Færsluflokkur: Menning og listir

Klappstýrur

Dallas Cowboys cheerleaderFara í taugarnar á mér.  Ég hef aldrei skilið hlutverk þeirra á kappleikjum og satt að segja finnst mér klappstýrur vera yfir höfuð sorglega hallærislegar.  Þrátt fyrir að gera lítið til þess að auka á stemmninguna á kappleikjum, né hafa nokkur áhrif á gang leiksins er þetta fyrirbrigði jafn samgróið Bandarískri menningu og eplabaka og hafnabolti.

Strax í grunnskóla er stelpum kennt að þeirra hlutverk á íþróttavellinum sé að dilla sér hálfnaktar með heimskulegt bros á vör, vera sætar og hvetja strákana áfram með asnalegum píkuskrækjum.

Sem jafnréttissinna og hófsömum femínista blöskrar mér að stelpur láti niðurlægja sig á þennan hátt.  Hvar er sjálfsvirðingin?  Mér verður álíka flökurt í hvert sinn sem ég sé svokallaðar fegurðarsamkeppnir, sem er auðvitað ekkert annað en keppni um hver nær að svelta sig mest, fara í nógu marga ljósatíma, og troða nógu miklu sílíkoni á vissa staði.

Svo er það þessi double-standard sem fer í taugarnar á mér varðandi "klámvæðinguna"...klappstýrurnar mega dilla sér á eggjandi hátt framan í unga sem aldna en guð hjálpi Janet Jackson ef það verður smá "wardrobe malfunction" í hálfleik!

Laker girlsVesturlandabúar saka múslima um kvennakúgun fyrir það að í þeirra heimshluta eru konur ekki hafðar sem sýningargripir.  En er það ekki álíka mikil kvennakúgun að ala stelpur upp í þeirri trú að eina leiðin fyrir þær til þess að ná langt í heiminum sé sú að fá sér sílíkonbrjóst og klæða sig upp eins og hórur?

Æ...ég biðst forláts.  Ætli ég sé ekki bara svona argur yfir því hvað körfuboltaliðinu mínu hefur gengið illa að undanförnu...það er eitthvað svo ergjandi að horfa á liðið sitt 20 stigum undir þegar lítið er eftir og horfa svo á þessar barbí-dúkkur hoppandi um skælbrosandi veifandi þessum asnalegu pom poms!

Bush at YaleSamkvæmt Wikipedia var þetta klappstýrufyrirbæri fundið upp hérna í Minnesota af öllum stöðum.  Fyrsta klappstýran var drengur að nafni Johnny Campbell sem var nemandi við Minnesota-háskóla árið 1898, og fyrsti klappstýruhópurinn var einungis skipaður strákum sem ekki komust í fótboltaliðið.  Það var ekki fyrr en á þriðja áratug síðustu aldar að stelpur sem æfðu fimleika fengu að gerast klappstýrur.  Undir lok fimmta áratugsins voru stelpur hins vegar komnar í yfirgnæfandi meirihluta og í dag er hlutfallið komið upp í 97% stelpunum í vil.  En nota bene þeir fáu strákar sem stunda klappstjórn í dag eru kappklæddir!  Hvað á það að þýða?  Ósanngjörn kynjamismunun segi ég nú bara!

Það er athyglisverð staðreynd að George W. Bush var klappstýra á námsárum sínum í Yale.  Það útskýrir kannski margt!

Ok ég verð víst að viðurkenna að ég hefði nú sennilega svolítið gaman af klappstýrum ef þær væru fleiri svona!  W00t         Erhm... og þar með fauk púrítana-röksemdarfærslan hér að ofan útum veður og vind...Úps!  Whistling     Go Minnesota!  Go!  Wizard

Klappstjórar

 


Ofurhetjur og bæjarfífl

St. Cloud SupermanFátt er Amerískara en ofurhetjur sem hvað eftir annað bjarga heiminum (eða að minnsta kosti Bandaríkjunum) frá glötun með einstaklingsframtakinu einu saman þótt þær eigi jafnan við ofurefli að etja.  Með óbilandi hugrekki sigrast þær á glæpónum, kommum og guðleysingjum og sjá til þess að réttlætið, frelsið og Amerísk gildi séu ætíð varin.
Allar betri borgir eiga sína hetju, svo sem Gotham, Smallville og Metropolis.

Ég er svo heppinn að eiga heima í borg sem á sína eigin ofurhetju sem birtist jafnan á vorin eins og Lóan og berst gegn illum öflum á sinn sérstaka hátt.  Á veturna heitir hann John Fillah og vinnur sem verkamaður.  John er rúmlega fertugur, yfir 190 á hæð og um 130 kg.  Sagan segir að hann sé fyrrverandi landgönguliði (US Marine) sem barðist í flóabardaga I.
Á sumrin birtist hann svo sem "St. Cloud Superman".  Hann stendur allan daginn á fjölförnum gatnamótum víðs vegar um bæinn, íklæddur súperman-búning, með stóran Amerískan fána og stereógræjur sem hann notar til að spila Súperman lagið og önnur ættjarðarlög.  Hann veifar til allra bílanna sem keyra framhjá og uppsker að launum annaðhvort létt flaut eða miðfingurinn.  Hann býður svo vegfarendum uppá að taka mynd af sér með honum gegn $5 gjaldi.

superman6Aðspurður í útvarpsviðtali hjá Minnesota Public Radio sagðist hann hafa byrjað á þessu eftir 11. september 2001 vegna þess að... "I'd say my first purpose is to represent truth, justice, and the American way, which is what Superman basically stands for. And because of the terrorist attack and because of all the corruption in our society and so forth, I think that it's very important that we revitalize that image, and I think it's very important that we all unite, all Americans who love justice and truth."

Ekki eru allir þó jafn ánægðir með St. Cloud Superman.  Hann á það víst til að brjúka kjaft við vegfarendur sem gera grín að honum og hefur margsinnis verið kærður fyrir kynferðislegt áreiti.  Lögreglan hefur margsinnis þurft að hafa afskipti af honum fyrir "disorderly conduct" og "civil disturbance".  Þá hefur Dairy Queen skyndibitastaðurinn fengið úrskurðað lögbann á hann og má hann ekki standa á gatnamótum Division Street og 25th Avenue því hann ónáðar og fælir frá viðskiptavinina.

Hvað svo sem því líður er alltaf gaman að sjá að hann sé kominn á kreik, því það táknar jú að það er komið vor.  Svona furðufuglar lífga líka alltaf svolítið uppá tilveruna og hversdagsleikann.

Að lokum er hér smá vídeó frá St. Cloud...enginn Superman sjáanlegur samt.  Tounge 


Hypergraphia

skrift er göfugt fag

Flestir kannast við að fá einhverntíma svokallað "writer´s block" (antithesis).  Þá starir maður á tómt blaðið eða skjáinn og getur ekki fyrir sitt litla líf skrifað eina setningu.  Sérstaklega er það bagalegt þegar maður glímir við masters lokaritgerðir. Errm

En það er líka til andstæða þess að vera haldinn "writer´s block" og getur slíkt ástand orðið sjúklegt.  Þetta fyrirbæri kallast "Hypergraphia" eða "The Midnight Disease".  Fólk sem er haldið þessum kvilla ræður engan vegin við þörfina til að skrifa.  Fólk getur skrifað endalaust um allt eða ekkert.  Þetta getur gengið svo langt að fólk (sem ekki bloggar) fer að skrifa á veggi eða hvar sem það finnur hentugt pláss.

Taugasérfræðingar hafa uppgötvað að Hypergraphia tengist truflunum á taugaboðum í svæði í heilanum sem nefnist randbörkur í Hjarni (Stóra heila) - á ensku "Limbic Cortex" sem er hluti af "temporal lobes" í "the Cerebrum". 
Orsökin er að mestu ókunn, en þetta virðist geta tengst flogaveiki og eins er þetta þekktur fylgifiskur "maníu" og "bi-polar disorder" auk þess sem geðklofar (schizophrenics) fá stundum einkenni Hypergraphíu.  Þá er líka þekkt að heilaæxli á þessu svæði í heilanum getur orsakað svona "skrif-æði".

Nokkrir af helstu meisturum bókmenntanna eru taldir hafa þjáðst af Hypergraphíu, enda vel þekkt að sumir þeirra voru satt að segja "hálf skrítnir".  Dæmi um rithöfunda sem talið er víst að hafi verið haldnir þessum kvilla, sem þó kann að hafa orsakað frægð þeirra, eru Dostoevsky, Joseph Conrad, Sylvia Plath, Vincent van Gogh (sem skrifaði líka mikið auk þess að mála) og svo enginn annar en sjálfur Stephen King!

Midnight DiseaseFyrir þá sem vilja kynna sér þennan sjúkdóm eða heilkenni eða hvað svosem þetta nú er, bendi ég á bókina "The Midnight Disease: The Drive to Write, Writer´s Block, and the Creative Brain" eftir taugasérfræðinginn og rithöfundinn Alice Flaherty, sem þjáist sjálf af Hypergraphíu.

Í bókinni er meðal annars fjallað um konu að nafni Virginia Ridley frá Georgíu-fylki sem fór ekki út úr húsi síðustu 27 ár ævi sinnar.  Yfirvöld í Georgíu óttuðust að eiginmaður hennar hefði haldið henni fanginni og myrt hana og var hann því handtekinn.  Við réttarhöldin kom í ljós að hún hafði þjáðst af flogaveiki, víðáttufælni og Hypergraphíu.  Hún skildi eftir sig 10 þúsund blaðsíðna dagbók (!) sem varð til þess að eiginmaðurinn var sýknaður af öllum ákærum.

Ég hef stundum undrast afköst ýmsra ágætra bloggara.  Sumt fólk virðist þurfa að tjá sig um hverja einustu frétt sem birtist á moggavefnum, þó þeir hafi í fæstum tilfellum mikið gáfulegt til málanna að leggja.  Aðrir skrifa heilu ritgerðirnar, sumar stórkostlegar og vel skrifaðar en aðrar fremur innihaldssnauðar og sundurtættar.  Sumt er mjög áhugavert og á erindi við heiminn, annað kannski hálf ómerkilegt.  Margir skrifa bara til þess að skrifa.

Kannski útskýrir þetta afköst sumra íslenskra bloggara?  Hver veit.


Star Wars og stjörnurnar

Það greip um mig þægileg nostalgíu tilfinning um helgina þegar ég datt inní endursýningar á orginal Star Wars trílógíunni á HBO kapalstöðinni.  Þessar kvikmyndir hafa fylgt manni allt frá barnæsku og minningarnar sem tengjast þeim á einn eða annan hátt streyma fram í hvert skipti sem maður horfir á þær.  Þrátt fyrir að maður sé sennilega búinn að sjá þær vel yfir þúsund sinnum fæ ég aldrei leið á þeim.  Eitt uppáhalds atriðið mitt er þegar Luke horfir á sólirnar tvær setjast á Tatooine í byrjun "A New Hope".  Það sem gerir þetta atriði svo stórkostlegt í mínum huga er hið tregafulla en vongóða horn-sóló sem meistari John Williams samdi svo snilldarlega við þessa senu.

Fyrir mér er Star Wars reyndar svo mikið meira en bara kvikmyndir.  Nánast lífsstíll.  Það er satt best að segja óhætt að fullyrða að þetta fyrirbæri hafi haft ótrúlega mikil og djúpstæð áhrif á líf mitt.  Svo mjög að það má etv. deila um hvort það geti talist eðlilegt.  Blush  En ég ber titilinn "Star Wars Nörd" með stolti og er þakklátur fyrir allt sem það hefur gefið mér í gegnum tíðina.

Maestro Williams & Geoerge LucasEitt það mikilvægasta sem Star Wars gaf mér var áhuginn fyrir klassískri tónlist.  Tónlist John Williams varð þess valdandi að ég hóf að læra á ýmis málmblásturshljóðfæri og byrjaði í lúðrasveit 9 ára gamall.  Ég tók ástfóstri við franska hornið og naut þess í botn að reyna að klóra mig í gegnum hornkonserta Mozarts með misgóðum árangri í mörg ár.  Það var lengi vel minn æðsti draumur að gerast atvinnu músíkant og komast í simfóníuhljómsveit, en því miður (?) toguðu önnur áhugamál í mig auk þess sem hæfileikarnir voru nú sennilega ekki nógu miklir til þess að ég hefði átt raunhæfa möguleika á tónlistarsviðinu.  Engu að síður var og er tónlistin nærandi fyrir sálina og reynslan og félagsskapurinn úr lúðrasveitarstarfinu er ómetanlegur.

Fyrir tæpum þremur árum hitti ég svo loksins átrúnaðargoðið mitt hann John Williams.  Ég keyrði til Chicago (ca. 8 tíma keyrsla) til þess eins að mæta á tónleika Chicago Symphony Orchestra.  Á efnisskránni voru frægustu verk Williams úr kvikmyndunum (t.d. Schindler´s List, ET, Indiana Jones, Jaws, Superman, Jurassic Park, Saving Private Ryan, Close Encounters of the Third Kind og að sjálfsögðu Star Wars W00t)  Rúsínan í pylsuendanum var svo nýr horn-konsert sem Williams samdi sérstaklega fyrir hinn fræga einleikara og fyrsta hornleikara CSO, Dale Clevenger.  Magnað!  Ég nældi í sæti í þriðju sætaröð, svona kannski 10 metra frá Williams.  Eins og nærri má geta voru flestir í salnum miklir John Williams/Star Wars nördar og til að koma til móts við okkur hélt karlinn smá fyrirlestur um samstarf sitt við George Lucas og Steven Spielberg áður en tónleikarnir hófust og tók við spurningum úr salnum.   Mér fannst satt að segja að ég væri dáinn og kominn í himnaríki!

Ég og YodaSennilega hefur Star Wars nördisminn náð hámarki hjá mér árin 1998 og 1999.  Haustið ´98 fór ég í helgarferð til Washington D.C, aðallega til þess að verða vitni að sérstakri sýningu á leikmunum og búningum úr Star Wars myndnunum í tilefni af 20 ára afmæli fyrstu Star Wars myndarinnar.  Sýningin hét "Magic of the Myth" og fór fram á Smithsonian Air & Space Museum.  Þetta var fyrsta ferðin mín hingað til Bandaríkjanna en átti ekki eftir að verða sú síðasta.

Vorið ´99 gekk ég svo langt að segja upp vinnunni (starfaði hjá internetþjónustunni Margmiðlun hf.) og straujaði Visa kortið í botn til þess að komast til Ameríku á frumsýningu Episode I og sérstaka Star Wars fan club ráðstefnu þar sem mættir voru leikarar úr myndunum til að gleðja okkur og græða nokkra dollara í leiðinni. Cool

Þarna hitti ég m.a. Billy Dee Williams (Lando Calrissian), Peter Mayhew (Chewbacca), Jeremy Bulloch (Boba Fett), Kenny Baker (dvergurinn inní R2-D2) og Gary Kurtz (producer).  Mikið upplifelsi og árituðu plakötin eru ekki til sölu!  Reyndar væri áhugavert að sjá hvað allt draslið sem ég hef safnað í gegnum tíðina væri virði á E-Bay.  Leikföng (orginal Kenner fígúrurnar), bækur, blöð, tölvuleikir, styttur, eldhúsáhöld, glös, bollar, bolir og ég veit ekki hvað.

Þessar Star Wars Ameríkuferðir urðu svo óbeint til þess að ég fluttist hingað og settist á skólabekk því í seinni ferðinni heimsótti ég frænda minn sem þá var í flugvirkjanámi í Tulsa.  Ég varð stórhrifinn af skólanum og umhverfinu, spjallaði við námsráðgjafa og hálfu ári síðar var ég svo mættur aftur og byrjaður í skólanum. Sennilega væri ég ennþá fastur í grútleiðinlegu djobbi í tölvubransanum á Íslandi, ef Star Wars hefði ekki komið mér til bjargar! Smile

Er þetta heilbrigt???   Tja...ég skal ekki segja.  Star Wars var sannarlega mitt "escape" á unglingsárunum.  Auðvitað var ég ekki talinn alveg "normal" Errm   En ég var það ekki hvort eð var...feitlaginn og gat ekkert í íþróttum, með engan áhuga á stelpum (en því skotnari í Harrison Ford InLove), drakk ekki áfengi, mætti ekki í partí og var ekki mjög cool.  Ekkert hissa á eineltinu í skólanum í gamla daga...en það er löngu fyrirgefið.  (Hef þó lúmskt gaman af því að fæstir hafa þeir náð mjög langt í lífinu blessaðir bekkjarbræðurnir mínir Tounge)

Umfram allt hefur Star Wars leyft mér að eiga mér drauma og kennt mér að eltast við þá.  "Do, or do not...there is no try!"  (Yoda, Empire Strikes Back)

Ætli það sé svo ekki við hæfi að slútta þessari færslu bara á:  May the Force be with you...always! Wink


Fresh Air

Logo_nprEinn vandaðasti útvarpsþátturinn á öldum ljósvakans fyrr og síðar heitir "Fresh Air" og er stjórnað af hinni margverðlaunuðu Terry Gross á bestu útvarpsrás í heimi, National Public Radio.  Gross tekur frábær viðtöl þar sem hún fær viðmælendur sína til að sýna á sér aðra hlið en fólk er vant.  Þátturinn minnir etv. svolítið á Kvöldgesti Jónasar Jónassonar.


Hægt er að hlusta á þættina á vefsíðu NPR og langar mig til að benda sérstaklega á viðtöl Gross við grínistana Stephen Colbert og Dave Chappelle.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband