Ameríku-fóbía
14.12.2007 | 17:47
Mér hefur hálf blöskrað öll hysterían sem virðist hafa gripið landann í kjölfar frétta af vesalings konunni sem var svo ólánsöm að lenda í önugum landamæravörðum á JFK flugvelli um daginn. Það liggur við að þetta ómerkilega atvik hafi skapað milliríkjadeilur því Íslendingar virðast vera soddan prímadonnur að halda að þeir eigi rétt á einhverri sérmeðferð við komuna til Bandaríkjanna bara af því að þeir eru ljóshærðir og með "kristið siðgæði"!? Fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir því að á hverjum degi er fleiri tugum eða hundruðum manna snúið við á flugvöllum víðs vegar um Bandaríkin af nákvæmlega sömu ástæðu, þ.e. eftir að hafa brotið mjög skýrar reglur um landvistarleyfi. Þess vegna þótti mér þetta fjölmiðlaupplaup vera hálfgerð Ekki frétt. Það er afskaplega leiðinlegt að umrædd kona skyldi hafa þurft að ganga í gegnum þessa lífsreynslu og að hún skuli hafa upplifað hana á þann hátt sem hún lýsir. Ég geri mér að vísu ekki grein fyrir því hvort að í þessu tilfelli hafi verið farið eftir hefðbundnum vinnuferlum hvað varðar framkomu og meðferð á farþeganum, en mér finnst í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að hún hafi verið færð í járnum í fangageymslu yfir nóttina, hafi geymslurými á flugvellinum ekki verið til staðar.
Ég hef sjálfur aldrei orðið fyrir ókurteysi við komuna til Bandaríkjanna, en á undanförnum árum eru komurnar sjálfsagt orðnar vel á annan tuginn. Það kemur fyrir að landamæraverðirnir séu þurrir á manninn og pirraðir eftir langan dag, en mín reynsla er sú að svari maður spurningum þeirra kurteisislega og virki afslappaður og léttur, brosi og bjóði þeim gott kvöld, þá fær maður yfirleitt góðar móttökur. Oftar en ekki hafa landamæraverðirnir slegið á létta strengi og boðið mann innilega velkominn.
Ég hef hins vegar oft tekið eftir því að margir landar mínir í biðröðinni standa í einni taugahrúgu og líta út eins og þeir séu við það að skíta í sig, grænir í framan. Þá eiga margir í tungumálaerfiðleikum og eiga í mesta basli með að svara einföldustu spurningum og virka eins og þeir hafi eitthvað að fela. Það er ekkert skrítið við það að það fólk lendi í lengri og erfiðari yfirheyrslum. Ég skil reyndar ekki við hvað fólk er svona hrætt...landamæraverðirnir eru jú bara manneskjur af holdi og blóði sem fara heim til fjölskyldunnar að loknum vinnudegi og glápa á endursýningar á sömu sjónvarpsþáttunum og íslendingar glápa á. Það er enginn skotinn í hnakkann eða sendur til Guantanamo! Það versta sem getur gerst er það sem kom fyrir hjá þessari ágætu konu um daginn...vissulega verulega fúlt, en varla stórhættulegt.
Það hefur farið svolítið fyrir brjóstið á mér hversu margir ágætir bloggarar, þ.m.t. bloggvinir mínir, hafa úthúðað Bandaríkjunum á undanförnum dögum. Mér liggur við að segja að það hafi skapast ákveðin múgsefjun og hatur í garð Bandaríkjamanna. Ég hef séð marga einstaklinga, sem by the way hafa aldrei komið til Bandaríkjanna, leggja fram ýmiskonar alhæfingar um land og þjóð, sem að mínu mati eru rangar, ósanngjarnar og fullar af fordómum.
Vissulega hefur þetta þjóðfélag gengið í gegnum mikla erfiðleika á undanförnum árum og núverandi forseti og hans fylgisveinar hafa því miður náð að eyðileggja orðstír þessa lands með heimsku sinni og yfirgangi. En það er eitt að hata Bush og annað að hata Bandaríkin! Hér býr margt gott og skynsamt fólk sem mun vonandi ná að reisa þessa miklu þjóð uppúr öskustónni og leiða heiminn til góðra verka í nafni frelsis og hugrekkis!
Ég veit að ég á örugglega eftir að vera skotinn í kaf af æstum antí-Ameríkönum fyrir þessa færslu...but so be it! Bring it on! Glápið bara á þetta! hehe
P.S. Hér verður lítið bloggað framyfir áramót sökum verkefnaskila og fyrirhugaðara ferðalaga, en ég mun kíkja í heimsókn á Klakann núna í vetrarfríinu sem skellur á bráðlega. Ég lendi að morgni 22. desember og verð væntanlega á landinu eitthvað fram í janúar að öllu óbreyttu...ef íslenskir landamæraverðir hleypa mér inn!
Athugasemdir
Mér finnst það ekki "ómerkilegt atvik" þegar yfirvöld niðurlægja fólk, sama hvað hver segir og sama hvað land á í hlut. Í heiminum er svo einmitt fullt af fólki sem njóta þess að niðurlægja aðra þegar þeir hafa skjól og vald til en fara svo á eftir heim til fjölskyldu sinnar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.12.2007 kl. 17:52
Mikið er ég sammál þér Róbert! Loksins sagði einhver eitthvað af viti í þessari annars óumræðu. Það er enginn að segja að svona meðferð sé góð eða að einhver eigi hana skilið. En brjóti maður lög í öðru landi (sama hvaða lög það eru) þá skal maður taka út refsinguna sem þar er ákveðin í samræmi við menningu og refsiramma. Aftur: það er ENGINN að segja að aumingja konan hafi átt þetta skilið, en hún braut samt lög í landinu og þess vegna voru móttökurnar á þennan veg.
Ásta Hrönn , 14.12.2007 kl. 17:58
Á endilega að láta menn fá vonda meðferð sem þeir eiga ekki skilið þó þeir brjóti lög?
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.12.2007 kl. 18:03
Hér leyfi ég mér að álykta að þú sért að próvokera og prakkarast smá. Hvað sem brot um landvist áhrærir, sem hafði í raun verið litið framhjá í einhvern áratug, þá er aðferðafræðin við afgreiðslu málsins og líkra mála algerlega hneykslanleg. Fangelsun og niðurlæging eins og um glæpamann hafi verið að ræða. Konan er leidd í gegnu flughöfnina í tvígang í allra augsýn í fót og handjárnum. Ég trúi því ekki Róbert að þér þyki slík meðferð í lagi og að slík mannfyrirlitning sé eðlileg.
Standardinn er kannski orðinn annar þarna úti, en ekki hér. Þetta samfélag er orðið algerlga sturlað af vænisýki, ofbeldisdýrkun og mannréttindi eru þar brotin hvern dag. Í því ljósi er þetta mál máske minniháttar. En ekki í okkar augum. Hér er eðlilegt að andæfa áður en menn fara að ganga lengra í vitleysunni. Hingað og ekki lengra.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.12.2007 kl. 18:06
Svo veist þú álit mitt á 911 og þessvegna er myndbandið með Clintaranum aumkunarverð tilfinningavellaog lygi í mínum augum. Við skulum ekki fara í langlokur um það en sjá hvað tíminn leiðir í ljós.
Pís and Lov.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.12.2007 kl. 18:11
Waoh...ballið byrjað...hehe hold your horses! Jón Steinar...jú ég er nú að próvókera smá!
Sigurður: Auðvitað er það alvarlegt og óafsakanlegt að koma fram við fólk á niðurlægjandi hátt. Hins vegar kann nú að vera mismunandi hvað fólk upplifir sem niðurlægjandi. Það að þetta hafi verið "ómerkilegt atvik" sagði ég einungis vegna þess að það er ekkert einsdæmi að fólki sé snúið við á flugvöllum, heldur á það sér stað oft á dag, (ekki bara í USA) þó svo íslendingar eigi þar ekki í hlut.
Ég er alveg sammála því að það hefði verið heppilegra að aðstæður á JFK væru þannig að ekki þyrfti að leiða fanga í gegnum flugstöðina í járnum. Mér þykir merkilegt að ekki skuli vera hægt að vista fólk á flugvellinum. Ég er ekki viss um að starfsreglum hafi verið fylgt í þessu tiltekna máli og ég er ekki að afsaka slæma framkomu landamæravarðanna.
Róbert Björnsson, 14.12.2007 kl. 18:22
Brynja: Mjög vel orðuð athugasemd og ég tek undir hana heilshugar.
Það er sorglegt hversu mikil hræðsla og paranoja hefur skapast í Bandaríkjunum eftir 9/11 og skelfilegt hvernig ill ölf hafa náð að skapa tortryggni í garð útlendinga.
Róbert Björnsson, 14.12.2007 kl. 18:45
Vænisýki er víst smitandi fyrirbrigði, svo Kaninn má nú búast við tortryggni þegar hugarástand samfélags þeirra er svona sýkt af henni. Þeir vinna líka hörðum höndum á fjölmiðlum 24/7 að festa þennan óhugnað í sessi. Ógnin er samt enn jafn óljós og áður, enda er hún ekki til, heldur heimatilbúin. Það sem felst að baki orðinu Terrorist er jafn óljóst og afstætt og það sem felst að baki hugtakinu Guð.
1984 Orwells all over again, aint it?
Jón Steinar Ragnarsson, 14.12.2007 kl. 18:54
Jú Jón Steinar, það er ekkert skrítið að fólk sem horfir á Fox "news" 24/7 sé skelfingu lostið. Það er ekki spurning að pólitísk öfl vilja halda fólki í greipum óttans og The War on Terror til þess að geta skapað lögregluríkið sem nú er búið að skapa með Patriot Act.
En sem betur fer láta ekki allir Kanar blekkja sig með þessum hætti! Til er fólk sem sér í gegnum lygarnar og reynir að berjast á móti skerðingu lýðræðis og mannréttinda.
Róbert Björnsson, 14.12.2007 kl. 18:59
BTW...ég trúi ekki að 9/11 hafi verið "inside job" samt sem áður...en það er besides the point.
Róbert Björnsson, 14.12.2007 kl. 19:01
P.S. Jón Steinar: bókin sem ég pantaði fyrir þig er komin í hús...gefin út árið 1965 og árituð af höfundi.
Róbert Björnsson, 14.12.2007 kl. 19:04
Þetta eru réttmætar spurningar Ólafur. Því miður held ég að "venjulegt fólk" hér finnist það vera svo lítið og áhrifalaust að það þýði lítið fyrir það að taka þátt í virku lýðræði. Það er líka þannig hérna að fólk hefur nóg á sinni könnu með að vinna myrkvanna á milli til að hafa í sig og á og á meðan það getur lifað sínu lífi og staðið í skilum á mortgage-inu og keypt brauðið sitt í Wal-Mart þá skiptir það sér ekki af pólitík. Við sjáum að kosningaþáttaka hérna nær sjaldan meira en 60%.
Svo er það staðreynd að margir eru einfaldlega svo "einfaldir" að geta ekki trúað neinu slæmu uppá "sitt fólk"...það fer í kirkju á sunnudögum þar sem beðið er fyrir Bush og fólki sagt að ef það kjósi ekki rétt þá fari það til helvítis! Þannig er það nú því miður.
Róbert Björnsson, 14.12.2007 kl. 20:55
Takk fyrir það kæri Róbert. Þú bjallar kannski í mig þegar þú lendir. Minnir að ég hafi meilað núerinu mínu á þig. Hlakka til að hitta þig in person.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.12.2007 kl. 21:33
Hér er annars afar viðeigandi tilvitnun, sem mér finnst súmmera þetta ágætlega upp:
"Most people prefer to believe their leaders are just
and fair even in the face of evidence to the contrary,
because once a citizen acknowledgess that the
government under which they live is lying and corrupt,
the citizen has to choose what he or she will do about
it. To take action in the face of a corrupt government
entails risks of harm to life and loved ones. To
choose to do nothing is to surrender one's self-image
of standing for principles. Most people do not have
the courage to face that choice. Hence, most
propaganda is not designed to fool the critical
thinker but only to give moral cowards an excuse not
to think at all."
( Michael Rivero )
Jón Steinar Ragnarsson, 14.12.2007 kl. 21:35
Já við verðum í bandi þegar ég mæti á klakann!
Þetta er afar vel orðað og rétt hjá Rivero.
Róbert Björnsson, 14.12.2007 kl. 21:43
Hehe sorry Óli minn!
Ég tek undir þetta með þér að þetta snýst að hluta til um viðhorf og vonleysi hins almenna borgara. Þess vegna bind ég ákveðnar vonir við Barrack Obama...að hann nái að peppa mannskapinn upp og lyfta þjóðinni upp úr þessari sálarkreppu sem varið hefur undanfarin 7 ár.
Hitt er líka rétt að hlekkir bankanna gera okkur að óttaslegnum þrælum. Það er auðvelt að hafa stjórn á fólki sem lifir frá paycheck til paycheck.
Róbert Björnsson, 15.12.2007 kl. 04:26
Ég tek undir þessa umræðu ykkar, um sinnuleysi okkar gagnvart lífinu hér á klakanum og að vitund okkar er ekki alls kostar í lagi þegar kemur að taka ákvarðanir, þarna gerumst við flest sek um að stóla á einhvern "stóra bróður", sem er í raun valdhafar ríkis og banka. Við erum nokkurs konar "strengjabrúður" sem hreyfast í takt við þarfir og ákvarðanir þessara ráðamanna.Dæmi um þetta "strengjabrúðu"komplex:
- Flestir kjósa t.d. alltaf sama stjórnmálaflokkinn, sama hvað mörg loforð hafa verið svikin.
- Þegar samráð er í verðhækkunum á nauðsynjavörum þá vælum við aðeins, en látum frekar allt svoleiðis yfir okkur ganga frekar en að fara í formleg mótmæli eins og Frakkarnir.
- Ef nýjungar koma á markaðinn, s.s. flatskjáir,bílar, gemsar og fleira þá tökum við bara ný lán til að geta keypt þau, og gefum bönkunum þ.a.l. feitar gjafir í formi vaxta.
- Í huga margra er "sparnaður" hugtak úr grískri goðafræði, en ef kunnátta um þetta orð væri alveg á tæru hjá flestum þá væru skuldir heimilanna ekki eins háar eins og raun ber vitni.
- Margar fréttir erlendis frá um stríð og hamfarir falla nánast í skuggann af sjónvarpsglápi og fréttum um nýjustu tísku, slúðri, fólk í fréttum, lífstílsfréttum og öðrum smámunum sem heilaþvo okkur svo rækilega, að ef við værum á leið í stríð, þá yrðum við að vera í kjörþyngd, vera flottasti hermaðurinn og hafa dýrasta og stærsta riffilinn !!!
- Hugsunin: "það kemur ekkert fyrir mig" er mjög rík í Íslendingum. Dæmi um það er umferðarmenningin. Svo einnig að oft er hugsað bara um einn dag í einu, kaupa í dag, borga á morgun! Hvernig það verður svo borgað er hægt að dreifa á óteljandi mánuði.
Þetta voru bara nokkur dæmi að mínu mati. Við getum verið svo ofvernduð að hálfa væri nóg, og nú erum við búin að vefja krakkana okkar í dún í þokkabót. Við höfum það svo gott að við látum allt í hendurnar á þeim, og þess vegna er svo hætt við að þau breytist í iðjuleysingja. Það þarf ekki að kaupa allt fyrir þau eða senda þau í allskonar íþróttir, bara það að við myndum staldra aðeins við og hugsa okkar gang. Minnka vinnuna, draga úr útgjöldum í kjölfarið, eyða meiri tíma með börnunum (sem þarf ekki að kosta mikinn pening), og vera meira meðvituð um umhverfi okkar og hvað við getum gert til að stjórna því. Þar þurfum við að virkja okkur betur. Ég gæti haldið áfram endalaust en læt hér staðar numið. Kannski verður þetta hluti af lokaritgerð hjá mér í mannfræði, aldrei að vita !bibbadad (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 16:44
Takk fyrir þetta innlegg bibbadad. Sammála þessu og gangi þér vel í mannfræðinni!
Róbert Björnsson, 16.12.2007 kl. 01:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.