Færsluflokkur: Kjaramál

Yfirgef Ísland á ný – hasta la vista, baby!

Eftir tæplega þriggja ára viðdvöl á Íslandi er nú aftur komið að því að leggjast í Víking og herja á nýjar slóðir eftir nýjum tækifærum og ævintýrum.  Í næsta mánuði flyt ég til hjarta Evrópu, Lúxemborgar, þar sem smérið drýpur af hverju strái.

Ég ákvað að grípa gæsina þegar mér bauðst starf (Maintenance Programs & Reliability Engineer) hjá hinu fornfræga og íslensk-ættaða flugfélagi Cargolux.   Það verður spennandi áskorun og einstækt tækifæri til að vaxa faglega og taka þátt í metnaðargjarnri uppbyggingu hjá framsæknu fyrirtæki sem er leiðandi í heiminum á sínu sviði.   Cargolux er þessa dagana að endurnýja flugflota sinn og er nýbúið að taka við heimsins fyrstu Boeing 747-8F flugvélunum sem er nýjasta útfærslan á gömlu góðu „Júmbó-bumbunni“ eða „Drottningu háloftanna“.  Nýja „áttan“ er fimm og hálfum metra lengri en -400 týpan, ber allt að 29 tonnum meira og nýjir vængir og hreyflar gera hana allt að 16% sparneytnari.   Sem áreiðanleikasérfræðingur mun ég vinna mjög náið með verkfræðingum Boeing sem fylgjast grannt með „performance“ og öllum hugsanlegum byrjunarörðugleikum, bilunum og viðhaldsgögnum.

 

Það verður með miklum söknuði sem ég kveð frábæra félaga og kollega hjá Air Atlanta í bili – en þessi bransi er lítill og aldrei að vita hvenær/hvar við sjáumst aftur. Þá á ég auðvitað eftir að sakna góðra vina, ættingja, Lúðrasveitarinnar Svans...og íslenskrar náttúru.

En nokkurra hluta reikna ég ekki með að sakna:

• Íslenskrar stjórnmála-umræðu/menningar – vanhæfs Alþingis.

• „Djöfulsins snillinga“ sem búa sig nú undir að taka við stjórnartaumunum á ný eftir að hafa talið þjóðinni trú um að hið „svokallaða hrun“ hafi bara verið misskilningur sem enginn ber ábyrgð á.

• Íslensku krónunnar

• Verðtryggingarinnar

• Verðsamráðs, neyslustýringar, okurs og skattpíningar

• Íslenskra fjármálastofnanna

• Íslensks réttarkerfis

• Íslensks menntakerfis

• Íslenskrar ríkis-kirkju og varðhunda hennar

• LÍÚ og bændamafíunnar

• Útvarps Sögu og valinkunnra ofstækisfullra og „þjóðhollra“ Mogga-bloggara haldna ýmsum komplexum

• Þjóðrembu og ótta við útlendinga og erlent samstarf

• Idjóta sem láta sérhagsmunaklíkur blekkja og heilaþvo sig til hlýðni

• Gillzenegger-væðingar

• Heilbrigðis-og tryggingakerfis sem greiðir „skinkum“ fyrir nýja sílíkon-púða í tútturnar á sér á sama tíma og þeir neita að taka þátt í að greiða fyrir handa-ágræðslu Guðmundar Grétarssonar.

Og svo mætti svosem lengi, lengi telja...en því í ósköpunum að ergja sig á því fyrst maður er svo gott sem „sloppinn“? Whistling

En þetta eru kannski hlutir sem þeir sem eftir sitja geta velt fyrir sér þegar allt unga og menntaða fólkið sem hefur tækifæri til að komast burt er farið?  Kannski þarf einhverju að breyta hérna?   Eða hvað?   Það er svosem sem ég sjái það.   Og kannski er bara „landhreinsun“ af okkur „landráðamönnunum“ sem svíkjum íslensku sauðkindina og fjallkonuna og stingum af til illa óvina-heimsveldisins ESB?  Ísland er jú, hefur alltaf verið og mun áfram verða, „bezt í heimi!“. Pinch


Obama boðar sömuleiðis 3% hátekjuskatt EN...

taxes_large.gifÞað þarf nú engum að koma á óvart að Steingrímur J. láti það verða sitt fyrsta verk að setja á "hátekjuskatt" og í fullkomnum heimi sósíaldemókratisma er það að sjálfsögðu réttlátt og sjálfsagt að þeir sem geta, borgi hlutfallslega meira til samfélagsins en hinir - þó svo færa megi rök fyrir því að "óheflaður" jafnaðar-ismi endi að sjálfsögðu með því að allir verða á endanum lágtekjufólk...og hvar á þá að taka hátekjuskattinn? Whistling

En raunveruleikinn sem blasir við okkur er auðvitað sá að einhvernvegin verðum við að fá meiri aur í þjóðarkassann og þrátt fyrir að fólk sé þegar að sligast undan myntkörfulánunum sínum, verðtryggingu, 17% stýrivöxtum, verðhjöðnun og eignar-rýrnun, töpuðu sparifé, launalækkunum og öðrum hörmungum...er samt um að gera að hækka skattpíninguna líka ofan á allt saman.  Skítt með það þótt helmingur heimila og fyrirtækja í landinu sé á leiðinni í gjaldþrot og að hjól atvinnulífsins séu algerlega stopp vegna þess að fólk hefur ekkert á milli handana til þess að viðhalda eðlilegri neyslu.

Velferðar-flokkurinn VG hefur hingað til ekki sagt okkur hvernig þeir ætla sér að slá "skjaldborg um heimilin" né hvernig þeir hyggjast veita innspýtingu í hagkerfið til þess að koma atvinnustarfsemi af stað aftur í landinu.  Hvar á að finna fleira "hátekjufólk" til að standa undir 15%-25% atvinnuleysi?  Senda fleira fólk til Kanada bara...eða út í sveit að stunda sjálfsþurftarbúskap á samyrkjubúi?

taxes_people.jpgSvo skemmtilega vill til að skynsemis-jafnaðarmaðurinn Barack Obama hefur sömuleiðis boðað til 3% hátekjuskatts hér í Bandaríkjunum.  Það er hins vegar smávægilegur munur á því hvernig Steingrímur J. og Obama skilgreina hátekjufólk og hverjir þeir telja að tilheyri hinni svokölluðu millistétt.  Jú sí, Obama áttar sig nefnilega á því að það er millistéttin sem verður að standa vörð um í þessu árferði og í stað þess að skattpína það fólk sem er þegar í hættu á að missa heimili sín og sjálfsbjargarviðleitni er skynsamlegra að gera þeim kleift að halda áfram að borga af sínum lánum, forðast gjaldþrot og ekki væri verra ef fólkið hefði svo einhvern aur afgangs til þess að fara út að borða eða í bíó svona endrum og eins til þess að halda atvinnulífinu gangandi.

3% hátekjuskattur Obama leggst því einungis á fólk með heildartekjur yfir $250 þúsund á ári (ca 28 milljónir kr. m.v. núverandi gengi).  Millistéttin stendur í stað og þeir sem lægstar tekjur hafa fá aukinn skatta-afslátt!  Athugið að þetta er gert þrátt fyrir að fjárlagahalli Bandaríkjanna sé nú yfir 1.8 trilljónir dollara (billjarðar samkvæmt evrópskum málhefðum) og heildarskuldir þjóðarbúsins sé yfir $11 trilljónum!  IceSave hvað?

En comrad Steingrímur J. er greinilega sannfærður um að 500 þús. kr. á mánuði séu ofurlaun.  Passleg millistéttarlaun í hans huga eru þá sennilega svona 250-350 þúsund á mánuði...sem er auðvitað fjandans nóg til þess að lifa af á íslandi í dag - ekki satt???   Já svo er um að gera að fækka þessum helvítis háskólum...alltof mikið af of-menntuðu fólki á íslandi í dag sem nennir ekki að vinna í framleiðslunni!  Angry

Munið X við O.


mbl.is 3% skattur á 500 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband