Færsluflokkur: Evrópumál

Yarmouk og Sýrlensk þakkargjörð

Í gærkvöldi reyndi ég að gera mér í hugarlund hvernig tilfinning það væri að sjá myndir af æskuheimili sínu og heimabæ í rjúkandi rústum.  Það er auðvitað ógjörningur að ímynda sér slíkt en fyrir "bróður minn" Muayad er það kaldur raunveruleikinn.  

Stjórnarher Assads ásamt Rússum gerðu harðar stórskota- og loftárásir á Yarmouk hverfið - um 8 km suður af miðborg Damaskus - í vikunni sem leið og jöfnuðu allt sem eftir stóð við jörðu.  

Yarmouk var hverfi flóttamanna frá Palestínu sem flúðu árásir og hernám Ísraela fyrir 70 árum síðan.  Afi Muayads var einn af þeim sem byggðu hverfið upp frá því að vera tjaldbúðir í eyðimörkinni yfir í blómlegt 160 þúsund manna samfélag (á 2.2 ferkílómetra svæði).  Muayad sýndi mér ljósmyndir af iðandi og fallegu torgi þar sem hann lék sér og tefldi skákir við gömlu mennina sem lögðu ofurkapp á menntun barna sinna.  Skólarnir á svæðinu voru raunar svo góðir að námsárangur, bæði í lestri og stærðfræði, var ekki einungis bestur í Sýrlandi heldur í öllum Araba-heiminum!  

Í lok árs árið 2014 var Yarmouk hverfið hertekið af vígamönnum ISIS.  Fjölskylda Muayads flúði heimili sitt og settust að nærri miðborg Damascus.  Í síðustu viku bjuggu um 3500 manns ennþá í Yarmouk - án vatns, rafmagns eða annara nauðþurfta.  Aðallega lasburðin gamalmenni og einstæðar mæður sem gátu ekki flúið.  Eftir sigur stjórnarhersins á ISIS í Austur-Gouta var nú loks látið til skarar skríða gegn Yarmouk og bókstaflega allt jafnað við jörðu.  Þar á meðal æskuheimili Muayads.

Foreldrar hans eru "örugg" en nú eru liðin 3 ár frá því að þau sendu son sinn, þá 18 ára gamlan, út í óvissunna.  Þá hafði hann fengið skipun um að hefja herþjónustu í stjórnarher Assads.  Að reyna flótta til Evrópu var hans eina von um líf og frið.  Sem "liðhlaupi" á hann aldrei afturkvæmt til Sýrlands.  

Þökk sé múttí Merkel þá endaði Muayad fyrir rest í fjölbýlishúsinu mínu hér í Saarlandi og ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst þessum einstaka og góða dreng.  Ég þekki fáa sem búa yfir annari eins smitandi hlýju, jákvæðni, von og hugrekki.

Um síðustu helgi bauð hann, ásamt fimm fjölskyldum frá Sýrlandi, bæjarbúum til veislu í þakklætisskyni fyrir sýndan hlýhug og móttökur.  Þetta var falleg stund og bæjarbúar fylltu ráðhússalinn en færri komust að en vildu.  Nákvæmlega svona lítur semsagt "flóttamanna-vandamálið" út í Þýskalandi!  Gleði og samkennd í stað ótta, tortryggni og haturs.  

Bætti líka við myndum af okkur bræðrunum á Íslandi í fyrra - en það er óhætt að segja að drengurinn hafi orðið mikill Íslandsvinur og engin spurning með hverjum hann heldur á HM þrátt fyrir að við séum báðir að bíða eftir þýsku ríkisfangi.  

31081469_10103005706362711_3756838000305154506_n

31092071_10103005706372691_7074007517618946341_n

31118471_10103005706367701_5050668154803975246_n

fam

20620844_10102564242040751_6771683492255875993_n

21271269_10102618547317541_5653770771755500492_n

21192064_10102618546788601_1033135977791960163_n

21151265_10102618545366451_2551576154665827266_n

20663687_10102574461979911_4427291614227524215_n


17. júní hátíðahöld á meginlandinu. Fagurblár ESB fáninn við hún.

20150621_150714Íslendingar í Lúxemborg og nágrenni gerðu sér glaðan dag í gær og gæddu sér á SS pylsum og þjóðlegum hnallþórum til minningar um gömlu ættjörðina.

Sem betur fer fór lítið fyrir Framsóknarmönnum og Heimsksýnarliði svo við "skríllinn" sáum ekki ástæðu til mótmæla - enda yfir fáu að kvarta hér í Stórhertogadæminu hvar smérið drýpur af hverju strái.

20150621_141224Örn Árnason spaugari með meiru skemmti okkur með sönnum sögum af Sigmundi Davíð ásamt nýjustu tíðindum af klakanum.  Hlátrasköllunum ætlaði aldrei að linna.

Það var einkar ánægjulegt að greiða fyrir SS pylsuna með 2ja Evru klinki og ósköp notalegt að sjá fagurbláan ESB fánan blakta við hún í logninu við hlið hins Íslenska. 

20150621_141338Á morgun höldum við svo uppá þjóðhátíðardag Lúxemborgara með flugeldum og látum...og Lëtzebuerger Grillwurscht! ;)

20150621_151133

20150621_142257


Schengen í 30 ár

fa2d339e2786522e1659af849fa38be656818c81Það viðraði vel til hátíðahalda hér í Mósel-dalnum í dag er leiðtogar Evrópusambandsins mættu í litla sveitaþorpið hinum-megin við ánna til að fagna 30 ára afmæli samkomulagsins sem kennt er við þorpið Schengen í Lúxemborg.

Ef ekki væri fyrir þetta ágæta samkomulag væri svolítið flóknara mál fyrir íslending að búa í þýskalandi og keyra svo yfir brúnna við Schengen á hverjum degi til að sækja vinnu í Lúxemborg.  Ég á þessu samkomulagi því mikið að þakka og fagna því afmælinu með þeim Jean-Claude Junker og Xavier Bettel vinum mínum.

Lengi lifi Schengen og lengi lifi Evrópu-hugsjónin! laughing

http://www.wort.lu/en/politics/eu-leaders-in-luxembourg-celebrating-30-years-of-schengen-557c2bc40c88b46a8ce5b3c2

http://www.tageblatt.lu/nachrichten/luxemburg/story/Ein-kleiner-Ort-aber-eine-gro-e-Idee--28513258


Kveðja úr Mósel-dalnum

luxcoatofarmsÞá er maður loks búinn að koma sér fyrir í hjarta Evrópu og maður leyfir sér að horfa björtum augum á framtíðina.  Byrjunin lofar í það minnsta góðu - nýja starfið hjá Cargolux leggst vel í mig og umhverfið er ekki af lakari endanum. 

Ég leigi íbúð (sjá myndir) í Þýska bænum Perl í Saarlandi sem stendur við Mósel-ánna gegnt Lúxembúrgíska bænum Schengen (þar sem samnefnt landamæra-samkomulag var undirritað á sínum tíma).  Frakkland er svo ekki langt undan (um 2 km) og er þetta svæði því kallað "dreiländereck" eða þriggja landa hornið.  Og hér vaxa sko rúsínurnar - í orðsins fyllstu merkingu...eða a.m.k. vínberin. :)

CXNálægt því helmingur þeirra sem vinna í Hertogaríkinu Lúxemborg búa hinum-megin landamæranna, ýmist í Frakklandi, Þýskalandi eða Belgíu - sökum húsnæðisverðs í Lúx.  Við köllumst "grenzgänger" en þökk sé Schengen samkomulaginu er það lítið mál.  Ég er um hálftíma að keyra í vinnuna uppá Findel-flugvöll - 26 km í gegnum blómlegar sveitir og vínakra.  Eitthvað annað en blessuð Hellisheiðin.   Veðrið er líka aðeins skárra - í dag var 15 stiga hiti og léttskýjað og ég býst við að það styttist í túlípanana!

Ég hef svo passað mig á því að fylgjast sem minnst með íslenskum fjölmiðlum og þjóðfélagsumræðu - og viti menn, þvílíkur léttir!  Ég finn hvernig blóðþrýstingurinn lækkar og lundin léttist!  Í alvöru talað - ísland er orðið einn allsherjar Kleppur!

euroluxBestu kveðjur frá "hinu illa heimsveldi" ESB - Schengen - Eurozone.  Gangi ykkur vel með krónuna og "fullveldið" og verði ykkur að góðu - suckers*! ;)

(*þessari stríðni er að sjálfsögðu eingöngu beint til valinkunnra Moggabloggara og Heimssýnar-félaga sem kynnu að slysast inná þessa síðu - aðra bið ég afsökunar og votta þeim samúð mína!)

P.S. Þetta er útsýnið af svölunum mínum :)


mbl.is „Evrópusambandið er framtíð okkar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirgef Ísland á ný – hasta la vista, baby!

Eftir tæplega þriggja ára viðdvöl á Íslandi er nú aftur komið að því að leggjast í Víking og herja á nýjar slóðir eftir nýjum tækifærum og ævintýrum.  Í næsta mánuði flyt ég til hjarta Evrópu, Lúxemborgar, þar sem smérið drýpur af hverju strái.

Ég ákvað að grípa gæsina þegar mér bauðst starf (Maintenance Programs & Reliability Engineer) hjá hinu fornfræga og íslensk-ættaða flugfélagi Cargolux.   Það verður spennandi áskorun og einstækt tækifæri til að vaxa faglega og taka þátt í metnaðargjarnri uppbyggingu hjá framsæknu fyrirtæki sem er leiðandi í heiminum á sínu sviði.   Cargolux er þessa dagana að endurnýja flugflota sinn og er nýbúið að taka við heimsins fyrstu Boeing 747-8F flugvélunum sem er nýjasta útfærslan á gömlu góðu „Júmbó-bumbunni“ eða „Drottningu háloftanna“.  Nýja „áttan“ er fimm og hálfum metra lengri en -400 týpan, ber allt að 29 tonnum meira og nýjir vængir og hreyflar gera hana allt að 16% sparneytnari.   Sem áreiðanleikasérfræðingur mun ég vinna mjög náið með verkfræðingum Boeing sem fylgjast grannt með „performance“ og öllum hugsanlegum byrjunarörðugleikum, bilunum og viðhaldsgögnum.

 

Það verður með miklum söknuði sem ég kveð frábæra félaga og kollega hjá Air Atlanta í bili – en þessi bransi er lítill og aldrei að vita hvenær/hvar við sjáumst aftur. Þá á ég auðvitað eftir að sakna góðra vina, ættingja, Lúðrasveitarinnar Svans...og íslenskrar náttúru.

En nokkurra hluta reikna ég ekki með að sakna:

• Íslenskrar stjórnmála-umræðu/menningar – vanhæfs Alþingis.

• „Djöfulsins snillinga“ sem búa sig nú undir að taka við stjórnartaumunum á ný eftir að hafa talið þjóðinni trú um að hið „svokallaða hrun“ hafi bara verið misskilningur sem enginn ber ábyrgð á.

• Íslensku krónunnar

• Verðtryggingarinnar

• Verðsamráðs, neyslustýringar, okurs og skattpíningar

• Íslenskra fjármálastofnanna

• Íslensks réttarkerfis

• Íslensks menntakerfis

• Íslenskrar ríkis-kirkju og varðhunda hennar

• LÍÚ og bændamafíunnar

• Útvarps Sögu og valinkunnra ofstækisfullra og „þjóðhollra“ Mogga-bloggara haldna ýmsum komplexum

• Þjóðrembu og ótta við útlendinga og erlent samstarf

• Idjóta sem láta sérhagsmunaklíkur blekkja og heilaþvo sig til hlýðni

• Gillzenegger-væðingar

• Heilbrigðis-og tryggingakerfis sem greiðir „skinkum“ fyrir nýja sílíkon-púða í tútturnar á sér á sama tíma og þeir neita að taka þátt í að greiða fyrir handa-ágræðslu Guðmundar Grétarssonar.

Og svo mætti svosem lengi, lengi telja...en því í ósköpunum að ergja sig á því fyrst maður er svo gott sem „sloppinn“? Whistling

En þetta eru kannski hlutir sem þeir sem eftir sitja geta velt fyrir sér þegar allt unga og menntaða fólkið sem hefur tækifæri til að komast burt er farið?  Kannski þarf einhverju að breyta hérna?   Eða hvað?   Það er svosem sem ég sjái það.   Og kannski er bara „landhreinsun“ af okkur „landráðamönnunum“ sem svíkjum íslensku sauðkindina og fjallkonuna og stingum af til illa óvina-heimsveldisins ESB?  Ísland er jú, hefur alltaf verið og mun áfram verða, „bezt í heimi!“. Pinch


Bilateral agreements and the EU - Icelandic Christian Conservatives - Obama misses the point

vinaþjóðirIceland has long enjoyed excellent relations with the United States of America and it has been our good fortune to share cultural and economic ties with our American friends, that far exceed those of most European nations.  Perhaps our close kinship with North America is partially thanks to Iceland´s geographical location as well as our free thinking spirit, inherited from our ancestors who fled half way to America to escape the European-style oppression found in the old Norse Monarchy. 

össurToday, Iceland´s acting foreign minister, Össur Skarphéðinsson, signed new bilateral trade- and investment agreements with the USA and expressed interest in making further agreements pertaining to securing Icelandic citizens special VISAs to the US, making travel and commerce between the two nations much easier.

When discussing the EU question, we must not forget that if Iceland joins the EU - there would be no more bilateral agreements with anyone.  Iceland would be forced to trade almost exclusively with other EU member states and mandated tariffs would almost certainly slice trade with the U.S. (now worth over 100 billion icelandic kronur per annum) quite dramatically.  Is that what we need?  Or should Iceland aim to adopt the Dollar and perhaps seek to join NAFTA?  I don´t know...I´m just asking!

...

burning-cross_771629.jpgI was somewhat surprised and saddened to see the introduction of a new political party in Iceland today.  The "Nordic Conservative Party" claims to be a Scandinavian-type right wing party, whose goals are to join the EU and reduce American influence on Icelandic culture!  Furthermore their goals are to strenghen the National Church of Iceland and force cultural and ethcial changes towards "traditional Christian values"! Sick  Oh and of course they also want to create an Icelandic military force!  

Yikes... is it just me or do they sound like fascist lunatics???  I don´t believe Icelanders will take these clowns seriously... but then again...the current political situation in Iceland may be becoming a breeding ground for the rise of all kinds of dangerous nut jobs.  Seriously folks!  Be aware!

...

gene-robinson-gay-bishop.jpgFinally some Obama news - In an effort to appease his gay supporters who were heartbroken by his selection of homophobic pastor Rick Warren to perform the invocation at his inauguration - Obama yesterday announced that also performing at the inauguration will be none other than Gene Robinson, the first openly gay bishop in America.  While the GLBT community appreciates the nod - I believe Obama completely missed the point!  We don´t need a gay priest!  Religion and Government does not mix!!!  Why not skip both Warren and Robinson and skip using the bible when swearing in and skip using the words "So help me God"!

Dear President Obama:  While I appreciate your effort to correct your misstake in selecting Rick Warren and your attempt to calm down your substantially large gay base (oh and thanks for addressing the "Don´t ask - Don´t tell" policy in the military by the way) - you nevertheless continue to alienate a rapidly growing segment of Americans - Atheists!  

Why - in spite of your message of incluision - do we not have a place at your table, Mr. Pesident?


mbl.is Samningur um viðskipti Íslands og Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband