Húsnæðisleigan hækkar

rentÍ dag fékk ég bréf frá landlordinum þess efnis að sökum hækkanna á leigumarkaðinum sé hún tilneydd til að hækka hjá mér leiguna frá og með 1. janúar næstkomandi.  Ég svitnaði upp og ætlaði nú varla að þora að fletta fylgiskjalinu til að sjá hversu mikil hækkunin yrði.  Ég var strax farinn að sjá fyrir mér verulega lífskjaraskerðingu og aukin yfirdráttarlán. 

Ég andaði hins vegar töluvert léttar þegar ég sá að hækkunin nemur heilum $10 á mánuði! GetLost  Jamm...600 kall...bévað...nú eru það bara núðlur í hvert mál! 

Þess má geta að ég leigi blokkaríbúð sem er 900 sq.ft. (ca. 83 m2) að stærð sem inniheldur tvö rúmgóð herbergi (myndi þá væntanlega flokkast sem 3ja herbergja íbúð samkvæmt íslenskum stöðlum) og fyrir herlegheitin greiði ég heila $570 ($580 frá og með 1. jan.) sem gerir um 35 þúsund krónur miðað við núverandi gengi dals og krónu.

Nú er hins vegar farið að styttast í að ég klári loksins námið og þá vakna verulega óþægilegar spurningar um framtíðina og þann kalda veruleika sem blasir við ef/þegar maður kýs/neyðist til að flytja aftur til Íslands. Undecided

Samkvæmt fréttum RÚV í kvöld er húsaleigumarkaðurinn í Reykjavík þannig í dag að fermetraverð er á bilinu 2-5 þúsund krónur!!! Gasp  Þetta þýðir að herbergiskitra eða stúdíó-íbúð getur kostað allt að 100 þúsund krónum á mánuði og íbúð sambærileg þeirri sem ég leigi hér á 35 þús. getur kostað á bilinu 160-250 þúsund krónur!  Pinch  Ma..ma...ma...mabbbara áttar sig ekki á svona ruggli!  Hvernig í ósköpunum fær fólk þetta til að ganga upp???  Að ég tali nú ekki um ósköpin, að ætla sér að kaupa húsnæði...á þessum svívirðilegu okur-lána glæpa-vöxtum sem viðgangast og fólk lætur bjóða sér.

Nei...fjandakornið... 

Nú verður held ég bara farið á fullt í að redda sér græna kortinu með öllum tiltækum ráðum... nema kannski... nei andskotinn, ætli ég færi nú að giftast kellingu??? Shocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir Haarde að vara fólk við að kaupa íbúðir, sko ef önnur fargin dýfa kemur hér á klakanum þá er ég fargin fluttur af helv okurskerinu; maður ætti kannski að vera löngu fluttur

DoctorE (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 08:45

2 identicon

Gangi þér vel í konuleit.  

Þú gætir sett á fót raunveruleikaþátt því tengdu, grætt fullt að monný og sjapúmm, þú orðin ríkur !

Ragnhildur (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 13:10

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hmmm, já það er erfiðara að breyta lessu í strák en hitt. Snip-snip snap-snap blow up some boobies og maður er komin með dimmraddaða gellu. En hitt...það er snúnara.  Bölvað dilemma þarna hjá þér.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.11.2007 kl. 16:48

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Hahaha...þið eruð frábær!    Jón Steinar, já þetta er frekar snúið mál sko...og Ragnhildur...sjapúmm er frábært nýyrði   Jón Arnar þú segir nokkuð...kannski maður fari bara að stunda lessu-barina!   Þessar elskur eru til í hvað sem er í skiptum fyrir lítið glas af...oh you know what!

Ólafur og DoctorE:  hugsanleg lausn á vaxta-okrinu gæti verið aðild að Evrópusambandinu...þá yrði allavega opnað fyrir aðgang íslendinga að erlendum bönkum og lánastofnunum og íslensku einokunarbankarnir kæmust ekki upp með þetta svínarí lengur.

Róbert Björnsson, 14.11.2007 kl. 18:43

5 identicon

Fargin?  MobileAlcoholic drink? 

Er buinn ad vera dalitinn tima i burtu fra Froni, hvad thydir thetta "fargin"

Bara spyr. 

Glanni Kaupbætir (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 21:15

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Gylfi:  Uss...já þetta er blóðugt.

Glanni:  Hehehe...þetta er að öllum líkindum fargin "F-orðið" eftir að hafa farið í gegnum fúkyrðaflaumsfilterinn.  Segið svo að íslenskan sé ekki lifandi tungumál!

Róbert Björnsson, 14.11.2007 kl. 21:35

7 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Róbert minn.

Taktu bara flott hús á leigu fyrir svona 70 þúsund kall á mánuði og ég kem og leigi það með þér. Svo stofnum við bara sértrúarsöfnuð og græðum á tá og fingri Við hommum gagnkynhneigða karlmenn sem þurfa á tilbreytingu að halda Við verðum fræg ef við kynnum okkur sem Íslenska seiðmenn og segjumst fá kraftinn frá fjöllunum hérna og séum í sérstöku sambandi við álfa og huldufólk Ég get meira að segja málað myndir af álfum og huldufólki og selt þær dýru verði Við getum svo látið fylgja með að Jesú sé í hulduheimum

Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.11.2007 kl. 04:13

8 Smámynd: Róbert Björnsson

Haha...hljómar alveg tilvalið!

Róbert Björnsson, 15.11.2007 kl. 06:39

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er Fargin ekki úr Johnny Dangerously?  Mafíósinn sem sagði alltaf You fargin Icehole.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2007 kl. 15:43

10 Smámynd: Róbert Björnsson

*gosh* jú við nánari eftirgrennslan er það alveg hárrétt!  Svo mikið langt síðan ég sá Johnny Dangerously að þetta fór alveg fyrir ofan hausinn á mér. 

Róbert Björnsson, 15.11.2007 kl. 18:56

11 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ó hvað lífið er létt í MIDWEST.  $580!

Hér á Manhattan erum við konan að flytja, frjálsi markaðurinn búinn að sprengja upp leiguna um 25-30% næstu NÍU mánuði. Svo var rætt um 50% hækkun og guð veit hvað tekur við eftir það. Einhver snarbilaður mafíósó okurpungur keypti húsið þar sem við leigjum og segi ekki hvað við pungum út á mánuði!

En út úr dæminu að flytja til Íslands. Sama svindl í gangi þar. Haltu þig við Midwest, líka miklu er heitara á sumrin! Bara verst að það er Síbería á veturna.

Ólafur Þórðarson, 17.11.2007 kl. 01:02

12 identicon

"... íbúð sambærileg þeirri sem ég leigi hér á 35 þús. getur kostað á bilinu 160-250 þúsund krónur!"

Ég kíkti á víðvefinn, nánar tiltekið á xe.com og sló inn þessum tölum 160.000 og 250.000 svona til að skilja í Dollurum hvað verið er að tala um og þetta er það sem ég fékk út út því:

160000íkr = 2460USD

250000íkr = 4100USD

Það bara datt af mér andlitið, það kemur ekki til greina að ég fari þarna aftur og ef ég kem í heimsókn upp á klakann, þá mæti ég með mínar eigin samlokur, og hananú! 

Fyrir mitt leiti segi ég að nú ættu Íslendingarnir að reyna að komast aðeins aftur í tæri við Víkinginn inní sér og flytjast búferlum eins og þeir gerðu fyrir réttum þúsund árum síðan er þeir gáfu langt nef í áttina að Noregi.

Ég mótmæli allur og ég segi mig hérmeð úr lögum við land og lýð þarna norðurfrá!

Horfinn Víkingur (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 23:04

13 identicon

Jón Frímann: Heill og sæll, ef þú átt við mig þá held ég mig fast við það að ég myndi frekar vilja vera heimilislaus hérna í BNA heldur en fastur í 30 ára húsnæðisskuld uppi á Klakanum ... ja, eða reyndar svosem annars staðar í Evrópu. Myndi kannski í mesta lagi nenna að hanga þá í Danmörku. 

En Ísland verður nú seint heimsótt aftur, sama hver hnignunin er hérna, þá er bara of sárt að fara aftur og sjá hvað Frón og Landanum hefur farið aftur síðan ég var þar síðast (á síðustu öld.)

Horfinn Víkingur (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 12:05

14 identicon

Jón Frímann: Ef þú átt við hann Róbert þá vona ég nú að hann láti ekki plata sig út í það að enda á einhverju samyrkjubúinu í Svíjaríki ;-) ... að maður nefni nú ekki ofur-verðsprengda Gúlagið þarna í Innansveitarpólítík, ehf.

Hann Róbert hefur nú miklu meira að gefa af sér heldur en Ísland er tilbúið að taka við ... það er mikil heftun á sál og líkama að vera fastur í skuldum á Íslandi. "Stjórnendur" landsins vita alveg nákvæmlega hvernig á að halda fólki föstu þar á bæ.

Horfinn Víkingur (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 12:50

15 Smámynd: Róbert Björnsson

Veffari:  Já, ég efast ekki um að það sé dýrt að leigja á neðanverðri Manhattan...það er líka svosem skiljanlegt...location, location, location... finnst þó furðulegt þegar það er orðið jafn dýrt eða dýrara að leigja í 101 Reykjavík!  Ekki alveg sambærilegt location í mínum huga!   Annars er þessi leiga mín reyndar alveg fáránlega lág í sjálfu sér og gefur kannski ekki alveg rétta mynd af markaðnum, en helgast auðvitað til af því að maður er hálfpartinn útí sveit...það er örugglega lágmark helmingi dýrara að leigja niðurí Minneapolis/St. Paul...sem myndi þó seint teljast dýrt miðað við heimsborgirnar NYC or Reykjavík! 

Jón Frímann: Já, það er aldrei að vita...veit ekki með Svíþjóð...fór í IKEA um daginn og það var eiginlega frekar niðurdrepandi upplifun...en kjötbollurnar þeirra eru góðar!   Ég er að vísu kvart-bauni og á slatta af frændum og frænkum í DK...svo það væri ekki alveg útúr kortinu...svo er Kanada svolítið spennandi líka...Toronto eða Vancouver gætu verið ágætir staðir...

Horfni Víkingur:  Slakaðu nú aðeins á vinur minn...andaðu inn um nefið og út um munninn... mundu...Næturvaktin er bara grín!  Þetta er ekki alveg svona ýkt þarna uppfrá...held ég...annars er 8. þáttur kominn á youtube sko! 

Svo held ég nú, þér að segja, að þú sjáir nú hið mikla "frelsi" hér, nokkrum ofsjónum minn kæri...og ættir nú að hugsa aðeins um það hvernig "stjórnendur" ÞESSA LANDS halda fólki í heljargreipum ótta og frelsiskerðingar!  Dude...wake up and open your eyes!  Þessi blinda kanamellu-ást þín er farin að verða svolítið pirrandi! 

Vissulega er margt gott hérna...og ég væri til í að vera hér áfram...EN...Ekki bara svona no matter what...og ég væri EKKI til í að fórna hverju sem er til þess.

Og þá kysi ég nú frekar að búa á Sænsku samyrkjubúi í sjálfbæru samfélagi með honum Georg Bjarnfreðarsyni...en að vera á götunni hér eða búa í trailer park eins og tengdamamma þín...og hananú og hafðu það!

Róbert Björnsson, 18.11.2007 kl. 21:34

16 identicon

Heyrðu nú bévaður!  Ef ég hefði átt von á þessu mótsvari þínu hefði ég nú kannski ekki sett mín komment þarna upp ... ma-ma-ma-maður bara áttar sig ekki á þessu, það er bara vaðið yfir mann á drulluskítugum sokkaleistaeystnalyppunum!  Maður er búinn að vera veikur í tvo-þrjá daga og ég hefði getað eytt þeim dögum í að vera fúll og sár út í þig en nú bara nenni ég því ekki ... ég held það sé komið að þér í þetta sinnið að splæsa í McDonalds eða Subway svona sem sárabót ;-)

Horfinn Víkingur (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 17:49

17 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehehe...sorry pal, ég held ég skuldi þér lágmark einn kalkún with all the fixings!

Róbert Björnsson, 21.11.2007 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.