Fćrsluflokkur: Tónlist

Little Talks í flutningi Svansins (myndband)

Lúđrasveitin Svanur tók slagarann "Little Talks" eftir "Of Monsters and Men" á ferđ sinni til Ţýskalands í sumar. Gjöriđ ţiđ svo vel. Smile

 


Lúđrasveitin Svanur á Bad Orb Blasmusik-Festival 2012 (myndband)

Um síđustu helgi fór fram svađalegt lúđrasveita-festival í bćnum Bad-Orb, nálćgt Frankfurt í Ţýskalandi.  Ţangađ voru mćttir félagar mínir í Lúđrasveitinni Svaninum og voru ţau ađ sjálfsögđu landi og ţjóđ til sóma. Smile  Ţar sem franska horniđ mitt var fjarri góđu gamni mćtti ég ţess í stađ vopnađur myndavél og tók upp fjöriđ sem hér gefur ađ líta (ca. 50 mín). 


Marsa-tónleikar Svansins og LV í Ráđhúsi Reykjavíkur

Ég lét nýlega gamlan draum rćtast og byrjađi ađ blása aftur í franska horniđ eftir nokkurra ára hiatus.  Ég hef ćft međ Lúđrasveitinni Svaninum í haust og nú er komiđ ađ fyrstu tónleikunum.

Fyrir hönd Svansins leyfi ég mér ađ vekja athygli á marsa-tónleikum í Ráđhúsi Reykjavíkur annađ kvöld (miđvikudag) kl. 20.  Lofa heilmiklu trukki, en auk Svansins spilar Lúđrasveit Verkalýđsins.  Ţema kvöldsins verđa franskir her-marsar frá Napóleon-tímabilinu en auk ţess hljómar John-Phillip Sousa, Páll Pamplicher Pálsson og loks verđur frumflutt nýtt íslenskt verk fyrir tvćr lúđrasveitir eftir Ţórunni Guđmundsdóttur.

Swan-ad


Svanurinn í Hörpunni (myndband)

Ţađ var dásamleg upplifun ađ koma í Hörpuna og njóta frábćrra tónleika Lúđrasveitarinnar Svansins, sem fagnađi 80 ára stafsafmćli sínu á síđasta ári.

Hljómurinn í Hörpunni er hreint stórkostlegur og hreinir lúđratónarnir umluku mann á alla vegu, ólíkt nokkru sem mađur hefur upplifađ á Íslandi fyrr og ţađ mátti litlu muna ađ mađur fengi gćsahúđ.  Ţetta hús, ţótt dýrt sé, á eftir ađ reynast Íslenskri menningu gríđarleg lyftistöng og komandi kynslóđum dýrmćt gersemi.

Ţađ gladdi mitt gamla lúđrasveitarhjarta ađ sjá svo marga áhorfendur en ég leyfi mér ađ fullyrđa ađ sjaldan eđa aldrei hafi fleiri mćtt á lúđrasveitartónleika á Íslandi.  Eldborgin var nánast fullsetin!

Og Svanurinn sveik ekki áhorfendur!  Undir stjórn Brjáns Ingasonar hefur sveitin vaxiđ og tekiđ ótrúlegum framförum.  Mikil endurnýjun hefur átt sér stađ í sveitinni á undanförnum misserum og fjöldi ungra og stórefnilegra listamanna gera Svaninn ađ alvöru hljómsveit og svo miklu meiru en viđ höfum getađ búist viđ af hefđbundinni lúđrasveit, hingađ til.  Ţessi sveit gerir sko fleira en ađ spila "Öxar viđ ána!" Wink

Hápunktur tónleikanna var án efa saxófón-konsertinn Rćtur eftir Veigar Margeirsson sem saminn var sérstaklega fyrir saxófón-snillinginn Sigurđ Flosason.  Flutningur Sigurđar var hreint magnađur!

Ég gat ađ lokum ekki stillt mig um ađ lauma upp símanum og taka upp lokalagiđ sem var Star Wars syrpa eftir maestro John Williams.  Ţađ er auđvitađ ekki hćgt ađ búast viđ of miklum hljóđ-og myndgćđum og ţiđ afsakiđ vonandi hristinginn... en nokkurnvegin svona hljómar alvöru lúđrasveit! Smile


Sinfónían er hljómsveitin mín

Ég fór á dásamlega tónleika í gćrkveldi.  Sinfóníuhljómsveit Íslands, ţjóđargersemi okkar, lék kvikmyndatónlist eftir John Williams.  Ţetta voru aukatónleikar og trođfullur salur unnanda góđrar tónlistar og klassískra bíómynda.

Hljómsveitin skilađi sínu af miklum sóma og hef ég ţó góđan samanburđ, ţví ég gerđi mér tvívegis far til Chicago til ţess ađ hlusta á sama prógramm flutt af Chicago Symphony Orchestra undir stjórn sjálfs meistarans og höfundarins John Williams.  S.Í. gaf ţeim í Chicago lítiđ eftir og ţađ vakti mikla lukku ţegar sjálfur Darth Vader mćtti í fullum herklćđum á sviđiđ og stjórnađi the Imperial March. Smile   Sjá myndband af atvikinu á bloggsíđu Halldórs Sigurđssonar!

french-horn-is-2.jpgSigrún Eđvaldsdóttir fiđlusnillingur fór á kostum í stefi Schindler´s List og brass-deildin fór mikinn allt kvöldiđ...ţađ ţarf sko sterkar varir í ţetta.  Stefán Bernharđsson, sem ég man eftir sem polla á lúđrasveitarmótum í gamla daga, er greinilega orđinn fullskapađur "virtuoso" hornleikari og ég viđurkenni ađ ég dauđ-öfundađi hann af djobbinu í gćrkvöldi og sé eftir ađ hafa misst af sóló-tónleikum hans um daginn.

John Williams er raunar töluverđur áhrifavaldur í mínu lífi enda var ţađ tónlist hans ađ ţakka ađ ég fékk áhuga á klassískri tónlist sem barn og ákvađ ađ lćra á hiđ göfuga hljóđfćri franska horniđ og reyndi ađ klóra mig í gegnum horn-konserta Mozarts í gamla daga međ misjöfnum árangri.  Ţađ sem ég sé mest eftir í lífinu, hingađ til, er ađ hafa lagt horniđ á hilluna...en hver veit nema mađur dusti rykiđ af ţví einn daginn og gerist brúklegur í lúđrasveitina á nýjan leik.

Rodeo og 7 sekúndur af frćgđ

bullVar ađ Channel-surfa áđan og rak upp stór augu ţegar ég sá Cody skólabróđur minn frá Oklahoma í Cowboy-dressinu sínu fara upp á 700 kílóa grátt og tryllt naut sem bar nafniđ "Bones".  Eftir ađ hliđiđ opnađist var augljóst ađ Bones var ekki alveg ađ fíla ţessa miklu nálćgđ viđ Cody og eftir um sjö sekúndna dans kastađist Cody af baki og mátti ţakka fyrir ađ sleppa ómeiddur eftir ađ Bones ákvađ ađ sambandinu vćri ekki alveg lokiđ fyrr en eftir ađ hafa trađkađ ađeins á Cody.

Ţessar sjö sekúndur skiluđu Cody ţó einhverjum punktum í stigakeppninni og hann virtist alsćll.  Ţađ var skrítiđ ađ sjá hann allt í einu á sjónvarpsskjánum en ánćgjulegt ađ vita til ţess ađ hann hefur haldiđ ţessari ástríđu sinni áfram.  Cody ţessi er mjög sérstakur karakter...alveg "the real deal" í Wrangler-galla frá toppi til táar, í stígvélum úr skröltormaskinni, 20-gallona hvítan kúrekahatt og silfrađa beltis-sylgju á stćrđ viđ hjólkopp!

kúrekarCody er frá Reno í Nevada og ţrátt fyrir ađ vera frekar fámáll talađi hann um ađ ganga í flugherinn eftir skólann en hugur hans allur var ţó viđ "country western lífsstílinn" og draumurinn ađ eignast búgarđ í Wyoming.  Ţađ ríkti svolítill rígur og samkeppni međal okkar í skólanum á sínum tíma og honum ţótti vođalega leiđinlegt ađ vera ekki hćstur í bekknum.  Ţó svo skólinn byrjađi ekki fyrr en 7:30 var hann alltaf mćttur á undan öllum öđrum á morgnana...oftast var ég mćttur í skólann klukkan 6:50 og ţá var hann sá eini sem var mćttur á undan mér...á sínum rauđa Ford F-150 pickup.  Um leiđ og hann sá mig leggja Lincolninum á hinum enda bílastćđisins rauk hann út úr bílnum, hrćkti út úr sér munntóbaks-slummunni og hékk fyrir framan skólastofuna međ kaffibrúsa frá QuikTrip-bensínstöđinni á horninu.  

Ţar sem ég nennti ekki ađ spjalla viđ Cody á hverjum morgni sat ég yfirleitt áfram í bílnum og fékk mér kríu yfir morgunútvarpi KBEZ ţangađ til Mexíkana-gengiđ mćtti međ látum og vakti mig korter yfir sjö...ţá var tími til ađ labba út á brautarenda 36L á KTUL og fylgjast međ F-16 ţotunum frá 138th FW setja á afturbrennarana.  Hvílíkur hávađi.

Er ekki viđ hćfi ađ enda ţetta á Garth Brooks og raunarvísum hans um lífiđ í Ródeóinu?


Eyrnakonfekt: Franska Horniđ

Vienna Horns: 9 bestu hornleikarar Austurríkis leika ţekkt stef

Horns of Berlin & Vienna Philharmonics: strengjakvartett eftir Haydn ("the Joke") ađlagađ fyrir 8 horn.

Dale Clevenger, fremsti hornleikari heims ásamt Chicago Symphony Orchestra, međ horn-sóló úr 5. simfóníu Mahlers

Horn konsert Mozarts no. 3 - annar ţáttur (Larghetto)

Ađ lokum smá horn-húmor frá meistara Ifor James


Prince segir Guđ hata homma

prince9rp.jpgHver man ekki eftir popparanum glysgjarna Prince...sem einu sinni kallađi sig "The Artist formerly known as Prince" og svo varđ hann aftur bara Prince.  Eitthvađ virđist hann ennţá vera ruglađur í ríminu eftir ţessar nafnabreytingar og sennilega í einhverri tilvistarkreppu grey karlinn.

Prince er sennilega einn af frćgari tónlistarmönnum Minnesota (ásamt Bob Dylan) og hann hefur búiđ í Minneapolis alla sína hunds og kattartíđ og trođiđ upp á First Avenue (Purple Rain) og í Uptown viđ og viđ.  Prince flutti ţó til Los Angeles í fyrra á fimmtugsafmćlinu sínu, ađ eigin sögn til ţess ađ geta betur "rćktađ trúnna".

Aumingja Prince lenti í klónum á költi Votta Jehóva fyrir nokkrum árum og tekur meira ađ segja ţátt í ađ ganga hús í hús til ţess ađ bođa "fagnađarerindiđ" og dreifa "Varđturninum", áróđurspésa Vottanna. 

Einhverra hluta vegna gat ég ekki annađ en skellt uppúr ţegar ég las viđtal viđ Prince í The New Yorker ţar sem hann er međal annars spurđur um pólitík...en trúin bannar honum ađ kjósa.  Hann sagđist m.a. vera algerlega á móti hjónaböndum samkynhneigđra, benti á biblíuna og sagđi “God came to earth and saw people sticking it wherever and doing it with whatever, and he just cleared it all out. He was, like, ‘Enough.’ ” og átti ţar vćntanlega viđ Sódómu og Gamorru.  Mjög djúpt hjá listamanninum knáa og kvenlega...og svolítiđ tragíkómískt.  Joyful  Viđ óskum honum ađ sjálfsögđu góđs bata.


Fyrir John Williams ađdáendur


Canadian Idiot

Weird Al gerir léttúđlegt grín ađ nágrönnum mínum í norđri...paródía af American Idiot lagi Green Day.  Nota Bene myndbandiđ er ekki frá sjálfum meistara Al augljóslega...en fyndiđ engu ađ síđur.


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.