Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Moral Orel

Frá framleiðendum Family Guy og Robot Chicken:  Fylgist með uppvexti Orel litla, sem er guðhræddur snáði frá Moralton, Statesota.   Meira á vef adult swim.


Prince segir Guð hata homma

prince9rp.jpgHver man ekki eftir popparanum glysgjarna Prince...sem einu sinni kallaði sig "The Artist formerly known as Prince" og svo varð hann aftur bara Prince.  Eitthvað virðist hann ennþá vera ruglaður í ríminu eftir þessar nafnabreytingar og sennilega í einhverri tilvistarkreppu grey karlinn.

Prince er sennilega einn af frægari tónlistarmönnum Minnesota (ásamt Bob Dylan) og hann hefur búið í Minneapolis alla sína hunds og kattartíð og troðið upp á First Avenue (Purple Rain) og í Uptown við og við.  Prince flutti þó til Los Angeles í fyrra á fimmtugsafmælinu sínu, að eigin sögn til þess að geta betur "ræktað trúnna".

Aumingja Prince lenti í klónum á költi Votta Jehóva fyrir nokkrum árum og tekur meira að segja þátt í að ganga hús í hús til þess að boða "fagnaðarerindið" og dreifa "Varðturninum", áróðurspésa Vottanna. 

Einhverra hluta vegna gat ég ekki annað en skellt uppúr þegar ég las viðtal við Prince í The New Yorker þar sem hann er meðal annars spurður um pólitík...en trúin bannar honum að kjósa.  Hann sagðist m.a. vera algerlega á móti hjónaböndum samkynhneigðra, benti á biblíuna og sagði “God came to earth and saw people sticking it wherever and doing it with whatever, and he just cleared it all out. He was, like, ‘Enough.’ ” og átti þar væntanlega við Sódómu og Gamorru.  Mjög djúpt hjá listamanninum knáa og kvenlega...og svolítið tragíkómískt.  Joyful  Við óskum honum að sjálfsögðu góðs bata.


Hugvekja dagsins


Prop 8 í Calí

no_prop_8_717486.jpgÞað er ekki bara kosið um forseta og þingmenn á morgun heldur eru ýmis mál á dagskrá sem fólk kýs um í sínum fylkjum.  Eitt stærsta málið sem kosið er um í Kalíforníu er "Proposition 8" sem er tillaga til þess að breyta sjálfri stjórnarskrá Kalíforníu til þess að banna hjónabönd samkynhneigðra, en þau urðu lögleg í sumar eftir að hæstiréttur Kalíforníu komst að þeirri niðurstöðu að slíkt bann væri mismunun og stjórnarskrárbrot. 

Niðurstöðum kosninganna er beðið með eftirvæntingu út um allt land því fordæmið sem myndi skapast væri gríðarlegt á hvorn veginn sem fer.  Eins og máltækið segir: "As California goes, so goes the Nation".  Það yrði gríðarlegt áfall ef frumvarpið nær í gegn.

dont_tread_on_me.gifÞað er lúalegt að ætla sér að vega að sjálfri stjórnarskránni...sem margir líta á sem heilagt plagg sem tryggir borgaraleg réttindi og að vilja bæta í hana ákvæði um misrétti og mannvonsku!  Ef þetta er ekki ANTI-American þá veit ég ekki hvað getur fallið undir slíkt.

now_its_up_to_you.jpgÞví miður er mjög tvísýnt um hvernig kosningin fer...nýjustu skoðanakannanir benda til að afar mjótt sé á mununum.  Haturshópar eins og "American Family Association", Mormónakirkjan í Utah og Kaþólska kirkjan hafa dælt $31 milljón dollurum í auglýsingar og hómófóbískan áróður.  Þá hjálpar ekki til að Latino íbúar Kalíforníu eru margir og langflestir Kaþólskir og íhaldssamir varðandi sín "fjölskyldugildi".

Mér verður illt af heimskunni, hræsninni og lyga-og hræðsluáróðrinum sem þetta andskotans (kristna) pakk dælir út úr óæðri endanum á sér.  Hér er 30 mínútna auglýsing frá American Family Association sem birtist á öllum helstu sjónvarpsstöðvunum nýlega... ef þið nennið að horfa á þetta þá endilega segið mér hvað ykkur finnst.  Hvort þetta "meiki sense" í ykkar huga.


Vatíkanið hafnar frönskum sendiherrum

nice hatFrakkar eiga í vandræðum með að fylla sendiherrastöðuna í Vatíkaninu og hefur staðan nú verið laus síðan í desember 2007.  Vandinn er sá að Páfinn hefur ákveðna standarda... fyrst höfnuðu þeir hinum virta rithöfundi og blaðamanni Denis Tillinac, góðvini Jacques Chirac, því hann hafði framið þá regin synd að hafa skilið við konuna sína og gifst aftur.

Þá ákvað Franska utanríksiráðuneitið að skipa fyrrum sendiherra Frakka í Búlgariu, Jean-Loup Kuhn-Delforge, sem nú er yfirmaður "Consular Affairs Directorate" í París og er virtur diplómat.  Ekki líkaði Páfa það val og aftur var svarið: "grazie, ma non grazie".   Að þessu sinni var ástæðan sú að Jean-Loup fer ekki leynt með samkynhneigð sína og er í staðfestri sambúð með manni sínum til margra ára.   Doh! Tounge

Sumir segja að Frakkar séu með þessu að "stríða" Vatíkaninu en það er alls óvíst hvenær þeir finna "hæfan" diplómat til að senda í Vatíkanið.  Það er erfitt að gera sumu fólki til geðs.  Sjá frétt hér .


mbl.is Páfi hefur áhyggjur af trúleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Religulous frumsýnd í kvöld

Ég hef beðið eftir þessari stund með þónokkurri eftirvæntingu enda fátt skemmtilegra en að hlægja að trúarnötturum.  Þó svo trúarbrögð séu yfir höfuð reglulega sorgleg fyrirbæri og mannskemmandi þá nær minn Messías, Bill Maher, yfirleitt að sýna okkur fyndnu og fáránlegu hliðarnar á trúarbrögðunum...í bland við hræsnina og ógeðið.   Ég er viss um að þessi mynd á eftir að slá í gegn og vonandi "frelsa" einhverja úr viðjum trúar sinnar...þrátt fyrir að á þessum erfiðu tímum sé örugglega fró í að eiga ýmindaðan vin á himnum sem segir þeim að hafa nú ekki áhyggjur af lánunum sínum því heimsendir sé hvort eð er handan við hornið og Guddi veitir öllum lán í himnaríki á 2.25% vöxtum til 1000 ára! Wink 

Það kom mér ekki á óvart að Religulous er ekki sýnd hér í litla sæta kaþólska háskólaþorpinu mínu og verð ég því að gera mér ferð til Minneapolis þar sem einungis eitt bíó (Landmark í Edina) þorir að sýna myndina...geri þó ráð fyrir að hún fari í stærri dreifingu á næstu vikum...en ég get ekki beðið eftir því.  Býst við húsfylli í kvöld svo ég er búinn að panta miðana á netinu og er að leggja í hann niðureftir í stórborgina.  Svo verður maður að vera kominn heim fyrir miðnætti til að ná nýjasta þætti Real Time with Bill Maher...sem sé double dose af Maher í kvöld. Smile  (sem minnir mig á þegar ég mætti í stúdíóið og horfði á karlinn í eigin persónu í fyrra, sjá hér og hér og hér)


"Frjálslyndir" Kristilegir þjóðernissinnar til valda á Íslandi?

Þar sem ég hef búið erlendis undanfarin ár hef ég ekki nennt að tjá mig mikið um Íslensk stjórnmál enda er ég líka almennt blessunarlega laus við áhuga á þessu gjarnan litlausa og óáhugaverða skvaldri sem fram fer á Alþingi Íslendinga.  Engu að síður er ég því einstaklega feginn hversu óáhugaverð Íslensk pólitík raunverulega er því ástæðan er sú að hún er EKKI lituð af hatrömmum átökum um þjóðfélagslegar og menningarlegar hugsjónir sem nærast á trúarofstæki og hatri.

Þrátt fyrir að þessi svokölluðu "Culture Wars" sem nú geysa hér í Bandaríkjunum sem aldrei fyrr, geri pólitíkina hér westra "skemmtilega" að sumu leiti...og þá meina ég áhugaverða út frá því sjónarhorni að andstæðurnar milli íhaldsaflanna og þeirra frjálslyndu eru svo afgerandi...þá er skemmtanagildið þó aðallega fólgið í því hversu auðvelt er að sjá spaugilegu hliðarnar á annars sorglegum veruleika. 

Bush-KKKÁ tímabili leit út fyrir að núverandi kosningabarátta hér westra ætti séns á að snúast um eitthvað fleira en þessi "Culture War issues" sem Karl Rove hannaði svo meistaralega til þess að koma George W. Bush í Hvíta Húsið með atkvæðum Kristinna þjóðernissinna.  Með valinu á Söruh Palin sem varaforsetaframbjóðanda McCains voru "Culture Wars" skotgrafirnar hertar í þeirri von um að hinn Kristilegi armur Repúblikananna skili sér á kjörstað.  Þið vitið, þessir sem vilja banna fóstureyðingar (en fjölga dauðarefsingum), hengja hommana uppí sömu tré og svertingjana forðum, fjarlægja Darwin úr skólakerfinu, afnema aðskilnað ríkis og kirkju, tryggja stöðu feðraveldisins og halda konum niðri, byggja múr á landamærum Mexíkó til að sporna við "innflytjendavandanum" sem ógnar stöðu hvíta mannsins og stuðla að eilífu stríði í miðausturlöndum í þeirri brjáluðu von að Þriðja heimsstyrjöldin brjótist út í formi spádóma Biblíunnar um heimsendi og endurkomu Krists!  Þið vitið...hugmyndir sem flest meðalgreint siðmenntað fólk álítur svæsna geðveiki og ógn við mannkynið.

Í mínum huga eru hugsjónir "Kristilegra þjóðernissina" ofur-einfaldlega samofnar hugmyndum Nasista (varðandi varðveislu "herraþjóðarinnar" og andúð á útlendingum og minnihlutahópum) og það er ósköp lítill munur á "Kristilegum þjóðernissinum" og Múslímskum spegilmyndum þeirra sem nú ráða ríkjum í löndum eins og Íran.  Enda er munurinn á Kristnum og Múslímskum öfgamönnum lítt meiri en munurinn á kúk og skít!

Sem betur fer eru flestir íslendingar almennt sammála um að það er ekki pláss fyrir svona hugmyndir á Alþingi íslendinga.  A.m.k. ætla ég rétt að vona að svo sé ennþá.

Kingdom ComingÞví miður hefur mér virst sem ákveðið "Nýtt Afl" innan Frjálslynda flokksins hafi verið með tilburði til þess undanfarið, leynt og ljóst, að ræna þeim annars um margt ágæta flokki og breyta honum í Kristilegan þjóðernisflokk, hvurs stefnumál gætu síðar reynst þjóðinni skaðleg.  Það er ljóst að kvótamálið er á leiðinni með að fjara út sem aðal (eina?) baráttumál flokksins og þeir aðilar sem nú reyna að ná völdum í flokknum hyggjast notfæra sér síaukna andúð á útlendingum sem mun einungis magnast í komandi fyrirsjánanlegu atvinnuleysisástandi. 

Hinn nýji markhópur Frjálslyndra virðast aðallega vera ómenntaðir, bitrir, ungir karlmenn með lága greindarvísitölu og lítil typpi sem hafa tapað vinnunni og kærustunni til útlendings og hafa svo fundið "Guð" eftir að hafa farið í dóp-meðferð í Byrginu eða á Kvíjabryggju.  Þið vitið þessi týpa á hlýrabolnum sem buffar konur og lifir fyrir bjór og Enska boltann.  Spurningin er hvort þessi íslenska "White Trash stereótýpa" sé nógu fjölmenn til þess að FF Kristilegir Þjóðernissinar nái 5% markinu í næstu Alþingiskosningum eða hvort Frjálslyndi flokkurinn þurrkist loksins endnanlega út.

American FascistsÉg minni á orð Jóns Magnússonar í Silfri Egils frá 25. mars í fyrra  en þá var hann spurður að því hvort Frjálslyndi flokkurinn væri að breytast í "Kristilegan Repúblíkanaflokk".  Svar Jóns var "Ja, ég væri útaf fyrir sig ánægður með það en ég held að ég ráði því ekki einn."

Í gær viðurkennir Jón Magnússon að hann sé Kristilegur Þjóðernissinni í athugasemd við áhugaverða bloggfærslu Ómars Ragnarssonar.  Hann reynir að vísu að snúa útúr merkingu þess hugtaks , m.a. með orðunum "Kristnar lífsskoðanir vísa til virðingar og velvilja til alls fólks óháð kyni, kynþætti eða stöðu" (rétt eins og Amerískir Evangelistar og Vatíkanið boðar þá eða?) og reynir að gera lítið úr afstöðu þjóðernissinna í garð útlendinga.

Mig langar að lokum að benda á tvær mjög áhugaverðar en ógnvekjandi bækur sem fjalla um uppgang Kristilegra Þjóðernissinna í Bandaríkjunum, í þeirri einlægu von að þessi óþverri nái aldrei að festa rótum á Íslandi!  Sú fyrri heitir Kingdom Coming: The Rise of Christian Nationalism eftir Michelle Goldberg (hér má sjá höfund lesa kafla úr bókinni og svara spurningum) og American Fascists: The Christian Right and the War On America eftir Chris Hedges.

P.S.  Áður en þið kommentið:  Ég nenni engan vegin að taka þátt í rökræðum um Frjálslynda flokkinn, innflytjendamálin eða "Kristið siðgæði".  Þið sem móðgist eða látið þessi skrif fara í taugarnar á ykkur á einhvern hátt... afsakið en mér kemur það ekki við.  Þetta eru einungis mínar pælingar sem ég set hér fram í mesta sakleysi, kannski á svolítið beittan hátt og að hluta til í háði, en það er bara minn ritstíll.  Það neyddi ykkur enginn til að lesa þetta, það neyðir ykkur enginn til að vera sammála mér og það neyðir ykkur sannarlega enginn til að leggja inn athugasemd...því "Frankly my dear, I don´t give a damn!".


Fjölskyldugildi Söruh Palin

Eins og flestir vita er 17 ára dóttir Söruh Palin varaforseta-frambjóðanda ófrísk.  Hingað til hefur siðvöndum Repúblikönum þótt það hin mesta hneysa að stúlka undir lögaldri og ógift í þokkabót verði þunguð og ef um Britney Spears væri að ræða væri sennilega rætt um lauslæti og óábyrga foreldra...en það er greinilega ekki sama hvort stúlkan heitir Britney eða Bristol.  Raunar er Sarah Palin og hennar trúsystkini alfarið á móti kynfræðslu í skólum (abstinence education only) þannig að það er kannski ekki hægt að kenna Bristol litlu um hvernig fór...hún vissi sennilega ekki hvernig þetta virkaði allt saman!  Og ekki þýddi að ræða við mömmu um fóstureyðingu...ó nei, ekki þó henni hefði verið nauðgað af frænda sínum. 

Það eina sem beið Bristol litlu var að giftast barnsföður sínum honum Levi Johnston svo hægt yrði að Guðs-blessa litla barnið og nýju happy 17 ára foreldrana.  Svo er bara spurningin hvort þessi litla "white trash" fjölskylda flytjist í hjólhýsi eða Hvíta Húsið. 

Hér eru gullkorn vikunnar, tekin af MySpace síðu brúðgumans tilvonandi:

"I'm a fuckin' redneck who likes to snowboard and ride dirt bikes. But I live to play hockey. I like to go camping and hang out with the boys, do some fishing, shoot some shitt and just fuckin' chillin' I guess. Ya fuck with me I'll kick ass."

Status: "In a relationship."

Children: "I don't want kids."

Ooops...Country First...Condoms Second.  LoL

P.S.  Meistari Bill Maher er mættur aftur eftir sumarfrí... hann gerir létt grín að Söru Palin eins og honum er einum lagið.  Grin

 


Trúarbrögð á undanhaldi í Bandaríkjunum

adultswithimaginaryfriendsÍ gær voru birtar mjög jákvæðar niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar á trúarlífi bandaríkjamanna sem gefa til kynna að ólíkt því sem margir kynnu að halda er trú á miklu undanhaldi í bandaríkjunum og fjöldi trúfrjálsra hefur stóraukist.

"The PEW Forum On Religion & Public Life" gerði könnunina úr gríðarstóru úrtaki, eða 35 þúsund manns og má skoða niðurstöðurnar hér. http://religions.pewforum.org/

Samkvæmt könnuninni standa 16.1% bandaríkjamanna utan trúfélaga í dag og er sú tala enn hærri meðal ungs fólks á aldrinum 18-29 ára eða heil 25% sem verða að teljast góðar fréttir.  Á meðal þeirra sem standa utan trúfélaga segja flestir að þeir trúi "svosem ekki á neitt sérstakt" og að trú sé þeim lítið eða ekki mikilvæg.  Þá skilgreina 4% þjóðarinnar eða um 12 milljónir manna sig sem "Atheist eða Agnostic", þ.e. "trúleysingja" eða efasemdarmenn.  Þó svo 4% hljómi ekki sem svo ýkja há tala er þetta þó töluverð aukning og miðað við fjölda fólks utan trúfélaga má búast við að fleiri þori að koma út úr skápnum hvað varðar trúleysi á næstu árum en hér er það ennþá töluvert tabú í samfélaginu, sem er þó að breytast hratt í rétta átt.

Aðrar áhugaverðar tölur gefa til kynna að heill fjórðungur bandaríkjamanna hefur sagt skilið við þá trú sem þeir ólust upp í sem börn og annað hvort skipt um trú eða standa nú utan trúfélaga.

Kaþólska kirkjan hefur tapað langflestum sálum á undanförnum árum þrátt fyrir að "nettó" fjöldi kaþólskra standi nokkurn veginn í stað sökum fjölda spænskumælandi innflytjenda.  Hátt í fjórðungur bandaríkjamanna teljast Kaþólskir en það sem er áhugavert er að Kaþólska kirkjan hefur misst 1/3 af þeim sem voru aldir upp í kaþólskri trú sem þýðir að heil 10% bandaríkjamanna eru "fyrrverandi kaþólikkar".  Þess má geta að í dag er nærri helmingur kaþólikka á aldrinum 18-29 ára af "Latino" uppruna sem þýðir að kaþólska kirkjan eru á mjög miklu undanhaldi meðal hvítra.

Að lokum er áhugavert að skoða tekjuskiptingu og menntunarstig eftir trúarhópum en það kemur lítið á óvart að þeir trúuðu eru að jafnaði með mun minni menntun og hafa lægri tekjur en þeir sem standa utan trúfélaga.

Þessi könnun sýnir svo ekki verður um villst að trúarhneigð bandaríkjamanna fer minnkandi eins og annarsstaðar í hinum vestræna heimi og þrátt fyrir að eiga langt í land með að komast á stall með norður evrópuríkjum þá gefur könnunin góð fyrirheit um að þeir séu á réttri leið!


The War on Christmas

The-Atheist-eStundum valda íslendingar mér miklum vonbrigðum.  Oft leyfi ég mér að hrista hausinn hér í barbaríinu í Ameríku og hugsa með mér að vel menntaðir og upplýstir íslendingar létu sér nú ekki detta svona vitleysu í hug.  En aftur og aftur er ég að komast að því að þessi innprentaða hugmynd mín um yfirburði íslensks samfélags og þjóðarsálar er ekkert nema tálsýnin ein.

Síst átti ég nú þó von á því að íslendingar færu að apa upp hysteríuna og ruglið úr áróðursmaskínu Kristinna-öfgahægrimanna, Fox "news" og Bill O´Reilly, um árásir trúleysingja á jólin!

Það hefur löngum tíðkast hér í Ameríku að mála trúleysingja (Atheists) sem stórhættulega og siðlausa glæpamenn, kommúnista, nasista og andfélagslega og and-Ameríska hryðjuverkamenn!  Sjálfur George Bush eldri sagði á meðan hann gengdi forsetaembættinu að hann teldi ekki að  trúleysingjar ættu að teljast bandarískir ríkisborgarar!  Í 13 fylkjum Bandaríkjanna mega trúleysingjar ekki bjóða sig fram til embætta og allir dómarar, lögmenn og kviðdómendur verða að sverja eið við biblíuna. 

Bill O´Reilly og hans kónar titla sig "Culture Warriors" og berjast með kjafti og klóm gegn því sem þeir kalla "The Secular Progressive Agenda" sem að hans áliti eru að tortíma "kristnu siðgæði" Bandaríkjanna með stöðugum árásum á JóLIN, sem og baráttu fyrir lögleiðingu fíkniefna, líknardrápum, óheftum fóstureyðingum og skelfilegast af öllu - hjónaböndum samkynhneigðra!

priestNú gerðist sá atburður á íslandi um daginn að í nýju frumvarpi menntamálaráðuneytisins voru gerðar breytingar á orðalagi grunnskólalaganna í þá veru að orðin "kristilegt siðgæði" voru fjarlægð og í stað þeirra talað um manngildi, sanngirni, mannréttindi og annað í þeim dúr.  Við þetta ætlaði allt um koll að keyra í þjóðfélaginu, biskupinn húðskammaði menntamálaráðherra og mætti svo í sjónvarpsviðtal hvar hann hvatti trúaða til að rísa uppá afturlappirnar og berjast með kjafti og klóm gegn hinum and-kristna og and-íslenska félagskap Siðmennt.  Já, nú skyldi gera atlögu að þessum bölvuðu og óforskömmuðu trúleysingjum sem allt eru að drepa með sínum svæsna yfirgangi!  Kristnir hafa svo sannarlega svarað kalli leiðtoga síns og hafa ráðist að trúfrjálsum með dylgjum og dónaskap í blöðum og á bloggsíðum.

nunÞessi litla breyting á orðalagi hefur orðið til þess að við trúleysingjar höfum verið sakaðir um að vilja láta leggja niður litlu-jólin í skólunum, sem og alla trúarbragðafræðslu og jafnvel eigum við að vilja láta leggja niður jólafrí og páskafrí.  Vitleysingar eins og Eyþór Arnalds og Jón Magnússon eru farnir að búa til "War on Christmas" á íslandi og kenna "fjölmenningarstefnunni" um enda er oft stutt á útlendingahatrinu hjá kristnum öfgahægrimönnum.  Ég vorkenni þeim börnum sem þurfa að alast upp við slíkt "kristið siðgæði".

atheist-ghost-busterÞað er svosem skiljanlegt að þjóðkirkjufólki standi ekki á sama lengur þar sem flóttinn úr kirkjunni hefur verið gríðarlegur á undanförnum árum og sóknarbörnum fækkað um fleiri þúsundir.  Þau sjá ekki nema eina von í stöðunni og það er að gera skurk í skólunum og veiða ungar og ómótaðar sálir með svokallaðri "vinaleið" sem er ekkert annað en ekki-svo-vel-dulbúið trúboð.  Trúboð á ekki heima í skólum.  Punktur.  Trúaðir foreldrar hljóta að geta heilaþvegið börnin sín heima hjá sér eða farið með þau í sunnudagaskóla á eigin kostnað. 

scarlet_AÞá geta allir haldið sín jól í friði, trúaðir jafnt og trúfrjálsir.  Persónulega held ég uppá sólstöðuhátíðina með því að mæta í fjölskylduboð og snæði góðan mat og drekk Egils malt og appelsín, gef og þygg gjafir og hlusta á fallega tónlist.  Eini munurinn á mínu jólahaldi og þeirra trúuðu er að ég mæti ekki í kirkju, hlusta ekki á útvarpsmessuna og gæti ekki staðið meira á sama um þykjustu-afmæli löngudauðs rabbía og flökku-sjónhverfingarmanns að nafni Yahushua ben Yosef.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband