Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Jesus Camp í Reykjavík?

Í gær fór fram svokölluð "Bænaganga" þar sem harðvítugustu ésú-skopparar landsins komu saman og gengu fylgtu liði niður að Alþingishúsi þar sem kröfur þeirra um aukna Kristinfræðikennslu í grunnskólum landsins voru básúnaðar.  Sumir þátttakendur ógöngunnar héldu því fram að gangan væri eins konar andsvar kristinna við Gay Pride göngunni og fékk gangan því hið óformlega vinnuheiti Pray Pride. LoL

Það sem vakti sérstaka athygli margra varðandi þessa samkomu var það að forsprakki hennar og aðal-skipuleggjandi er dæmdur morðingi, sem árið 2002 barði mann til bana á hrottafenginn hátt fyrir framan skemmtistað sem var fjölsóttur af samkynhneigðum (tilviljun?).  Eftir einungis 3ja ára dóm er maðurinn nú "frelsaður" þó svo iðrunin skíni nú ekki beint útúr skælbrosandi fésinu á honum þegar hann kemur svo fram á Omega TV og kallar samkynhneigða "sora". (sjá þessa færslu)   Engin furða að Jóni Val Jenssyni hafi þótt gaman í göngunni, enda segir einhversstaðar: af félagsskapnum skulið þér þekkja þá. 

Þegar ég sá þessa mynd frá samkomunni á Austurvelli, rann mér satt að segja kallt vatn milli skinns og hörunds og mér varð óglatt.  Börn í hermanna-göllum veifandi fánum...er það bara ég...eða minnir þetta einhvern á söfnuðinn í Norður-Dakóta úr heimildarmyndinni Jesus Camp? 

Jesus Camp Reykjavik

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P.S.  Rakst á þessa frábæru mynd af morðingjanum og Geir Jóni lögreglustjóra trúbróður hans "í trylltum dansi"! 


Skandall skekur Oral Roberts "University"

ORU TulsaÍ gamla heimabæ mínum, Tulsa í Oklahoma, er starfræktur einn stærsti og virtasti kristilegi "háskólinn" í Bandaríkjunum.  Hann var stofnaður af sjónvarps-predikaranum Oral Roberts árið 1962 og er fyrirmynd skólans hans Jerry Falwell sáluga, Regent "University". 

oralrobertsORU kampusinn er satt að segja einn sá flottasti sem ég hef nokkurntíma séð.  Skólinn situr á 275 ekrum lands í suðurhluta Tulsa og byggingarnar eru allar glæsilegar og gullhúðaðar.  Á níunda áratugnum fékk Roberts "köllun frá Guði" um að byggja nýja byggingu sem átti að hýsa læknaskóla.  Hann lokaði sig inni og hótaði því að Guð myndi drepa sig ef honum tækist ekki að safna $8 milljónum til verkefnisins.  Það tókst og byggðu þeir 300 metra háan turn sem í dag er eitt helsta kennileiti Tulsa borgar...en er að vísu bara notað sem skrifstofuhúsnæði.  Tæplega 6000 nemendur stunda nú nám við skólann og hagnaður skólans á árinu 2005 var $76 milljónir.

oral_robertsÞess má til gamans geta að skólinn hefur m.a. útskrifað sjálfan Ted Haggard sem allir muna vonandi eftir, sem og Michele Bachman (snælduvitlausan þingmann repúblikana hér í kjördæmi mínu í Minnesota Sick)...og í Simpsons þáttunum kom fram að Ned Flanders átti að hafa útskrifast úr ORU! Tounge

Nema hvað...nú er kominn upp svaka spillingar skandall hjá ORU...surprise, surprise.

Í fyrsta lagi nýttu stjórnedur skólans áhrif sín og fjármagn til að styðja "sinn mann" í borgarstjóra-kosningum Tulsa borgar í fyrra og létu nemendur taka þátt í sjálfboðavinnu fyrir hann.  Þetta er auðvitað kolólöglegt þar sem skólinn er skattalega skráður sem "non-profit organization".

En það sem er kannski meira juicy er bruðl Roberts fjölskyldunnar úr sjóðum skólans og grunsamleg tengls Lindsay Roberts, eiginkonu forseta skólans (og kölluð "first lady" á kampusnum) við unga karlkyns nemendur skólans, sem eru undir lögaldri! (man einhver eftir Mark Foley?)

oru-praying-handsLindsay mun hafa sent hundruð SMS skilaboða til "underage males who had been provided phones at university expense" sem voru send á milli klukkan 1 og 3 á næturnar!  Símreikningar Lindsays og ungu nemendanna mun hafa numið $800 á mánuði.  Lindsay mun líka hafa rekið húsvörð sem starfað hafði lengi við skólann til að geta gefið einum af sínum ungu vinum starfið.

Þá mun Lindsay hafa verslað sér föt í tískuvöruverslun í Beverly Hills fyrir $39,000 á reikning skólans og mun hafa sagt "As long as I wear it once on TV, we can charge it off".  Einnig sendi Lindsey dætur sínar í útskriftarferð til Orlando og Bahama á einkaþotu skólans og skrifað það sem "evangelistic function of the president".  Þá voru starfsmenn skólans oft kallaðir á heimili Roberts hjónana til að "sinna heimanámi" dætra þeirra og skólinn rekur hesthús með hrossum til einkanota fyrir dæturnar.

Auk þessa mun heimili Roberts hjónanna hafa verið endur-innréttað 11 sinnum á síðustu 14 árum á kostnað skólans og frúin ekur um á Lexus jeppa og Mercedes Bens blæjubíl sem kostaðir eru af gjafafé "ministry donors".

Svona fer Jesús með fólk í biblíu-beltinu.  Hvenær ætli ruglukollunum og féfletturunum á Omega TV detti í hug að stofna háskóla?

Að lokum er hér ágætt myndband sem sýnir skólann og kampusinn í allri sinni dýrð.


Síðasta kvöldmáltíðin og kaldhæðni örlaganna

Frjálsir vesturlandabúar eiga réttilega erfitt með að skilja viðkvæmni múslima sem ærast ef birt er skopmynd af Múhammeð spámanni og sem hóta fólki dauða og limlestingum fyrir athæfið.  Við þykjumst nefnilega búa í þjóðfélagi sem virðir málfrelsi ofar flestu og við sættum okkur ekki skoðanakúgun og hótanir öfgatrúarafla.  Eða hvað?

Það eru nefnlilega fleiri viðkvæmir en múslimar.  Margir þeir hinir sömu og harðast gagnrýndu viðbrögð múslíma við spámanns-teikningunum og birtu jafnvel myndir á sínum eigin vefsíðum, urðu svo sjálfir alveg bit þegar þeir sáu auglýsingu Símans um daginn sem líkti eftir mynd eðal-hommans Leonardo Da Vinci af Síðustu kvöldmáltíðinni. Það er semsagt allt í lagi að móðga múslíma, en á sama tíma er það forkastanalegt guðlast að gantast með kristna spámanninn Jesús.  Á ekki eitt yfir alla að ganga?

Skurðgoðadýrkun kristinna manna á kvöldmáltíðarmynd Leonardo er svo athyglisvert fyrirbæri útaf fyrir sig.  Sumir ganga svo langt að kalla skopstælingar á myndinni "hatursfullar og andstyggilegar" og segja þær persónulegar árásir á trú sína.  Þeim ferst að tala! 

Þessi mynd stuðaði marga í San Fransisco (og víðar) um daginn og varð til þess að kristin öfgasamtök bannfærðu Miller bjórframleiðandann sem var styrktaraðili að þessari samkomu og hvatti alla kristna menn til að sniðganga vörur Miller (nú drekka þeir kristnu bara Budweiser). Halo

Folsom-big

Þessi er kannski ekki eins stuðandi...eða hvað?

star-wars-last-supper


The Michelangelo Code

Michelangelos_DavidAð gefnu tilefni langar mig að benda áhugasömum kaþólskum guðfræðingum og skápasmiðum á Skagaströnd á þetta skemmtilega myndband. 


Áfangasigur í Iowa

lambda-legalBann við hjónaböndum samkynhneigðra brýtur gegn stjórnarskrá Iowa og var dæmt ógilt í gær af dómara í Polk sýslu eftir nokkurra ára málaferli.  Fáeinum klukkustundum síðar fylltust sýsluskrifstofur í Des Moines af umsækjendum um giftingaleyfi og nokkur lánsöm pör náðu að ganga í það heilaga áður en ríkissaksóknara tókst að fá lögbann á frekari giftingar eftir að hafa áfrýjað málinu til hæstaréttar.

Iowa newlywedsSéra Mark Stringer prestur Unitarian kirkjunnar pússaði saman í morgun þá Sean Fritz og Tim McQuillan, nemendur við Iowa State University áður en lögbannið tók gildi og eru þeir nú löglega og hamingjusamlega giftir eins og myndirnar sýna.

Just married

 

 

 

 

 

Þetta er fyrsti sigurinn sem vinnst í miðvesturríkjunum gegn þessum svokölluðu DOMA lögum (Defense of Marriage Act) en ljóst er að baráttan er rétt að byrja og réttlætið mun sigra að lokum.  Það fer vel á því að State-mottó nágranna minna suður í Iowa er "Our Liberties We Prize And Our Rights We Will Maintain."

Iowa state flag


Jón Valur er samur við sig

Ég gat ekki annað en brosað út í annað í morgun þegar ég sá stórkallalega fyrirsögn nýjasta bloggs Jóns Vals Jenssonar: "Róbert Björnsson bullar um það sem hann þekkir ekki"  - Jóni hefur greinilega svelgst illilega á þegar hann sá síðustu færslu mína og hefur séð ástæðu til að fara í heiftarlega en bitlausa vörn þar sem hann reynir, með sínum hefðbundna vandlætingartón, að umsnúa og gera lítið úr rannsóknarniðurstöðum sagnfræðiprófessorsins Allan Tulchin.  Það vantar ekki hrokann í Jón Val þar sem hann þykist þekkja betur til viðhorfa miðaldasamfélagsins (sem hann reyndar kannski tilheyrir sjálfur?) sem og þeirra sambanda sem fyrrnefndur prófessor fjallar um í rannsóknarritgerð sinni sem gefin er út í virtu fræðiriti (Journal of Modern History).

Ennfremur reynir Jón að saka mig um að hafa gert meira úr heimildunum en efni stóðu til í færslu minni (sem var nánast bein þýðing uppúr greininni) og jafnvel að ég hafi spinnað ofan á fréttina!  Er maðurinn lesblindur eða las hann ekki sömu grein og ég?

Fyrirsögn greinarinnar sem ég vitnaði í er "Gay Civil Unions Sanctioned in Medieval Europe" og inngangsorð greinarinnar eru svohljóðandi:

"Civil unions between male couples existed around 600 years ago in medieval Europe, a historian now says.   Historical evidence, including legal documents and gravesites, can be interpreted as supporting the prevalence of homosexual relationships hundreds of years ago, said Allan Tulchin of Shippensburg University in Pennsylvania.  If accurate, the results indicate socially sanctioned same-sex unions are nothing new, nor were they taboo in the past."

Þessi grein birtist svo í óbreyttri mynd á ekki ómerkari fréttaveitum en MSNBC, MSN, Yahoo! og AOL.

Það er annars alltaf svolítið gaman af bullinu í honum Jóni Val og bloggið væri fátækara ef ekki væri fyrir svona sérstaka karaktera sem auðga litrófið.  Ekki síðri eru hinir jólasveinarnir í "moggablogg-kirkjunni" sem nú hafa sameinast um að biðja fyrir mér! Joyful


Staðfest samvist samkynhneigðra tíðkaðist á miðöldum í Frakklandi

Sagnfræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu að staðfestar samvistir (civil unions) samkynhneigðra eru ekki eins nýjar af nálinni eins og margir hafa haldið til þessa.  Samkvæmt þessari frétt sem birtist á LiveScience vefnum í gær, birtir Allan Tulchin sagnfræðiprófessor við Shippensburg University í Pennsylvaníu, rannsóknir sínar þess efnis í september-hefti The Journal of Modern History.

Sagnfræðileg gögn, svo sem löggildir pappírar, erfðaskrár og grafreitir benda til þess að lögskráðar samvistir tveggja karla hafi verið nokkuð algengar í Frakklandi fyrir um 600 árum.  Til dæmis fundust heimildir um svokölluð "affrèrement" (sem gæti verið þýtt sem bræðralag) þar sem "bræðurnir" (sem voru þó oft ekki raunverulegir bræður, heldur einhleypir og óskyldir karlar) gerðu með sér samning um að búa saman "un pain, un vin, et une bourse" þýð. "eitt brauð, eitt vín, ein peningabudda".  Líkt og hjónabönd, urðu þessir samningar að vera gerðir í vitna viðurvist hjá opinberum stjórnsýslumanni.  Ekki er minnst á samskonar samninga milli tveggja kvenna.

Það er fróðlegt að sjá að samfélagið var etv. á sumum sviðum framsæknara en sögur fara af á hinum myrku tímum miðaldanna í Evrópu.  Það er fyrst núna á tímum "upplýsingar og umburðarlyndis" sem sagnfræðingar hætta sér til að birta heimildir um þetta sambúðarform, sem á síðustu öldum hefur verið gert tabú og þaggað niður, kannski aðallega af kirkjunnar mönnum. 


Skilaboð til Jóns Vals og félaga

Vinsamlegast horfið á þetta myndband.   Og konur, til hamingju með daginn! Heart


Frjálslyndir: Kristilegur Repúblikanaflokkur?

Kristilegir RepúblikanarÍ Silfri Egils í dag var Jón Magnússon, sem skipar fyrsta sæti F-listans í Reykjavík, spurður að því hvort "Frjálslyndi" flokkurinn væri að breytast í "kristilegan Repúblikanaflokk".  Svar Jóns Magnússonar var "Ja, ég væri útaf fyrir sig ánægður með það en ég held ég ráði því ekki einn."

Þar höfum við það.

Nýjasta afrek F-listans á Alþingi var að bregða fæti fyrir stofnfrumu-frumvarpið og fyrir það hlutu þeir lof og stuðning "lífsverndarsinnans" Jóns Vals Jenssonar.  

Annars er það ennþá helsta baráttumál F-listans að reyna að vekja upp ótta og hatur á útlendingum og herða innflytjendalöggjöfina.  Ísland fyrir Íslendinga.  Ein Reich, Ein Volk, Ein Führer!

Er "frjálslyndi" réttnefni yfir öfgahægrisinnaðan þjóðernisflokk?  Eru þeir "liberals"?  

Í síðustu skoðanakönnun var fylgi F-listans hrunið niður í 4,4% og samkvæmt því ná þeir ekki inn manni.  En í dag boðaði Jón Magnússon að kosningabaráttan færi nú á fullt skrið og hann þóttist þess fullviss að hann eigi öruggt þingsæti.  Það verður fróðlegt að sjá hvernig fer. 

Bush-kkk


Er Selfosskirkja kaþólsk?

Þýska gæðablóðið Benedikt XVIÞessari spurningu velti ég ekki upp sökum þess óvenjulega siðar sem tíðkast hefur í Selfosskirkju undanfarin ár, að halda altarisgöngu með tilheyrandi synda-aflausn í lok hverrar einustu messu.  Það kemur mér trúleysingjanum og efnishyggjumanninum svosem ekkert við, enda nokkuð síðan ég náði andlegum þroska og sagði skilið við kirkjuna.

Nei, ástæða spuringarinnar er sú að heimasíða Selfosskirkju er vistuð sem undirsíða á léni Kaþólska kirkjunetsins, www.kirkju.net.  Þar á bæ, rita öfgafullir kaþólikkar ýmiskonar pólitískan og menningarlegan áróður.  Í nafni trúar sinnar fordæma þeir fóstureyðingar og samkynhneigð og líkja vinstri-sinnuðu fólki sem og baráttufólki fyrir mannréttindum við nasista! (þeir ættu að líta sér nær)

Pseudo-scientistinn Jón Valur Jensson hefur þarna verið hvað duglegastur við að boða sín fagnaðar-erindi í formi meiðandi ummæla og lyga um samkynhneigða.  Oftar en ekki vitnar hann í erlendar "rannsóknir" máli sínu til stuðnings og snýr allskonar tölfræði á haus, en taki fólk tíma til að skoða heimildir hans kemur dellan í "fræðunum" fljótt í ljós. 

Nú þykist ég vita að skoðanir þær sem birtast á www.kirkju.net endurspegla ekki skoðanir flestra sóknarbarna Selfosskirkju né þess ágæta fólks sem starfar innan Selfosskirkju.  Þess vegna þætti mér við hæfi að A) það kæmi skýrt fram á vefsíðu Selfosskirkju að engin tengls séu á milli Selfosskirkju og aðstandenda Kaþólska kirkjunetsins, eða B) að vef Selfosskirkju yrði komið fyrir á öðru léni.  Eða hvað finnst ykkur?

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.