Var viðstaddur sigurræðu Obama

Það var ógleymanleg upplifun að sjá og heyra næsta forseta bandaríkjanna flytja magnaða ræðu í Xcel Energy Center í St. Paul núna áðan, ásamt 22 þúsund dyggum stuðningsmönnum hans.  Það er erfitt að lýsa stemmningunni en ég rétt slapp inn eftir að hafa staðið í 2ja mílna langri biðröð í 3 tíma.  Þúsundir til viðbótar komust ekki inn en horfðu á ræðuna á jumbotron skjá fyrir utan höllina.

Hérna er stutt vídeó sem ég tók þegar kappinn mætti í höllina...en ég er með töluvert meira myndefni sem ég á eftir að klippa saman og upplóda hérna væntanlega annað kvöld.  Þetta verður að duga í bili, enda kominn háttatími...zzz :-)


mbl.is Obama lýsir yfir sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verð viðstaddur sigurræðu Obama í kvöld

obama progressLoksins, loksins virðist vera kominn endir á þessa eilífðarvitleysu og minn maður er kominn með útnefninguna.

Obama er mættur hingað til Minnesota og ég er á leiðinni niður til St. Paul þar sem hann mun halda ræðu í kvöld í Xcel Energy Center (þar sem flokksþing Repúblikana verður haldið síðla sumars).  Fastlega er búist við að hann flytji mikla sigurræðu í kvöld og beini athyglinni nú loks að John McCain.

Það er búist við húsfylli (ríflega 20 þúsund manns) þannig að mér er ekki til setunnar boðið...læt mig hafa það að standa í biðröð í nokkra klukkutíma til að komast inn.

Vídeókamera verður með í för og ég lofa vídeóbloggi í nótt eða fyrramálið! ;-)


mbl.is Clinton mun játa sig sigraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.