Færsluflokkur: Tónlist

Japanskar menntaskólastelpur

Eftir að hafa asnast til að horfa á brot úr evróvisjón viðbjóðinum sem var á RÚV áðan varð ég að hreinsa eyrun og hlusta á smá alvöru big band jazz/swing tónlist frá fjórða og fimmta áratug síðustu aldar.  Ég fór að grafa upp Count Basie, Duke Ellington, Glenn Miller og aðra snillinga og rakst þá fyrir slysni á þessar merkilega snjöllu stelpur í The Big Friendly Jazz Orchestra en það er nafnið á skóla-jazz-bandinu við Takasago High School í Japan.  Það er svolítið fyndið að horfa á þetta en by golly þær eru ótrúlega tæknilega flinkar miðað við aldur...að vísu svolítið mekanískar...en endilega tékkið á þessu!

 


Hátíðartónleikar í Chicago

Chicago skylineNú eru réttar tvær vikur í kalkúnadaginn mikla (thanksgiving) og ætlunin er að halda uppá herlegheitin í Chicago þetta árið. 

Ástæðan fyrir þessu flakki til "the Windy City" er sú að sjálft átrúnaðargoðið mitt, maestro John Williams sjálfur, mætir með tónsprotann og ætlar að stjórna Chicago Symphony Orchestra á sérstökum hátíðartónleikum.  Ég komst á samskonar tónleika árið 2003 og gat ekki látið tækifærið frá mér renna um að endurupplifa þann viðburð.  Það er heldur ekki víst að manni gefist annað tækifæri, því þrátt fyrir að vera enn í fullu fjöri er karlinn nú kominn hátt á áttræðisaldur og samt er hann þessa dagana einmitt að semja tónlistina við nýju Indiana Jones myndina sem kemur út í vor.

Chicago Symphony HallPrógrammið er sem hér segir:

Williams -   Fanfare for a Festive Occasion
Williams -   Tributes! (for Seiji Ozawa)
Williams -   The Five Sacred Trees (Bassoon Concerto)
Williams -   Four Pieces from American Journey (written for the 2002 Winter Olympics)
Williams -   Balloon Sequence and Devil's Dance from The Witches of Eastwick
Williams -   Sayuri’s Theme from Memoirs of a Geisha
Williams -   Adventures on Earth from E.T. (The Extra-Terrestrial)

 

En það er fleira á dagskránni en tónleikarnir.  Góðvinur minn sem ætlar með mér er mikill áhugamaður um arkitektúr og þess vegna ætlum við að koma við á fyrrum heimili og vinnustofu hins heimsþekkta arkitekts Franks Lloyd Wright og skoða nokkrar byggingar eftir hann sem standa á Chicago svæðinu.  Þá ætlum við sömuleiðis að koma við í Museum of Science and Industry en þar er í gangi sýning sem heitir "Star Wars: Where Science Meets Imagination" W00t

Það má fynna margar perlurnar á youtube og hérna er gamall BBC þáttur frá árinu 1980 sem fjallar um John Williams þar sem er m.a. fylgst með honum semja tónlistina við The Empire Strikes Back.  Því miður eru þeir búnir að taka út embed kóðann sem fylgir þessum klippum þannig að ég get ekki sýnt þetta hér á síðunni og verð bara að linka á þá:  Þátturinn er í sex hlutum, hér er fyrstiannar, þriðji, fjórði, fimmti og sjötti hluti.


Weird Al Yankovic

Fer bara batnandi með árunum. Grin   Ég steig á vigtina áðan og varð barasta minntur á þetta frábæra myndband! 

Svo getur verið snúið að vera "white & nerdy" Joyful


Útvarpsviðtal aldarinnar!

Ég hlustaði á þetta viðtal við grey strákana í Sigurrós um daginn á National Public Radio og það var satt best að segja frekar sársaukafullt! LoL  Eins ágætir tónlistarmenn og þeir nú eru þá ættu þeir að hafa vit á að mæta ekki í viðtöl svona gjörsamlega mállausir og lúðalegir.

Þáttarstjórnendunum þóttu viðtalið svo einstaklega skelfilegt að nú er komin mynbandsupptaka af því á youtube, gjörið þið svo vel.

En þeim er ekki alls varnað blessuðum þrátt fyrir ófágaða framkomu í viðtölum...þeir vinna það upp á öðrum sviðum.  Þetta lag/myndband þeirra er allavega tær snilld. Smile


Hornið kallar

Þá er maður mættur aftur til Minnesota eftir ágæta mánaðardvöl á Klakanum og framundan er síðasta (vonandi) önnin við St. Cloud State.  Þessi mánuður leið að mörgu leiti alltof fljótt og ég náði ekki að hitta alla sem ég var búinn að lofa að heimsækja...maður fær vonandi bara raincheck Smile  Ég var heldur ekki duglegur að blogga þarna uppfrá, enda hundleiðinlegt að skrifa á gamla IBM StinkPad lappann og ágætt að taka sér smá tölvufrí.

Á leiðinni út dró ég upp Ipoddinn minn sem ég nota annars mjög sjaldan og datt óvart inní hvílíka átjándu aldar Salzborgar horn konserta sem ég hafði víst hlaðið inn fyrir löngu síðan.  Ég hef svo ekki getað hætt að hlusta á þetta síðan og ákvað að hlaða upp nokkrum vel völdum konsertum hér í tónlistarspilarann til hliðar svo þið getið notið þeirra með mér. Wink

HornÞað eru liðin nokkur ár síðan ég lagði hornið mitt á hilluna en mikið óskaplega saknar maður þessa göfuga hljóðfæris stundum og vonandi gefst manni einhverntíma tækifæri til að endurnýja kynnin við það í framtíðinni.  Hornið er eitt erfiðasta hljóðfærið til að ná góðum tökum á, sem til er og ég ber ætíð mikla virðingu fyrir því og hef unun af því að hlusta á færa hornleikara.  Hornið er í daglegu tali oft kallað "Franskt horn" þó svo hornið sem við þekkjum í dag sé upprunið í Þýskalandi, þar sem það er kallað Valdhorn (skógarhorn).  Ætli það hafi ekki þá einhverjir kallað þetta "Freedom Horn" hérna í Ameríkunni! Joyful

Konsertarnir sem ég hlóð hér inn eru allir í svipuðum stíl enda allir skrifaðir í Austurríki árið sautjánhundruð og súrkál (literally), annars vegar af bræðrunum Franz Josef og Michael Haydn og hins vegar vini þeirra, sjálfum Wolfgang Amadeus Mozart.

Fyrstur er Allegro hornkonserts númer 3 í D dúr eftir Franz Josef (eldri bróðirinn), leikinn af þýska snillingnum Hermann Baumann.  Þá kemur Allegro Non Troppo úr konsertínó fyrir horn og hljómsveit eftir Michael Haydn (litla bróður), líka í D dúr.  Þessi er leikinn af einum færasta hornleikara Bandaríkjanna, Dale Clevenger ásamt Franz Liszt Chamber Orchestra.  Ég var svo einstaklega lánsamur að vera viðstaddur þegar Clevenger frumflutti nýjan hornkonsert eftir John Williams á tónleikum með Chicago Symphony Orchestra, í Orchestra Hall í Chicago þann 29. nóvember árið 2003.  Það var upplifun sem ég gleymi seint.

Loks kemur 2. hornkonsert Mozarts í heild sinni (Allegro Maestoso, Andande og Rondo).  Af fjórum hornkonsertum Mozarts er þetta sennilega sá sem ég held mest uppá en ég glímdi sjálfur við þá á sínum tíma með misjöfnum árangri.  Aftur er það Hermann Baumann sem blæs í hornið.

 


Ewan McGregor og franska hornið

Áður en hann varð Obi-Wan Kenobi var hann skoskur lúðrasveitar-nörd!  Þetta er náttúrulega skelfileg afbökun á horn-konsert Mozarts...en ég get reyndar vottað það af eigin reynslu að þetta er ekki auðveldasta verkið til að spila vel og sennilega var ég lítið skárri hornleikari þegar ég var 16 ára.


John Philip Sousa - Independence Day

SousaÞann fjórða júlí er tilvalið að minnast eins merkilegasta tónskálds Bandaríkjanna, John Philip Sousa (1854-1932).  Sousa þarf ekki að kynna fyrir áhugafólki um her-marsa og lúðrasveita-tónlist almennt, en hann hefur oft verið uppnefndur "konungur marsanna".  Meðal frægustu marsanna hans má nefna Stars and Stripes Forever, Washington Post og Semper Fidelis.

Þess má geta að þar sem hefðbundnar túbur eru of stórar og þungar til að bera með góðu móti í skrúðgöngum var fundið upp nýtt hljóðfæri sem hvílir á öxl hljóðfæraleikarans og bjallan kemur upp yfir höfuðið og snýr fram.  Þetta hljóðfæri var að sjálfsögðu nefnt Sousa-fónn til heiðurs meistaranum.

Ég hlóð nokkrum völdum mörsum inní tónlistarspilarann hér til hliðar og vona að einhver gefi sér tíma til að hlusta á eitt eða tvö lög.  Þetta USAF Sousakemur manni alltaf í þrusu-stuð sko! Wink

 

Í dag er svo ómissandi að mæta í skrúðgöngu, veifa Old Glory, sprengja kínverja og skella nokkrum borgurum og heitum hundum á barbeque-ið. 

 

FreedomFlagO say, can you see, by the dawn’s early light,
What so proudly we hailed at the twilight's last gleaming,
Whose broad stripes and bright stars, through the perilous fight
O’er the ramparts we watched, were so gallantly streaming?
And the rockets’ red glare, the bombs bursting in air
Gave proof through the night that our flag was still there;

O say, does that star-spangled banner yet wave
O’er the land of the free and the home of the brave?


Amerísk sveitalubba tónlist

Toby KeithÉg fór í smá bíltúr út í sveit um daginn og kveikti á útvarpinu og fór að flakka á milli rása, leitandi að NPR, en fjandakornið ég fann ekkert nema kántrí! 

Eftir smástund fór ég þó að fíla þessa yndislega hallærislegu músík og hækkaði í græjunum á meðan ég brunaði á milli korn-akrana, og fór að lokum að syngja með hástöfum vitandi það að enginn sæi til mín!

tim-mcgrawKántrí-tónlist er reyndar ótrúlega fjölbreytt "genre" og mismunandi stefnur í gangi.  Gamla væmna Nashville, Grand Ol-Opry músíkin er t.d. allt önnur en "nútíma" kántríið.  Og hvað svo sem má segja um þessa tónlist, þá er alltaf hægt að hlægja af textunum. :-)

dwight_yoakamÉg troðfyllti tónlistarspilarann hér til hliðar af "quality" kántrí músík úr mismunandi áttum.  Gamalt og gott stöff með Dwight Yoakam, Garth Brooks, Trisha Yearwood, Alan Jackson, Hank Williams, Merle Haggard, Tobey Keith og Willy Nelson.  Endilega hlustið á eitthvað af þessu og segið mér hvað ykkur finnst.

P.S.  Varð að rýma fyrir Sousa mörsunum og fjarlægði því kántríið af spilaranum. 

alan-jacksonGarth Brooks


Let's Impeach the President!

Tökum undir með gamla hippanum Neil Young í þessu ágæta myndbandi.


Á æskuslóðum Bob Dylan

bob's house2Vinur minn frá Selfossi er mikill Bob Dylan fan.  Hann kom í heimsókn í haust, í þeim tilgangi að sjá goðið á tónleikum.  Ég er nú ekki sérlegur Dylan aðdáandi en lét mig samt hafa það að mæta með honum í XCel Energy Center í downtown St. Paul, en þangað var Dylan mættur til að prómóta nýjasta diskinn sinn, "Modern Times".  Ég játa að ég hafði lúmskt gaman af tónleikunum en ekki spillti fyrir að Foo Fighters hituðu upp fyrir hetjuna og fannst mér nú mun meira stuð í þeim.

Dylan er einn af frægustu og dáðustu sonum Minnesota (ásamt Prince) og heimtaði vinur minn að við færum og skoðuðum æskuslóðir Dylans.  Þar sem ég er alltaf til í góðan bíltúr rúlluðum við því upp til járn-námu-bæjarins Hibbing, en þar ólst höfðinginn upp fram á unglingsár.  Meðfylgjandi mynd sýnir húsið sem karlinn átti heima í sem krakki og að sjálfsögðu er búið að breyta nafni götunnar í Bob Dylan Drive.  Svo var að sjálfsögðu haldið til Duluth, en þar gekk kappinn í High School.  Deginum lauk svo með skemmtisiglingu á Superior vatni og Barbeque veislu á Famous Dave´s.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.