúi ekki á tilvist guða og engla, frekar en á álfa og tröll, og ég trúi ekki á líf eftir dauðann.  Mér er hins vegar svosem sama þó aðrir geri það (þó ég telji þá lifa í töluverðri sjálfsblekkingu) svo lengi sem fólk iðkar sína trú án þess að traðka á tilverurétti annara.  Ef fólki líður betur í hjarta sínu, trúandi á guð, þá er það bara hið besta mál.  Hins vegar eru því miður alltof mörg dæmi þess að menn hafi notað biblíuna og önnur trúarrit í þeim tilgangi að réttlæta ýmis ógæfuverk, svo sem stríð, morð, þrælahald, kvennakúgun og ýmis konar fáránleika.  Þetta vita allir og þarf ekki annað en að lesa nokkra kafla í mannkynssögunni til að sýna fram á slíkt. 

Ergo:  Biblían, í höndunum á röngu fólki, er stórhættuleg.  Trúar-ofstækislið sem notar biblíuna til þess að stjórna og níðast á öðru fólki, féflétta og heilaþvo sína eigin meðlimi (sem oftast eru sjúklingar/fíklar) er ekkert annað en ógeðslegt hræsnispakk sem gengur gersamlega gegn þeim boðskap sem mér var sagt sem barni að væri kristinn.

Sem betur fer er þetta ofstækislið í miklum minnihluta á Íslandi (ólíkt því sem er hér í USA).  Kannski hefur dvöl mín hér haft eitthvað að segja um óþol mitt gagnvart slíkum hugsunarhætti, því maður upplifir þessa hræsni mun sterkar í þessu þjóðfélagi en þó á Íslandi.  Á Íslandi er þetta aðallega hvítasunnufólk (og einstaka kaþólskir guðfræðingar) sem með áberandi hætti hermir eftir þessu Ameríska halelúja liði...á meðan "venjulegt" þjóðkirkjufólk virðist nú yfirleitt vera tiltölulega meinlaust upp til hópa...og meira að segja fyrirfinnast nokkrir þjóðkirkjuprestar sem ég ber mikla virðingu fyrir og veit að eru góðar manneskjur. 

Ég trúi ekki að siðgæði og manngildi hafi neitt með trú eða trúleysi að gera.  Ég tel að hugsanir okkar og gjörðir séu á okkar eigin ábyrgð og hvort sem við getum talist góðar eða slæmar manneskjur fer ekki eftir því hvort við förum með faðirvorið á kvöldin eður ey.

Bestu kveðjur

Róbert Björnsson, 13.11.2007 kl. 05:58

10 identicon

Sæll frændi!

Ofsæki er hættulegt, alveg sama hvort það er trúarlegs eðlis eða eitthvað annað. Orð þín voru alls engin árás á mína lífsskoðun eða trú, sem er þess eðlis að ég legg trúna á Guð og hið góða að jöfnu, svona að nokkru leyti. Stundum skil ég samt ekkert í himnaföðurnum og hans óskiljanlegu afstöðu, finnst hann oft  ranglátur og "afspyrnu leiðinlegur" svo ég noti orðfæri míns góða vinar, Finnboga Hermannssonar á Ísafirði. En hér erum við alltjend komnir út í umræðu um svo stórt mál að ég held að best sé að láta staðar numið tímans vegna, á borðinu hjá mér eru milljón aðkallandi sem eru meira aðkallandi en kappræður um trúmál. Þær hlaupa víst ekki frá okkur, enda hafa þær verið þrætuepli fólks í margar aldir og verða enn.

kv.

Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.