Færsluflokkur: Tölvur og tækni
Magnaður róbóti úr smiðju DARPA
25.3.2009 | 21:21
Takið eftir hversu vel þessum vél-hundi tekst að fóta sig á hvaða undirlagi sem er - fer létt með hálku og stórgrýti. Hálf "creepy" samt.
Tékkið einnig á þessu stórkostlega "exoskeleton" frá Reytheon (sótti um hjá þeim um daginn við að setja saman stýribúnað fyrir flugskeyti og "smart bombs" - en þar sem ég er ekki US ríkisborgari fæ ég ekki Secret clearance því miður )
Alan Turing - Líf og örlög guðföður nútíma tölvunarfræði, stríðshetju og dæmds kynvillings
22.9.2008 | 08:55
Nafn Alan Turing er sennilega ekki mjög þekkt á Íslandi frekar en annarsstaðar. Það er kannski helst að þröngur hópur tölvunörda og verkfræðinga kannist við nafnið, en Alan var einn af upphafsmönnum stafrænnar tækni og tók þátt í að smíða sumar af fyrstu stafrænu tölvum heims auk algóriþmanns sem kenndur er við "The Turing Machine". Þar að auki var hann einn af hugmyndasmiðum gervigreindar (Artificial Intelligence) og í hjáverkum braut hann leynikóða Nasista (Enigma Machine) sem varð til þess að Bandamenn náðu að sigrast á kafbátaflota Þjóðverja og hafði þannig gríðarleg áhrif á gang Seinni heimsstyrjaldarinnar. Þú værir hugsanlega ekki að skoða þig um á netinu núna ef ekki hefði verið fyrir Alan Turing.
Þrátt fyrir allt þetta er nafn hans enn þann dag í dag nánast ókunnugt enda var þessum snjalla Enska stærðfræðing (og heimsspeking) ekki hampað sem hetju af þjóð sinni í þakklætisskyni, heldur var líf hans og orðspor lagt í rúst á grimmilegan hátt.
Alan Touring fæddist í London árið 1912 og kom snemma í ljós að hann væri með snilligáfu á sviði stærðfræði. Á unglingsárunum nam hann við hinn virta einkaskóla Sherborne School þar sem hann fór létt með að útskýra og skrifa heilu ritgerðirnar um afstæðiskenningu Einsteins löngu áður en hann tók sinn fyrsta kúrs í grunn-kalkúlus! Á menntaskóla-árunum í Sherborne varð Alan ástfanginn af skólabróður sínum Christopher Morcom og þeir áttu í sambandi uns Morcom lést skyndilega af völdum bráða-berkla sýkingar. Fráfall Morcom´s hafði gríðarleg áhrif á Alan sem í kjölfarið gerðist trúleysingi og mikill efnishyggjumaður.
Alan vann síðar skólastyrk til þess að nema stærðfræði við King´s College í Cambridge þar sem hann byggði mikið á verkum Kurt Gödels og lagði fram grunninn að nútíma forritun eða algóriþmum. Hann öðlaðist svo doktorspróf frá Princeton háskóla í Bandaríkjunum en þegar stríðið braust út hóf hann störf fyrir Bresku leyniþjónustuna þar sem hann vann við að leysa dulkóðanir í Bletchley Park í Milton Keynes. Þar átti hann m.a. stóran þátt í að leysa ráðgátur "The Enigma Machine" og fyrir það var hann sæmdur tign OBE (Officer of the British Empire). Eftir stríðið starfaði hann við rannsóknir við háskólann í Manchester og tók m.a. þátt í smíði og forritun á fyrstu tölvunum og "fann upp" gervigreind.
Alan fór aldrei mjög leynt með samkynhneigð sína en það var ekki vel séð af samfélaginu, hvað þá yfirvaldinu. Kalda stríðið var hafið og yfirvöld óttuðust að "kynvillingar" væru líklegir til að gerast Sovéskir njósnarar og því var fylgst vel með Turing. Árið 1952 var hann handtekinn og ákærður fyrir glæpinn samkynhneigð. Alan viðurkenndi glæpinn og hann var því dæmdur sekur á sömu lagagrein og Oscar Wilde 50 árum áður. Sem refsingu mátti Alan velja á milli 7 ára fangelsisvistar eða stofufangelsis gegn því að hann undirgengist vönun með hormónagjöf og sálfræðimeðferð. Þar sem Alan óttaðist að lifa ekki af í fangelsi valdi hann síðari kostinn.
Eftir dóminn var Alan sviftur öryggisréttindum sínum og gat þar af leiðandi ekki starfað áfram fyrir leyniþjónustuna né komið að leynilegum rannsóknum og auk þess fylgdist lögreglan með hverju skrefi hans. Hormónameðferðin hafði m.a. þær aukaverkanir að Alan uxu brjóst og hann fann fyrir erfiðum sálrænum kvillum sem gerðu honum ókleyft að einbeita sér að því eina sem skipti hann orðið máli í lífinu...stærðfræðinni.
Árið 1954 fannst Alan Turing látinn á heimili sínu, aðeins 42 ára gamall. Við rúm hans fannst hálf-klárað epli sem reyndist fyllt af blásýru. Opinber dánarorsök var skráð sjálfsmorð. Enginn veit hverju fleiru þessi snillingur hefði getað áorkað og skilað mannkyninu hefði hann ekki verið ofsóttur og í raun tekinn af lífi í blóma lífs síns.
Mörgum kann að koma á óvart að svona hafi þetta verið í vestrænu lýðræðisríki lang frameftir tuttugustu öldinni en það má heldur ekki gleyma því að þegar Bandamenn frelsuðu Gyðinga úr útrýmingabúðum Nasista voru hommarnir skildir eftir áfram í Þýskum fangelsum og á meðal "úrræða" Breskra yfirvalda sem beitt var fram til ársins 1967 þegar samkynhneigð var loksins "lögleidd", voru rafstuðs-meðferðir sem voru í raun ekkert annað en skelfilegar pyndingar. Hugsið ykkur hvað er í raun stutt síðan! Og hugsið ykkur að ef fólk eins og JVJ moggabloggari fengju að ráða (sem gekk jú í Cambridge háskóla líkt og Alan Turing) væri fólk enn ofsótt fyrir "glæpinn" samkynhneigð.
Alan Turing hefði orðið 96 ára í ár hefði hann lifað. Loksins árið 2001 var honum sýnd sú virðing að reistur var minnisvarði um hann í Manchesterborg og í fyrra var sömuleiðis gerður minnisvarði honum til heiðurs í Bletchley Park. Allt frá árinu 1966 hafa verið veitt Turing-verðlaunin fyrir afrek í tölvunarfræði sem líkt er við Nóbels-verðlaunin á því sviði. Þá var gerð kvikmynd byggð á lífi Turings árið 1996 sem ber heitið "Breaking the Code" þar sem stórleikarinn Derek Jakobi fer með hlutverk Alans. Hér má sjá brot úr myndinni.
I´m a PC
21.9.2008 | 22:13
Skemmtileg ný auglýsing frá Microsoft.
Innihald fartölva skoðað og afritað á bandarískum flugvöllum
2.8.2008 | 09:33
Nú er Sámur frændi endanlega búinn að tapa sér... dómstólar hafa heimilað Heimavarnarráðuneytinu að hnýsast í fartölvur, farsíma, ipoda, myndavélar, flash-drif og öll rafræn gögn sem þú kannt að hafa meðferðis á leiðinni til eða frá Bandaríkjunum. Landamæraverðir mega samkvæmt þessu, án dómsúrskurðar og án nokkurar sérstakrar ástæðu eða gruns gera fartölvur upptækar og halda þeim "for a reasonal period of time" og er þeim heimilt að skoða og afrita öll gögn sem þeim sýnist!
Sjá frétt MSNBC hér - einhverra hluta vegna er ekki gert mikið úr þessu á Fox "news".
Með hverjum deginum sem líður finnst mér ég frekar vera staddur í Sovétríkjunum en í landi hinna frjálsu og hugrökku.
Munið að taka til á tölvunni og hreinsa úr cache-inu áður en þið komið næst í heimsókn!
TomTom
1.9.2007 | 05:33
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og mikið flandur undanfarin ár hefur mér aldrei tekist að villast alvarlega hér í Ameríkunni, enda er vegakerfið hér með eindæmum einfalt og auðratað þegar maður er á annað borð orðinn vanur því. Það var því ekki af brýnni nauðsyn, heldur einskærri nýjungagirni og græjudellu sem ég skellti mér nýlega á einn TomTom.
TomTom er GPS leiðsögukerfi á sterum, sem maður smellir á framrúðuna og voila! Maður veður ekki villu síns vegar framar. Ég verð að viðurkenna að ég hef afskaplega gaman af þessari græju...fyrir utan að segja manni til vega á 35 tungumálum (og með röddum frægs fólks eins og John Cleese og Mr. T), þá geymir þetta upplýsingar um yfir 6 milljónir "points of interest" svo sem verslanir og þjónustu af ýmsum toga, veitingahús og gististaði. kortin og þessi "points of interest" eru svo stöðugt uppfærð af notendum (mapshare) og maður getur hlaðið inn nýjum upplýsingum eins oft og maður vill.
Græjan dobblar svo sem MP3 spilari og er með FM sendi fyrir útvarpstækið, einnig er hægt að tengja þetta við farsíma með Bluetooth og þá fær maður aðgang að rauntímaupplýsingum um umferðarþunga og vegavinnu og græjan reiknar þá út hvort það sé hagkvæmt að fara aðra leið. Einnig er hægt að fá upplýsingar um veður, hvað er verið að sýna í næsta bíóhúsi og hvar sé hægt að fá ódýrasta bensínið í nágrenninu. Svo ef vinur þinn á samskonar græju getið þið gerst "TomTom Buddies" og er hægt að fylgjast náið með staðsetningu hvers annars sem getur komið sér vel ef fólk er að ferðast saman á tveimur bílum og týnir hvort öðru.
Hér er svolítið skemmtileg sjónvarpsauglýsing frá TomTom...fólk getur orðið OF háð þessu.
Hér er svo líka fyndin paródía sem auglýsir "Discrimi-Nav" fyrir fólk sem vill forðast "ákveðin hverfi".
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 05:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Flugumferðar-hermir
20.6.2007 | 08:15
Flestir eiga sér einhver skrítin áhugamál og nýlega dustaði ég rykið af einu slíku, en það er forritið ATC Simulator 2 frá AeroSoft. Það var alltof heitt úti í gær til útiveru þannig að ég dró fyrir alla glugga, slökkti öll ljós og settist fyrir framan ratsjána í nokkra klukkutíma.
Þessi hugbúnaður, sem varla er hægt að kalla tölvuleik enda notaður til kennslu, hermir á mjög raunverulegan hátt eftir aðflugsstjórn flugvalla eða TRACON (Terminal Radar Approach Control). Flugumferðarstjórn skiptist í þrjú grunn-svið: flugturninn sem stjórnar flugtaki og lendingum sem og flugi í næsta nágrenni við flugvöllinn (venjulega 5 mílna radíus uppí 3 þús. feta hæð); aðflugsstjórnin (TRACON) stýrir aðflugssvæðinu sem nær oftast uppí 30-50 mílna radíus og 10 þús. feta hæð; og svo loks flugumferðarmiðstöð (Area Control Center) sem sér um allt annað flug.
Þessi hugbúnaður býður uppá aðflugsstjórn á 120 flugvöllum í Bandaríkjunum og maður getur stillt traffíkina allt frá því að hafa kannski 10 vélar í einu uppí 50-60...sem er mjög erfitt. Ef maður vill hafa þetta sem raunverulegast getur maður líka stjórnað ALVÖRU traffík, þ.e.a.s. tölvan sækir þá upplýsingar um raunverulega flugumferð á viðkomandi svæði (með ca. 15 mínútna seinkun). Einnig er hægt að tengja forritið við Microsoft Flight Simulator og stjórna vinum sínum í "multiplayer mode".
Það sem gerir þetta forrit svo frábært að mínu mati er að það býður uppá raddstýringu (speech recognition - MS SAPI staðall) sem þýðir að maður getur stýrt flugvélunum munnlega án þess að nota mús eða takka. Það tekur tíma að ná "língóinu" en þegar það er komið þá er þetta rosalega skemmtilegt..."NorthWest 327 descend and maintain 3000, turn left heading 330, expect ILS runway 27 left"..."Continental 28-niner heavy, cleared for visual approach rwy 27 left, contact tower on 122.4" ;-)
Anywho...áhugi minn á þessu forriti kviknaði fyrir tveimur árum en þá tók ég tvo kúrsa í flugumferðarstjórn hérna í skólanum mínum hjá Dr. Mattson en hann starfaði sem flugumferðarstjóri hjá flughernum í um 20 ár og hefur tekið þátt í að hanna þennan hugbúnað og var að prófa hann á okkur í bekknum. Karlinn breytti einni skólastofunni í ansi skemmtilegt "simulation" herbergi þar sem honum tókst að skapa mjög raunverulegt umhverfi. Þá þurftum við líka að skrifa allar upplýsingar á sérstakar pappírsræmur og skipta niður "sectorum" á milli okkar. Þetta var alveg stórskemmtilegt.
Seinna komst ég svo í heimsókn í flugturninn og aðflugsstjórnina í Minneapolis og þá kannaðist maður heldur betur við kerfið.
Það er örugglega ágætis jobb að vera flugumferðarstjóri, en það er alls ekki fyrir alla. Mig dreymdi á sínum tíma um að komast í flugumferðastjóranám, en það er hægara sagt en gert að komast inn í slíkt. Ég sótti einu sinni um hjá Flugumferðarstjórn Íslands og komst í 20 manna úrtak eftir inntökupróf, en það voru um 150 manns sem þreyttu fyrsta prófið. Þá tók við sálfræðiviðtal og svokallað "taxi-test" þar sem maður stýrir leikfangaflugvélum á bílabraut á meðan prófdómarar reyna að taka mann á taugum. Þeir tóku svo aðeins 4 inn í þetta skiptið og ég var því miður ekki einn af þeim heppnu. En svo maður líti á björtu hliðarnar þá væri maður ekki staddur hér hefði maður komist inn...þannig að kannski var það bara eins gott eftir allt saman.
Ekki þýðir svo að ætla sér að læra flugumferðarstjórn hérna því í Bandaríkjunum þarf maður að vera US ríkisborgari til að fá vinnu hjá FAA.
En...ein kvöldstund fyrir framan ATC Simulator 2 svalar þessari dellu ágætlega!
Your trial period is over
10.3.2007 | 08:32
Spjallrásir eru hættulegar
5.3.2007 | 22:07
Rakst á þessa stórkostlegu stuttmynd á youtube. Hrein snilld!
Macintosh fyrir ketti?
28.2.2007 | 04:34
Þessum Makka-eiganda virðist hins vegar ekki vera meira sama um dýru græjuna sína en svo að hann notar hana sem þroskaleikfang fyrir ketlinginn sinn. Sjálfur elska ég kettlinga og hef átt þá marga um ævina en fjandakornið er þetta nú ekki einum of???
MS Windows 1.0 árgerð 1985
27.2.2007 | 23:10
Nú þegar maður er búinn að uppfæra í Windows Vista Ultimate er ekki úr vegi að líta aðeins um öxl og minnast fyrstu útgáfu þessa annars ágæta stýrikerfis.
Ég rakst á þessa sprenghlægilegu Microsoft auglýsingu frá árinu 1985 en brjálæðingurinn sem talar er enginn annar en meðstofnandi og núverandi CEO Microsoft, Steve Ballmer.
P.S. ætlaði að birta þessa vídeóklippu hér beint á síðunni en flash kóðinn virkaði ekki vinsamlegast smellið því á linkinn að ofan.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)