Færsluflokkur: Bloggar

Yarmouk og Sýrlensk þakkargjörð

Í gærkvöldi reyndi ég að gera mér í hugarlund hvernig tilfinning það væri að sjá myndir af æskuheimili sínu og heimabæ í rjúkandi rústum.  Það er auðvitað ógjörningur að ímynda sér slíkt en fyrir "bróður minn" Muayad er það kaldur raunveruleikinn.  

Stjórnarher Assads ásamt Rússum gerðu harðar stórskota- og loftárásir á Yarmouk hverfið - um 8 km suður af miðborg Damaskus - í vikunni sem leið og jöfnuðu allt sem eftir stóð við jörðu.  

Yarmouk var hverfi flóttamanna frá Palestínu sem flúðu árásir og hernám Ísraela fyrir 70 árum síðan.  Afi Muayads var einn af þeim sem byggðu hverfið upp frá því að vera tjaldbúðir í eyðimörkinni yfir í blómlegt 160 þúsund manna samfélag (á 2.2 ferkílómetra svæði).  Muayad sýndi mér ljósmyndir af iðandi og fallegu torgi þar sem hann lék sér og tefldi skákir við gömlu mennina sem lögðu ofurkapp á menntun barna sinna.  Skólarnir á svæðinu voru raunar svo góðir að námsárangur, bæði í lestri og stærðfræði, var ekki einungis bestur í Sýrlandi heldur í öllum Araba-heiminum!  

Í lok árs árið 2014 var Yarmouk hverfið hertekið af vígamönnum ISIS.  Fjölskylda Muayads flúði heimili sitt og settust að nærri miðborg Damascus.  Í síðustu viku bjuggu um 3500 manns ennþá í Yarmouk - án vatns, rafmagns eða annara nauðþurfta.  Aðallega lasburðin gamalmenni og einstæðar mæður sem gátu ekki flúið.  Eftir sigur stjórnarhersins á ISIS í Austur-Gouta var nú loks látið til skarar skríða gegn Yarmouk og bókstaflega allt jafnað við jörðu.  Þar á meðal æskuheimili Muayads.

Foreldrar hans eru "örugg" en nú eru liðin 3 ár frá því að þau sendu son sinn, þá 18 ára gamlan, út í óvissunna.  Þá hafði hann fengið skipun um að hefja herþjónustu í stjórnarher Assads.  Að reyna flótta til Evrópu var hans eina von um líf og frið.  Sem "liðhlaupi" á hann aldrei afturkvæmt til Sýrlands.  

Þökk sé múttí Merkel þá endaði Muayad fyrir rest í fjölbýlishúsinu mínu hér í Saarlandi og ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst þessum einstaka og góða dreng.  Ég þekki fáa sem búa yfir annari eins smitandi hlýju, jákvæðni, von og hugrekki.

Um síðustu helgi bauð hann, ásamt fimm fjölskyldum frá Sýrlandi, bæjarbúum til veislu í þakklætisskyni fyrir sýndan hlýhug og móttökur.  Þetta var falleg stund og bæjarbúar fylltu ráðhússalinn en færri komust að en vildu.  Nákvæmlega svona lítur semsagt "flóttamanna-vandamálið" út í Þýskalandi!  Gleði og samkennd í stað ótta, tortryggni og haturs.  

Bætti líka við myndum af okkur bræðrunum á Íslandi í fyrra - en það er óhætt að segja að drengurinn hafi orðið mikill Íslandsvinur og engin spurning með hverjum hann heldur á HM þrátt fyrir að við séum báðir að bíða eftir þýsku ríkisfangi.  

31081469_10103005706362711_3756838000305154506_n

31092071_10103005706372691_7074007517618946341_n

31118471_10103005706367701_5050668154803975246_n

fam

20620844_10102564242040751_6771683492255875993_n

21271269_10102618547317541_5653770771755500492_n

21192064_10102618546788601_1033135977791960163_n

21151265_10102618545366451_2551576154665827266_n

20663687_10102574461979911_4427291614227524215_n


17. júní hátíðahöld á meginlandinu. Fagurblár ESB fáninn við hún.

20150621_150714Íslendingar í Lúxemborg og nágrenni gerðu sér glaðan dag í gær og gæddu sér á SS pylsum og þjóðlegum hnallþórum til minningar um gömlu ættjörðina.

Sem betur fer fór lítið fyrir Framsóknarmönnum og Heimsksýnarliði svo við "skríllinn" sáum ekki ástæðu til mótmæla - enda yfir fáu að kvarta hér í Stórhertogadæminu hvar smérið drýpur af hverju strái.

20150621_141224Örn Árnason spaugari með meiru skemmti okkur með sönnum sögum af Sigmundi Davíð ásamt nýjustu tíðindum af klakanum.  Hlátrasköllunum ætlaði aldrei að linna.

Það var einkar ánægjulegt að greiða fyrir SS pylsuna með 2ja Evru klinki og ósköp notalegt að sjá fagurbláan ESB fánan blakta við hún í logninu við hlið hins Íslenska. 

20150621_141338Á morgun höldum við svo uppá þjóðhátíðardag Lúxemborgara með flugeldum og látum...og Lëtzebuerger Grillwurscht! ;)

20150621_151133

20150621_142257


Schengen í 30 ár

fa2d339e2786522e1659af849fa38be656818c81Það viðraði vel til hátíðahalda hér í Mósel-dalnum í dag er leiðtogar Evrópusambandsins mættu í litla sveitaþorpið hinum-megin við ánna til að fagna 30 ára afmæli samkomulagsins sem kennt er við þorpið Schengen í Lúxemborg.

Ef ekki væri fyrir þetta ágæta samkomulag væri svolítið flóknara mál fyrir íslending að búa í þýskalandi og keyra svo yfir brúnna við Schengen á hverjum degi til að sækja vinnu í Lúxemborg.  Ég á þessu samkomulagi því mikið að þakka og fagna því afmælinu með þeim Jean-Claude Junker og Xavier Bettel vinum mínum.

Lengi lifi Schengen og lengi lifi Evrópu-hugsjónin! laughing

http://www.wort.lu/en/politics/eu-leaders-in-luxembourg-celebrating-30-years-of-schengen-557c2bc40c88b46a8ce5b3c2

http://www.tageblatt.lu/nachrichten/luxemburg/story/Ein-kleiner-Ort-aber-eine-gro-e-Idee--28513258


Höfðingjarnir hér í Qatar gestrisnari en Framsóknar-plebbarnir í Reykjavík

Þar sem þýska sjónvarpið sýnir ekki frá HM í handbolta í þetta skiptið var ekki um annað að ræða í stöðunni en að hoppa um borð í "einkaþotuna" og mæta bara á leikinn.

Áðan heimsótti ég listasafn "múslamistanna" (Museum of Islamic Art) en þar eru Íslenskir villutrúarmenn og vantrúarseggir hjartanlega velkomnir eins og sjá má.  Hér er yndælisfólk, gestrisið og þægilegt á allan máta.  Bestu kveðjur frá Doha! :)

10922534_10101264723850621_4630747064733399487_n10943754_10101264709649081_4903727277041838783_n10940477_10101262748394451_3461267825819893146_n


Flugtúr í loftbelg (myndband)

Skrapp í magnaða flugferð í loftbelg um helgina í boði vinnufélaga míns.  Svifum í loftið við sólarupprás frá litlu sveitaþorpi skammt frá Metz í Lorraine héraði Frakklands.

Að sjálfsögðu voru franskir ostar og eðal-kampavín með í för eins og vera ber.  :)
 
Þess má geta að frakkar hafa stundað þetta sport frá árinu 1783 þegar Montgolfier bræður smíðuðu fyrsta loftbelginn og flugu honum yfir París, hvar Lúðvík XVI og gestur hans frá hinum nýstofnuðu bandaríkjum Norður Ameríku, Benjamin Franklin dáðust í forundran yfir fyrsta mannaða loftfari sögunnar.  
 
 

Flugtúr á Zeppelin NT loftskipi (myndband)

Við feðgarnir skelltum okkur til Friedrichshafen við Bodensee (Lake Konstanz) hvar Ferdinand von Zeppelin greifi hóf smíði á loftskipum fyrir um hundrað árum síðan.  

Fyrir um 15 árum síðan var Zeppelin Luftschifftechnik endurvakið og framleiðsla hafin á NT (Neue Technologie) loftskipum.  Farartæki þessi eru í raun 8500 rúmmetra helíum-blöðrur með þremur Lycombing 200 hestafla mótorum og gondóla sem tekur tvo flugmenn og 12 farþega.

Það var mögnuð upplifun að fljúga í þessu apparati með Svissnesku Alpana í baksýn og maður upplifði sig hálfpartinn sem Max Zorin úr Bond myndinni View to a Kill. ;)   

 


Flippað út með Colt .45 og M4A1 Carbine

Myndband frá leynilegum æfingabúðum herskárra kynvillinga á ónefndum stað á Kyrrahafseyju í Suð-Austur Asíu.  Nú mega Kristnir íhaldsmenn, Framsóknar-fasistar, ESB-andstæðingar og aðrir uppvakningar fara að vara sig! ;)

 


Heimsmet í þróunaraðstoð og arðrán íslenskra útgerðarmanna við Afríkustrendur

Sem skattgreiðanda í Lúxemborg yljar það mér um hjartaræturnar að vita til þess að ekkert annað ríki veraldar veitir jafn-háu hlutfalli vergrar þjóðartekna sinna til þróunar-aðstoðar við bágstödd ríki. Samtals ver Lúxemborg heilu prósenti af þjóðartekjum sínum í þróunar-aðstoð, sem á síðasta ári nam yfir $430 milljónum eða rúmum 51 milljörðum íslenskra króna.  Til samanburðar nam þróunar-aðstoð Íslands á síðasta ári 0.22% þjóðartekna þrátt fyrir loforð og alþjóðlegar yfirlýsingar um að framlögin skyldu vera 0.7%. 

Nú hafa lýðskrumara-plebbarnir í Stjórnarráðinu hins vegar ákveðið að íslendingar séu of fátækir til þess að halda úti heilbrigðisþjónustu (að ég minnist nú ekki á mennta-og menningarstofnanir) öðruvísi en að hætta stuðningi við þá íbúa jarðarinnar sem líða hvað mestan skort (af þeirri tegund sem fæstir íslendingar geta ímyndað sér, sem betur fer). 

Þrátt fyrir meinta fátækt Íslands (sem kannski er fremur andleg fátækt en veraldleg) ákváðu aumu smá-sálirnar í Stjórnarráðinu að nú væri upplagt að lækka auðlegðarskatta (á mis illa fengið fé) þeirra ríkustu og að afnema auðlindagjöld á arðræningjana í útgerðinni.  

Já, þessa sömu arðræningja og sjóræningja sem moka upp fiski við strendur Afríku og hverra uppgefinn gróði nam 2.6 milljörðum í fyrra og rúmum 19 milljörðum á árunum 2007-2011.  Sjá http://www.dv.is/frettir/2012/11/25/samherji-hagnadist-um-26-milljarda-afrikuveidunum/

Ebenezer Scrooge leynist víða og ljóst að hugmynd hans um hugtakið "samfélagslega ábyrgð" nær ekki langt út fyrir lóðarmörkin í Vestmannaeyjum og Akureyri.  Það er borin von að fólk sem ekki telur sig knúið til þess að leggja sitt af mörkum til þess að halda úti grunnstoðum eigin lands og þjóðar sé fært um að hugsa um "samfélagslega ábyrgð" í alþjóðlegu samhengi.  

Þetta fólk kann ekki að skammast sín.

En mikið óskaplega er ég feginn að mínum skattgreiðslum er ekki ráðstafað af þessum aumu lúsablesum.

Dev Aid GDP


Little Talks í flutningi Svansins (myndband)

Lúðrasveitin Svanur tók slagarann "Little Talks" eftir "Of Monsters and Men" á ferð sinni til Þýskalands í sumar. Gjörið þið svo vel. Smile

 


Jólamarkaðurinn í Trier

Þjóðverjinn er kominn í jólastuð og ég kíkti til Trier í gær til að kanna stemmninguna á jólamarkaðnum í þessari elstu borg Þýskalands og fæðingarstað Karls Marx. Kom við í Saarburg á leiðinni og þar var fólk líka byrjað að jólast.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband