Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Yfirlætislegt dramb hinna réttlátu í garð Vantrúarseggja

"Heiðvirt og vel gefið fólk með sterka siðferðisvitund, réttlætiskennd og gagnrýnið viðmót" hefur að undanförnu farið mikinn gegn félagsskapnum Vantrú (sem ég N.B. tilheyri ekki enn sem komið er en hef fulla samúð með) eftir að fjölmiðlar fjölluðu um kærumálið fræga í Háskólanum sem til kom þegar kennari við guðfræðideild varð sér og skólanum til háborinnar skammar vegna glórulausra og ógeðfelldra ásakana á hendur trúleysingjum þar sem "fylgismönnum Richards Dawkins" er m.a. lýst sem haturshreyfingu sem "grefur undan allsherjarreglu samfélagsins og almennu siðferði".

Einhliða umfjöllun (áróður) fjölmiðla um þetta mál, sérstaklega í Morgunblaðinu og Kastljósi, var í besta falli sorgleg, þó svo mig langi til að nota sterkari orð.

Þetta ágæta myndband sýnir nákvæmlega hvaða augum hinir trúuðu "sanctimonious" broddborgarar líta okkur vesalings trúleysingjana...með smá dash af tvöföldu siðgæði og hræsni!


Hjartagæska Kaþólskra skilyrðum háð

Eitt mega Kaþólikkar eiga sér til tekna - víða um heim stunda þeir hjálpar- og góðgerðarstarfsemi af ýmsum toga.  Þeir reka sjúkrahús, neyðarskýli fyrir heimilislausa og munaðarlaus börn og veita fátæku fólki matar-aðstoð.  Allt er þetta óskaplega fallega gert af þeim og ber að virða og þakka.

Í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington D.C., er sorglega mikið af fólki í sárri neyð.  Það dylst engum sem heimsótt hefur D.C. að fjöldi heimilislausra er gríðarlegur og maður þarf ekki að ganga langt frá miðborginni til þess að koma í hverfi þar sem fátækt og eymd er allsráðandi.  Hingað til hafa Kaþólsk góðgerðarsamtök lagt sitt af mörkum til þess að hjálpa þessu fólki - en nú verður breyting þar á!

Washington Post skýrði nýlega frá því að Kaþólska kirkjan hefur hótað að hætta allri góðgerðarstarfsemi í Washington D.C. ef borgarráðið samþykkir nýtt frumvarp um að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra og lög þess efnis að fyrirtækjum og stofnunum í D.C. verði óheimilt að mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar.

hypocrisy.jpgÞessi hótun er ekkert annað en ógeðfelld tilraun til pólitískrar kúgunar - en sem betur fer hefur borgarráðið gefið út yfirlýsingu þess efnis að það ætli ekki að láta þessar hótanir hafa áhrif á sína ákvarðanatöku og fastlega er búist við því að tillögurnar verði samþykktar í næsta mánuði.  Skilaboð borgarráðsins til Kaþólskra eru þau að þeirra aðstoð er ekki ómissandi og vilji þeir verða af $8.2 milljóna samningi við velferðarsvið borgarinner er þeim frjálst að fara.  Aðrir munu fylla þeirra skarð.  Útsvar borgarbúa mun ekki renna til stofnunar sem mismunar íbúum og stendur gegn mannréttindum.

Eftir stendur spurningin hvort Kaþólskir ætli í alvöru að láta fægð sína á samkynhneigðum bitna á saklausu fólki í neyð.  Er góðmennska þeirra virkilega svona yfirborðskennd og hræsnisfull?  Megi það verða þeim til ævarandi skammar!

---

Nú líður senn að Þakkargjörðarhátíðinni, sem Nota Bene er algerlega ótengd trúarbrögðum.  Fyrir ári síðan var ég staddur í Washington D.C. á Þakkargjörðardaginn.  Á leið minni frá Smithsonian safninu á hótel-herbergi mitt gekk ég framhjá Hvíta Húsinu um kvöldmatarleitið - þegar flestir borgarbúar sátu að snæðingi og gæddu sér á fylltum kalkúna.  Það var svolítið súrrealískt að vera á gangi á þessum tíma því breiðstrætin voru næstum tóm - og þó ekki - þá fyrst sá ég hversu margt fólk lá kalt, einsamalt og svangt á bekkjum og í ræsum borgarinnar.  Það var átakanlegt.

Þegar ég heimsótti minnisvarðann um Thomas Jefferson, höfundar sjálfrar Stjórnarskrár Bandaríkjanna, varð mér umhugsað um þessi fleygu orð hans:

"Millions of innocent men, women and children, since the introduction of Christianity, have been burned, tortured, fined and imprisoned. What has been the effect of this coercion? To make one half the world fools and the other half hypocrites; to support roguery and error all over the earth..." - úr Notes on the State of Virginia, 1787.

Hér er smá myndbrot frá heimsókn minni til District of Columbia í fyrra. Smile



P.S. Ég datt nýlega í lukkupottinn og fékk starf sem er akkúrat á mínu áhugasviði og þar sem ég get nýtt mína menntun í viðhaldsmálum flugvéla. Happy  Ég býst því ekki við miklum blogg-skrifum næstu vikurnar þar sem öll mín orka mun væntanlega fara í starfsþjálfun sem að hluta til fer fram erlendis. 


Valdarán Kristinna þjóðernissinna innan Bandaríkjahers

crstiansoldNýlega voru gerð opinber minnisblöð og leyniskjöl úr Hvíta Húsinu sem tengdust innrásinni í Írak þar sem í ljós kom að Bush (sem segir að Guð hafi sagt sér að fara í stríð) og Donald Rumsfield höfðu það fyrir sið að demba Biblíu-tilvitnunum á forsíður skjala sem tengdust stríðsrekstrinum. (sjá nánar hér)  Það hefur því verið sannað sem margan grunaði að Íraksstríðið var í raun og veru dulbúin "Krossför" (Jihad) geðsjúkra bókstafstrúarmanna sem heyrðu raddir.

Þó svo við öndum flest léttara yfir því að Obama sé nú kominn í Hvíta Húsið er samt enn ástæða til að hafa áhyggjur af uppgangi stórhættulegra ofsatrúarmanna innan Bandaríkjahers.  Undanfarin ár hefur orðið gríðarleg breyting á samsetningu nýliða í öllum deildum hersins og markvisst hefur verið stefnt að því að gera Bandaríkjaher að "herdeild Krists".

zz52c5d2b0mj7Í stað þess að "mannaveiðarar" (recruiters) hersins sitji um menntaskóla dropouts eins og tíðkast hefur - hafa þeir nú fært sig um set yfir í kirkjurnar.  Þar taka prestar og predikarar þátt í því að hvetja ungdóminn til þess að ganga í herinn og gerast Kristir Krossmenn í heilögu stríði gegn Íslam.  Hver er munurinn á þessu og því þegar íslömsk hriðjuverkasamtök misnota moskur til þess að tæla til sín unga og áhrifagjarna heimskingja í Jihad?

En það eru ekki bara óbreytt fallbyssufóður (enlisted) sem tekin eru með trompi heldur á þetta líka við um liðsforingjaefni (officers) - sérstaklega áberandi í flughernum en trúar-áróðurinn (indoctrination) ku vera skelfilegur í Air Force Akademíunni í Colorado Springs þar sem allir cadetar eru nánast þvingaðir til að mæta í "born again evangelical" guðsþjónustur á hverjum degi og taka þátt í bænarhringjum.  Þeir sem kjósa að taka ekki þátt í halelújah sirkusnum er refsað og þeir látnir vita að þeir standi ekki jafnfætis hinum trúuðu.  Trúlausir eru jafnvel lagðir í gróft einelti og reynt að fá þá til þess að gefast upp á náminu og hætta í flughernum.  Þá er klíka trúaðra orðin svo öflug meðal háttsettra hershöfðingja að til þess að öðlast frama í hernum og að hækka í tign á tilesettum tíma er nánast skilyrði að vera Jesus-freak.

Christian-Air-Force-eÞrýstingur frá háttsettum aðilum innan hersins hefur orðið til þess að Obama hefur neyðst til þess að svíkja kosningaloforð sitt um að afnema þegar í stað "Don´t Ask - Don´t Tell" stefnuna sem bannar samkynhneigðum að þjóna í hernum.  Það er enn verið að reka þrautþjálfaða og reynda hermenn með skömm úr hernum fyrir það eitt að vera samkynhneigðir.  Síðan 1993 hafa tæplega 13 þúsund samkynhneigðir hermenn verið reknir - margir heiðraðar stríðshetjur sem og tungumálasérfræðingar, læknar og alls konar sérfræðingar.  Á sama tíma er herinn farinn að taka við dópistum og fólki með sakaskrá (svo lengi sem þeir eru frelsaðir).

Þess má að auki geta að hermenn í Írak og Afganistan hafa stundað ágengt trúboð í boði Bandaríska skattgreiðenda.  Tíðkast hefur meðal Bandarískra hermanna að dreifa Biblíum og myndasögum sem sýna Múhammeð spámann brenna í helvíti.  Þá klæðast þeir gjarnan bolum í frítíma sínum sem kynna þá sem "Kristna Krossfara".  Þetta getur nú varla talist gáfuleg aðferð til þess að minnka hatur og tortryggni íbúa hinna hernumdu landa gagnvart vesturlöndunum.

Það er áhugaverð staðreynd og umhugsunarefni nú á "uppstigningardegi" að samkvæmt nýjum skoðanakönnunum (sjá hér) er yfir helmingur þeirra Bandaríkjamanna sem stunda guðsþjónustur einu sinni í viku eða oftar - hlyntir pyntingum eins og stundaðar voru í Abu Graib og Guantanamo!  Hæst er hlutfallið meðal Kaþólikka (3 af hverjum 4 hlyntir eða frekar hlyntir pyntingum og svosem ekkert nýtt að þeir séu haldnir kvalalosta) og Hvítasunnumanna (born again evangelicals - 60%).  Oftar en ekki vitna trúaðir í Biblíu-vers sem réttlæta illa meðferð á villutrúarmönnum.  Svo segja sumir að Biblían sé "fallegt" rit! Sick

Til samanburðar er gaman að geta þess að einungis um 10% sekúlarista (trúlausra) telja að pyntingar geti verið réttlætanlegar.  Hvað segir þetta okkur um Kristið siðgæði og almennt geðheilbrigði trúaðra, gott fólk? 


Kristnir íhaldsmenn eru klámhundar!

porno_dog_804555.gifSamkvæmt nýrri rannsókn á netnotkun og ásókn á klámsíður kemur í ljós að mun meiri áhugi á klámi er í þeim fylkjum Bandaríkjanna sem eru hvað þekktust fyrir að vera íhaldssöm og trúuð.  Sjá frétt ABC News um málið.   Farið var yfir kreditkorta-reikninga til þess að sjá hvar mesta salan á klámi fór fram.  Lang mestu klámhundarnir eru íbúar Utah sem flestir eru afar íhaldssamir Mormónar.  Landsmeðaltalið er um 2.3 áskriftir að klámsíðum per 1000 breiðbandstengingar en Mormónarnir í Utah hafa 5.47 áskriftir.  Athygli vekur að 8 af þeim 10 fylkjum þar sem klám-stuðullinn er hæstur - eru þau fylki sem John McCain vann sína stærstu sigra í síðustu kosningum (undantekningarnar eru Flórída og Hawaii) á meðan frjálslyndustu fylkin sem Obama vann auðveldlega verma neðstu sætin hvað varðar ásókn í klám.  

ted-haggard-loser_804556.jpgEnnfremur má geta þess að í þeim fylkjum þar sem kjósendur hafa bannað hjónabönd samkynhneigðra og fólk trúir á "hefðbundin fjölskyldugildi" og að "AIDS sé refsing Guðs vegna siðferðisbrests" er ásókn í klám 11% yfir landsmeðaltali.  Þar að auki eru skilnaðir og framhjáhöld hvergi algengari en í þessum sömu fylkjum.

Satt að segja koma þessar niðurstöður mér alls ekki á óvart - en það er gaman að hafa tölulegar sannanir fyrir þeirri vitneskju að oftast eru mestu siðferðispostularnir sjálfir mestu perrarnir!  Enn og aftur sannast það á kristna íhaldsmenn hversu sjúkir hræsnarar þeir eru.


Kristnir telja sig ofsóttan minnihlutahóp í Bandaríkjunum

notourkidsKristin samtök sem kalla sig American Family Association keyptu nýlega klukkutíma pláss á helstu kapalstöðvum Bandaríkjanna og eyddu í það milljónum dollara.  Þau ætla sér að sýna þátt sem heitir "Speechless - Silencing Christians in America" sem fjallar um hvernig reynt er að þagga niður í Kristnum gildum og hvernig vegið er að málfrelsi Kristinna nú þegar þeir mega helst ekki hvetja til morða á "kynvillingum".  Ennfremur fjallar þátturinn um hvernig Bandaríkjamenn verða að berjast gegn "the radical homosexual agenda" áður en hommarnir taka yfir völdin í landinu og eyðileggja fjölskylduna og "the moral fabric" þjóðarinnar!  Þess má get að hin stórskemmtilega Ann Coulter kemur fram í þættinum sem horfa á má hér!

mcdonaldswildmon.jpgNýlega ákváðu þessi sömu samtök (sem telur milljónir meðlima) að sniðganga McDonalds fyrir þær sakir að í fyrra ákvað stjórnarformaður McDonalds að styrkja og skipa nefndarmann frá McDonalds í stjórn samtakanna National Gay & Lesbian Chamber of Commerce.  Eftir að AFA hótaði boycottinu ákvað McDonalds að láta undan þeim og draga sig úr stjórn NGLCC.

Ennfremur hótuðu AFA gjafakortaframleiðandanum Hallmark öllu illu og þvinguðu þá til þess að taka úr umferð þetta kort:

jesus-loves-you-small_793937.png

 

Já...það er greinilega ekki tekið út með sældinni að vera ofsóttur Kristlingur í Bandaríkjunum! Joyful

Hér eru tvær klippur úr úvarpi í Oklahoma sem allir þurfa að heyra...please...hlustið á þetta!

Hér er ennfremur góð úttekt á Kristnum gildum í Tulsa:

Og að lokum þetta


Jóhanna kveikir von í Uganda

Margir veltu fyrir sér hvort það var viðeigandi og yfir höfuð fréttnæmt að draga fram þá staðreynd að Jóhanna Sigurðardóttir yrði fyrsti opinberlega samkynhneigði einstaklingurinn til þess að gegna embætti forsætisráðherra eða stjórnarleiðtoga í heiminum.  Sem betur fer hefur réttindabarátta samkynhneigðra á íslandi loksins skilað þeim árangri að fólk er ekki dregið í dilka eftir kynhneigð og ungu kynslóðinni finnst fáránlegt að slíkt sé einu sinni rætt lengur og telur jafnvel að mismunun og fordómar tilheyri algerlega löngu liðinni tíð.  Þetta er feykilega jákvæð þróun - en við megum samt ekki blekkja okkur til að halda að svona sé þetta líka alls staðar annarsstaðar í heiminum.  Þess vegna þótti mér mjög mikilvægt að að útlendingar tækju eftir gleðifréttunum um Jóhönnu - sem því miður verður að sætta sig við að vera orðin mjög opinber persóna þó svo það sé henni eflaust þvert um geð.

uganda_gay_rights.jpgEn vonandi yrði hún sátt við þennan fjölmiðlasirkus ef hún læsi þetta blogg - skrifað af samtökum samkynhneigðra í Afríkuríkinu Uganda!  Það er hræðilegt að lesa um þær hörmungar og mannréttindabrot sem þetta fólk er að upplifa í dag - en hugsið ykkur - að fréttin um Jóhönnu skyldi vekja þvílíka von og efla baráttuandann hjá bræðrum okkar og systrum í Uganda!  Seriously folks...pælið í því!!!

Þetta er ástæðan fyrir því að ég ákvað að senda tilkynningar um þetta á Amerískar fréttaveitur, blogg og ýmis samtök samkynhneigðra um leið og ég áttaði mig á mikilvægi fréttarinnar fyrir fólk sem enn býr við óréttlæti í sínum löndum.  Þessar fréttir geta e.t.v. kveikt vonir einhverra samkynhneigðra ungmenna um betri tíð og gert þeim kleift að hugsa út fyrir ramma staðalímyndanna þegar þau taka ákvarðanir um eigið framtíðarstarf.

Og eins og mig grunaði hefur verið eftir þessu tekið - hér má sjá umfjöllun Associated Press í LA Times, umfjöllun á bloggveitunum Huffington Post og DailyKos...og meira að segja hjá sjálfum Perez Hilton  Whistling

En í tengdum fréttum þá horfir aldeilis til betri tíma fyrir samkynhneigða hér í Bandaríkjunum með tilkomu Obama - en hér er frétt um að hann hafi skipað 16 samkynheigða einstaklinga í embætti náinna samstarfsmanna sinna í Washington.  Þetta þykja fréttir hér þó svo ekkert þessara embætta komist í líkingu við starf forsætisráðherra.


Bilateral agreements and the EU - Icelandic Christian Conservatives - Obama misses the point

vinaþjóðirIceland has long enjoyed excellent relations with the United States of America and it has been our good fortune to share cultural and economic ties with our American friends, that far exceed those of most European nations.  Perhaps our close kinship with North America is partially thanks to Iceland´s geographical location as well as our free thinking spirit, inherited from our ancestors who fled half way to America to escape the European-style oppression found in the old Norse Monarchy. 

össurToday, Iceland´s acting foreign minister, Össur Skarphéðinsson, signed new bilateral trade- and investment agreements with the USA and expressed interest in making further agreements pertaining to securing Icelandic citizens special VISAs to the US, making travel and commerce between the two nations much easier.

When discussing the EU question, we must not forget that if Iceland joins the EU - there would be no more bilateral agreements with anyone.  Iceland would be forced to trade almost exclusively with other EU member states and mandated tariffs would almost certainly slice trade with the U.S. (now worth over 100 billion icelandic kronur per annum) quite dramatically.  Is that what we need?  Or should Iceland aim to adopt the Dollar and perhaps seek to join NAFTA?  I don´t know...I´m just asking!

...

burning-cross_771629.jpgI was somewhat surprised and saddened to see the introduction of a new political party in Iceland today.  The "Nordic Conservative Party" claims to be a Scandinavian-type right wing party, whose goals are to join the EU and reduce American influence on Icelandic culture!  Furthermore their goals are to strenghen the National Church of Iceland and force cultural and ethcial changes towards "traditional Christian values"! Sick  Oh and of course they also want to create an Icelandic military force!  

Yikes... is it just me or do they sound like fascist lunatics???  I don´t believe Icelanders will take these clowns seriously... but then again...the current political situation in Iceland may be becoming a breeding ground for the rise of all kinds of dangerous nut jobs.  Seriously folks!  Be aware!

...

gene-robinson-gay-bishop.jpgFinally some Obama news - In an effort to appease his gay supporters who were heartbroken by his selection of homophobic pastor Rick Warren to perform the invocation at his inauguration - Obama yesterday announced that also performing at the inauguration will be none other than Gene Robinson, the first openly gay bishop in America.  While the GLBT community appreciates the nod - I believe Obama completely missed the point!  We don´t need a gay priest!  Religion and Government does not mix!!!  Why not skip both Warren and Robinson and skip using the bible when swearing in and skip using the words "So help me God"!

Dear President Obama:  While I appreciate your effort to correct your misstake in selecting Rick Warren and your attempt to calm down your substantially large gay base (oh and thanks for addressing the "Don´t ask - Don´t tell" policy in the military by the way) - you nevertheless continue to alienate a rapidly growing segment of Americans - Atheists!  

Why - in spite of your message of incluision - do we not have a place at your table, Mr. Pesident?


mbl.is Samningur um viðskipti Íslands og Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svívirðileg forgangsröðun

Það eina sem hugsanlega getur bjargað þessari þjóð frá endanlegri glötun er mannauðurinn.  Það var hárrétt hjá Þorgerði Katrínu að farsælla væri fyrir atvinnulaust fólk að fjárfesta í menntun og sjálfsuppbyggingu en að sitja aðgerðarlaust á bótum til langframa.  Virkja verður nýsköpunarmátt þessara einstaklinga og gefa fólki von um bjartari tíð. 

Hvað verður um þessa 1600 einstaklinga sem sóttu um nám við HÍ nú þegar skólinn er knúinn til að skera niður um milljarð?  Einhverjir fara örugglega úr landi við fyrsta tækifæri og af hverju í ósköpunum ættu þeir að snúa aftur?

forks_562784.pngHvernig er það réttlætanlegt að á sama tíma og niðurskurðarhnífurinn er blóðugur í mennta- og heilbrigðiskerfinu sé nánast ekkert skorið niður til útgjalda til ríkis-kirkjunnar?  Rúmir 5 milljarðar á ári fara í að halda uppi þessu gjörsamlega gagnslausa og úrelda apparati sem engu skilar til baka til þjóðarbúsins.  Það á að fjarlægja þetta krabbamein af ríkisspenanum án tafar og ríkið á að taka til sín og selja allar eigur Þjóðkirkjunnar og verja þeim fjármunum til uppbyggingar þjóðarinnar.  Trúaðir hljóta að geta borgað úr eigin vasa fyrir þetta hobbý sitt eða beðið til síns guðs í einrúmi.  Það er ólíðandi forgangsröðun að skera niður í menntamálum á sama tíma og útgjöld til kirkjunnar aukast einungis ef eitthvað er.

Fullur aðskilnaður rikis og kirkju er réttlætismál og nú verður að taka á þessu bulli af alvöru!

Fyrir mína parta þá er það minn draumur að geta snúið til baka til Íslands einn góðan veðurdag og boðið fram mína krafta til þess að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.  Það er þó ljóst að áður en til þess kemur verða að fara fram margar grundvallar-breytingar á gildum landsmanna.  Fyrr sný ég ekki aftur ótilneyddur.


mbl.is Ekki hægt að taka inn nýnema
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan af Sir Rupert, the Gay Knight

Hugljúf saga sem verið er að koma á bók og í alla betri leikskóla! Joyful  Allt hluti af plotti guðlausra líberalista og hómósexjúalista til að eyðileggja "the moral fiber of America".  LoL

 


Trúleysinginn ég og leitin að hinu góða

Stundum er erfitt að vera trúleysingi.  Það kemur fyrir að ég öfundi þá sem geta fundið huggun í trú sinni þegar erfiðleikar steðja að.  Sem betur fer finn ég mína huggun og innri frið á annan hátt og lifi síður en svo í einhverju svartnætti þrátt fyrir að trúa ekki á yfirnáttúruleg fyrirbæri eða æðri máttarvöld.  Þess í stað trúi ég á okkar eigin mátt, náttúruöflin, lýðræðið, rökvísi, réttlæti og kærleik.

Hið góða býr innra með okkur, manneskjunum.  Það kemur ekki að ofan, heldur að innan.  Samkennd, kærleikur og ást fjölskyldu okkar og vina, er það sem gefur okkur huggun og hugarró á þessum síðustu og verstu.

Undanfarin ár hef ég af sumum verið talinn "herskár trúleysingi", sem samkvæmt skilgreiningunni, hef barist gegn trúarbrögðum í ræðu og riti og reynt að fá trúað fólk til að sjá "villu síns vegar" og fá það til að vakna upp af vitleysunni og sjá veruleikann eins og hann blasir við mér.  Með öðrum orðum, hef ég tekið þátt í að stunda eins konar "trúboð" trúleysingjans.  Rétt eins og aðrir trúboðar hef ég sinnt þessu hlutverki af mestu umhyggju, velvild og með von um bætt samfélag samkvæmt mínum skilningi.

Stundum hefur það þó komið fyrir að ég hef sært tilfinningar þeirra trúuðu vina minna sem sjá heiminn í öðru ljósi en ég.  Það hefur komið fyrir, að sökum þeirrar óbeitar sem ég hef gagnvart ákveðnum þáttum skipulagðra trúarbragða , að mér hafi yfirsést sú staðreynd að sumt sem tilheyrir trúarbrögðum er í sjálfu sér af hinu góða og að trú getur veitt mörgu góðu fólki "inspírasjón" til góðra verka.  Trúarbrögð eru ekki eins svarthvít og þau hafa stundum birst mér.

Þegar ég var barn og unglingur var ég tiltölulega trúaður.  Ekki meira en gengur og gerist með íslensk börn, en móðir mín reyndi að ala mig upp í góðum siðum og gildum.  Við vorum ekki kirkjurækin og ég las ekki biblíuna fyrr en ég komst á fullorðinsaldur (las þá Gamla testamentið og varð fyrir skelfilegu áfalli Joyful).  Engu að síður leið mér alltaf vel þegar ég slysaðist í kirkju og fann þar oftast fyrir friði, hlýju og kærleika.  Sömuleiðis man ég eftir að hafa beðið til Guðs þegar ég fann fyrir ótta, kvíða og einmannaleika og ég man að trúin á að ég væri ekki einn í heiminum veitti mér mikla hugarró.

Smám saman fjaraði þó undan trúnni með aldrinum, sérstaklega eftir að ég fór að hugsa um hversu fáránleg og óraunsæ hugmyndin um Guð raunverulega er.  Einnig fannst mér Guð endanlega hafa yfirgefið mig þegar móðri mín veiktist af ólæknandi krabbameini og lést eftir hörmulega erfið veikindi.  Satt að segja fann ég þá fyrir biturð og reiði út í þann Guð sem ég taldi mig hafa þekkt.

Ofan á þetta kynntist ég hræsni og öfgum "sanntrúaðra" eftir að ég fluttist hingað til Bandaríkjanna.  Blind bókstafstrú, hvaða nafni sem hún nefnist, er að mínu mati eitt hið skelfilegasta mein sem herjar á mannkynið.  Hatur, ótti, dogma, græðgi, fals og lygi.  Þannig sé ég flest skipulögð trúarbrögð í dag.  Boðskapur margra Kristinna söfnuða (t.d. kaþólskra og hvítasunnusöfnuða) virðast hafa snúist upp í algera andhverfu þess boðskapar sem ég las eitt sinn í Nýja testamentinu.

Hitt hef ég þó líka verið að sjá að undanförnu, mér til mikillar gleði, að til er gott fólk sem boðar einfaldlega trú á hið góða í okkur sjálfum.  Til eru prestar, þ.m.t. innan Þjóðkirkjunnar, svo sem hjónin Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir sem raunverulega boða einungis sannan náungakærleik og samkennd.  Þau taka það besta úr Nýja testamentinu og skilja eftir hryllingssögur hins morðóða og valdasjúka guðs gyðinganna.

Þrátt fyrir að ég sé og verði áfram hamingjusamlega trúlaus (trúfrjáls), þá lýsi ég því hér með yfir að ég mun reyna að taka trúaða í aukna sátt og sýna þeim meiri skilning en ég hef gert í framtíðinni.  "Why can´t we all just...get along?" Smile

coexist1.jpg


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband