"Íslandsþáttur" Daily Show í kvöld?

Íslenskir aðdáendur Jon Stewarts hafa beðið með nokkurri eftirvæntingu eftir því að háðfuglinn góðkunni sýndi frá Íslandsför "fréttaritara" síns, Jason Jones og gerði smá grín að hinum Íslenzka eins manna her í Írak!  Sökum verkfalls handritshöfunda voru margir farnir að óttast að ekkert yrði úr þessu, en samkvæmt auglýsingu sem sýnd var á Comedy Central núna rétt áðan, virðist þetta loksins ætla í loftið í kvöld (mánudag).

En þangað til ylja menn sér hér í kuldanum (-24°C, síðast þegar ég gáði) við það að horfa á ræðu Doktors Martin Luther King, en þökk sé honum geta opinberir starfsmenn og námsfólk haft það náðugt innandyra í dag og látið sig dreyma um betri tíð. Smile  Eitthvað vantar nú uppá að draumur Dr. Kings hafi ræst ennþá...en við skulum sjá til.  Frú Clinton lét það útúr sér um daginn að MLK hafi verið draumóramaður (eins og Obama) en það hafi verið Lyndon B. Johnson, maður með reynslu (eins og hún þykist vera) sem hafi komið Civil Rights Act lögunum í gegn árið 1964.  Með öðrum orðum sagði hún að MLK (og Obama) séu "thinkers"...en hún (og LBJ) sé "do-ers". GetLost  Einhvern vegin held ég að svartir kjósendur South Carolina láti hana sjá eftir þessum orðum um næstu helgi! Wink  Og varðandi Nevada um helgina segi ég bara...what happens in Vegas, stays in Vegas!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.