Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Klanið eflist

snemma beygist krókurinnÞað eru ekki bara meðlimir Frjálslynda flokksins og Nýs afls sem hafa áhyggjur af innflytjendamálum þessa dagana.


CNN hefur nýverið fjallað um mikinn uppgang Ku Klux Klan hér í Bandaríkjunum að undanförnu.  Fjöldi meðlima í Klaninu fjölgaði um 63% á milli áranna 2000 til 2005.  Ennfremur hefur fjölgað um 33% í öðrum öfgasamtökum svo sem hjá Ný-Nasistum en þessi samtök eru farin að vinna saman í auknu mæli og nota nú netið til að breiða út hatursáróður sinn.

Það vekur athygli að í dag leggur Klanið mestu áhersluna á að útrýma innflytjendum frá Mexíkó og Rómönsku Ameríku.  Það þarf svosem ekki að koma á óvart enda eru flestir meðlimir KKK ómenntað og óupplýst "White Trash" sem þarf að keppa við Mexíkanana um að fá störf við að þrífa klósettin í Wal-Mart.

Hinn dæmigerði Klansmaður er atvinnulaus alkóhólisti sem býr í hjólhýsi einhversstaðar í Suðurríkjunum, hefur lent í jailinu oftar en einu sinni fyrir að berja konuna sína, les biblíuna og mætir í messu á hverjum Sunnudegi á gamla pallbílnum sínum.  Horfir svo á Fox-"News" og kýs Repúblikanaflokkinn (sem outsourcaði verksmiðju-djobbið hans til Mexíkó).

Og hver ætli sé svo staðalímynd hins Íslenska rasista?  Æ...það er sennilega best að sitja á sér með það... en hvort þeir eru staddir í Grímsnesinu eða Alabama eru þeir báðir ekkert annað en aumkunarvert "White Trash"!

 


Aumkunarverður hommatittur

Ætli það sé hægt að snúa gagnkynheigðu fólki til betri vegar?Á Íslandi mun nú vera staddur aumkunarverður amerískur hommi í boði samtaka trúfélaga og áhugamanna um "afhommun".  Þessi vesalings ógæfumaður, Alan Chambers, ku víst hafa "frelsast úr viðjum samkynhneigðar" og er nú forseti og "poster child" Exodus International, kristilegrar líknarstofnunar sem hjálpar kynvillingum að snúa baki við syndinni, taka upp "heilbrigðara líferni" og öðlast náð Krists!

Svo merkilegur er þessi Alan að honum var boðið í Hvíta Húsið af sjálfum George W. Bush til að vera viðstaddur blaðamannafundinn þar sem Bush fór fram á að sjálfri Stjórnarskrá Bandaríkjanna yrði breytt til þess að banna hjónabönd samkynhneigðra fyrir fullt og allt.  Þess má geta að viðaukarnir við Stjórnarskrá Bandaríkjanna kallast í daglegu máli "the Bill of Rights" svo það hefði nú verið frekar kaldhæðnislegt ef í hana hefði verið skráð mannréttindabrot.  En þrátt fyrir að nóg hafi verið af fíflum á Bandaríska þinginu á meðan Repúblikanarnir réðu þar lofum og ráðum þarf 3/4 meirihluta til að samþykkja breytingu á Stjórnarskránni.  Tillagan var auðvitað kolfelld enda átti enginn von á öðru.  Þetta var fyrst og fremst tilraun Bush til að friðþægja trúarofstækisliðið og öfgahægrimennina í flokknum sínum.  Þess má geta að báðir líklegustu forsetaframbjóðendur Repúblikana í ´08 kosningunum, þeir Rudy Giuliani og John McCain hafa lýst sig á móti því að bæta slíkri vitleysu í Stjórnarskrána. 

En aftur að afhommurunum í Exodus.  Hér í Bandaríkjunum reka þeir (undir nafni "Love in Action") meðal annars hörmulegar fangabúðir fyrir unglinga þar sem reynt er að heilaþvo og eyðileggja ungt fólk fyrir lífstíð.  New York Times birti árið 2005 sögu af 16 ára dreng sem hafði gert þau mistök að koma útúr skápnum.  Foreldrar hans sendu hann nauðugan í "meðferð" í "Jesus Camp".  Lesa má söguna um Zach með því að smella hér.

Það eru ekki allir svo heppnir að sleppa heilir úr þessum afhommunarbúðum þar sem fólki er kennt (á kristilegan hátt) að hata sjálft sig.  Þeir sem ekki ná að "frelsast úr viðjum samkynhneigðar" sinnar kjósa sumir að fremja sjálfsvíg fremur en að lifa í sátt við sjálfan sig.  Ungu og óhörnuðu fólki (sem fjölskyldan hefur í mörgum tilfellum snúið baki við) er beinlínis sagt að það sé betra að það iðrist, deyji og komist til himna, heldur en að lifa áfram í syndinni og enda í helvíti.
Þetta gerist ekki bara í Bandaríkjunum.  Líka á Íslandi!  Stutt er síðan ungur íslenskur hommi (Örn Washington) framdi sjálfsvíg eftir að hafa lent í hrömmunum á frægum íslenskum ofsatrúarsöfnuði.  Að kalla það sjálfsvíg finnst mér reyndar vera vafamál.  Kannski væri réttara að kalla það morð.  En ljóst er að enginn verður sóttur til saka fyrir þann verknað.

Fólki finnst ljótt að heyra um hvað viðgekkst í Byrginu...en það eru sannarlega fleiri ógæfumenn með óeðlilegar kenndir starfandi innan hinna ýmsustu kristilegu samtaka á Íslandi í dag.  Það er merkilegt hvað þessu liði finnst gaman að upphefja sjálft sig með helgislepjunni og fordæma fólk í nafni Jesú Krists fyrir það eitt að vera til og elska.

Ég vil að lokum hvetja lesendur til að hlusta á þetta áhugaverða útvarpsviðtal við áðurnefndan Alan Chambers.  Viðtalið tók Terry Gross, þáttastjórnandi "Fresh Air" á National Public Radio sem ég hef áður fjallað um á þessu bloggi.

Jafnframt hvet ég fólk til að horfa á þessa hlægilegu/sorglegu frétt CNN um "Ex-Gay Therapista".

 


Vesalings Kaþólikkarnir

Eru samir við sig.   Góðir saman - KKK og Kaþólikkar
mbl.is Kaþólikkar hóta að loka ættleiðingaþjónustum vegna laga um samkynhneigða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.