Færsluflokkur: Menning og listir

pínu yfirdrifið?

Ha?  Ég rasisti?Umræðan um endurútgáfu bókarinnar um negrastrákana tíu heldur áfram og áðan birti einn ástsælasti fjölmiðlamaður þjóðarinnar mikinn skammarpistil yfir "fulltrúum góðmennskunnar í samfélaginu" sem í skjóli yfirdrifins félagslegs réttrúnaðar, skipbrota sósíalisma, fjölmenningarhyggju og feminisma, gera atlögu að "litblindum" menningarsögulegum verðmætum sem hafa að hans mati "enga skírskotun" í rasisma þann sem þekkist í útlöndum.

Enga skírskotun???  Er "útlenskur rasismi" ekki til á Íslandi eða er hann í svo allt öðru samhengi að hann er á einhvern hátt bara saklaust og meinlaust grín og barnagælur?  

Það má vel vera að ég hafi lægra tolerance fyrir rasisma en gengur og gerist, enda hef ég undanfarin sjö ár búið í landi þar sem hið ljóta andlit rasismans er tiltakanlega áberandi og yfirþyrmandi.  Ég hef séð rasismann "in action" með eigin augum og kynnst fólki sem hefur orðið fyrir barðinu á honum. 

Ég man raunar að þegar ég var nýkominn hingað þá gerði ég mér í raun enga grein fyrir hvað rasismi væri í raun og veru, því heima á Íslandi var rasismi "ekki til" (eða öllu heldur, ekki vandamál þar sem það voru engir útlendingar né litað fólk til á íslandi - svona eins og það eru engir hommar til í Íran Wink).  Sem "freshman í college" hérna í liberal Minnesota var ég skikkaður til að taka kúrs í "Multicultural & Gender Minority Studies".  Ég var frekar skeptískur á þennan kúrs í byrjun og hundfúll yfir því að vera neyddur til að taka hann því ég taldi mig ekki hafa neina fordóma.  Í dag er ég hins vegar afar þakklátur fyrir að hafa tekið þennan kúrs því ég get með sanni sagt að hann var eftirminnilegri og lærdómsríkari en margir aðrir þeir kúrsar sem ég hef tekið um dagana.  Ég komst að því þarna að ég vissi nákvæmlega ekkert um fordóma, hvorki mína eigin fordóma né annarra.  Lestrarefnið setti efnið í sögulegt samhengi og fyrirlestrarnir og umræðurnar í tímunum gerbreyttu sín minni á rasisma í öllum sínum birtingarmyndum. 

Ég man að í fyrstu tímunum var ég hálf utangátta og hafði ekki mikið gáfulegt til málanna að leggja í umræðunum en áhuginn og skilningurinn óx smám saman og svo fór fyrir rest að prófessorinn (sem var ansi skemmtileg "half hispanic, half jewish" lesbía) heimtaði að ég læsi svarið mitt við ritgerðarspurningunni á lokaprófinu upp fyrir bekkinn. Blush  Svo gaf hún mér A+ þessi elska.

En en...þið sem sjáð ennþá engan rasisma í 10 litlum negrastrákum, endilega kíkið á þennan pistil eftir dr. Gauta B. Eggertsson, hagfræðing hjá seðlabanka bandaríkjanna og bróður borgarstjóra Reykjavíkur.

Það er leitt að vissum feitlögnum hvítum (og rauðhærðum), sannkristnum menningarsnobburum, framsóknaríhaldsplebbum og karlpungum fynnst tilverurétti sínum og lífsskoðunum ógnað af okkur háværa og leiðinlega jafnaðarmannapakkinu.


Útvarpsviðtal aldarinnar!

Ég hlustaði á þetta viðtal við grey strákana í Sigurrós um daginn á National Public Radio og það var satt best að segja frekar sársaukafullt! LoL  Eins ágætir tónlistarmenn og þeir nú eru þá ættu þeir að hafa vit á að mæta ekki í viðtöl svona gjörsamlega mállausir og lúðalegir.

Þáttarstjórnendunum þóttu viðtalið svo einstaklega skelfilegt að nú er komin mynbandsupptaka af því á youtube, gjörið þið svo vel.

En þeim er ekki alls varnað blessuðum þrátt fyrir ófágaða framkomu í viðtölum...þeir vinna það upp á öðrum sviðum.  Þetta lag/myndband þeirra er allavega tær snilld. Smile


Síðasta kvöldmáltíðin og kaldhæðni örlaganna

Frjálsir vesturlandabúar eiga réttilega erfitt með að skilja viðkvæmni múslima sem ærast ef birt er skopmynd af Múhammeð spámanni og sem hóta fólki dauða og limlestingum fyrir athæfið.  Við þykjumst nefnilega búa í þjóðfélagi sem virðir málfrelsi ofar flestu og við sættum okkur ekki skoðanakúgun og hótanir öfgatrúarafla.  Eða hvað?

Það eru nefnlilega fleiri viðkvæmir en múslimar.  Margir þeir hinir sömu og harðast gagnrýndu viðbrögð múslíma við spámanns-teikningunum og birtu jafnvel myndir á sínum eigin vefsíðum, urðu svo sjálfir alveg bit þegar þeir sáu auglýsingu Símans um daginn sem líkti eftir mynd eðal-hommans Leonardo Da Vinci af Síðustu kvöldmáltíðinni. Það er semsagt allt í lagi að móðga múslíma, en á sama tíma er það forkastanalegt guðlast að gantast með kristna spámanninn Jesús.  Á ekki eitt yfir alla að ganga?

Skurðgoðadýrkun kristinna manna á kvöldmáltíðarmynd Leonardo er svo athyglisvert fyrirbæri útaf fyrir sig.  Sumir ganga svo langt að kalla skopstælingar á myndinni "hatursfullar og andstyggilegar" og segja þær persónulegar árásir á trú sína.  Þeim ferst að tala! 

Þessi mynd stuðaði marga í San Fransisco (og víðar) um daginn og varð til þess að kristin öfgasamtök bannfærðu Miller bjórframleiðandann sem var styrktaraðili að þessari samkomu og hvatti alla kristna menn til að sniðganga vörur Miller (nú drekka þeir kristnu bara Budweiser). Halo

Folsom-big

Þessi er kannski ekki eins stuðandi...eða hvað?

star-wars-last-supper


Lear konungur í heimsókn

Sir IanÉg er ekki mikil leikhúsrotta, en þegar manni gefst tækifæri til að sjá sjálfan Sir Ian McKellen á sviði þá lætur maður sig nú hafa það að drífa sig í sparifötin og gera sér ferð í borgina.

The Royal Sheakspeare Company er í heimsókn í Minneapolis og heldur nokkrar sýningar á King Lear og The Seagull eftir Anton Checkov í Guthrie leikhúsinu.  Sir Ian McKellen leikur Lear Konung og fer einnig með hlutverk Sorins í The Seagull.

Það er því miður orðið uppselt á allar sýningarnar en ég er á standby biðlista, ef einhver skildi forfallast á laugardaginn. Errm   So, wish me luck... annars verður maður að finna sér eitthvað annað að dunda í stórborginni um helgina.


National Coming Out Day - 11. október

Logo_ncod_lgAmeríkanar eru mikið fyrir að tilnefna hina og þessa daga sem sérstaka átaks eða baráttudaga fyrir hin ýmsustu málefni.  Við höfum National Wear Red Day, National Pink Ribbon Day, National Endangered Species Day og National Day of Climate Action...og ég veit ekki hvað og hvað...  hver dagur á dagatalinu er merktur einhverjum merkis viðburði þannig að maður gerði ekki mikið annað ef maður ætlaði að taka þátt í öllu þessu stöffi.   En...maður verður víst að velja og hafna...

Þann ellefta október (eftir rétta viku) er haldið upp á National Coming Out Day - og þá eiga allir sem ennþá hírast inni í "skápnum" að manna sig upp og koma út með pompi og prakt.  Wizard

Í tilefni dagsins gaf HRC (Human Rights Campaign - hagsmunasamtök GLBT fólks í USA) út þetta myndband þar sem saga dagsins er rifjuð upp og skorað er á fólk til að taka þátt í youtube gjörningi.

Og auðvitað varð ég að taka áskoruninni... Blush  Erhem...you know...taka þátt og vera með.


The Michelangelo Code

Michelangelos_DavidAð gefnu tilefni langar mig að benda áhugasömum kaþólskum guðfræðingum og skápasmiðum á Skagaströnd á þetta skemmtilega myndband. 


Hot town, Summer in the City

Where's Waldo?Ég brá undir mig betri fætinum í dag og keyrði niður til Minneapolis og eyddi deginum í Uptown og við Lake Calhoun.  Uptown hverfið, sem er staðsett rétt fyrir sunnan downtown (go figure), er svona hálfgert "kúltúr" hjarta Minneapolis.  Hverfið minnir örlítið á Greenwich Village í NY, mikið um listafólk og bóhema, kaffihús, bókabúðir, veitingahús og skemmtistaði.  Meðal ungra listamanna sem hófu ferilinn í Uptown var sjálfur Prince, sem á eftir Bob Dylan er kannski frægasti sonur Minnesota.

Ég skellti mér í hið fornfræga Uptown Theater kvikmyndahús, sem var byggt árið 1916 og miðað við rifin sætin og myglufýluna virðist ekki miklu hafa verið eytt í endurbætur á húsinu síðan.  Þrátt fyrir það er gaman að koma þarna, enda einhver sjarmi og stemmning í húsinu sem erfitt er að skilgreina.  Þarna eru eingöngu sýndar "independent" myndir sem ekki fá mikla dreifingu í stóru megaplexunum og í dag var verið að sýna Sicko myndina hans Michael Moore, sem enn er ekki kominn í almenna dreifingu.  Þetta, ásamt Lagoon bíóinu hinum megin við götuna eru einu bíóin sem sýna myndina í Minnestoa enn sem komið er.  Ég man reyndar eftir því að sama var upp á teningum með Farenheit 9/11 og meira að segja Brokeback Mountain.  Þær myndir voru ekki sýndar uppí St. Cloud fyrr en eftir dúk og disk og ég gerði mér far niðurí Uptown til þess að sjá þær með öllu hinu "líberal pakkinu".

Uptown TheaterMichael Moore brást ekki bogalistin með Sicko, sem er mynd sem allir verða að sjá.  Hún er virkilega sorgleg á köflum, en Moore tekst þó að halda uppi húmornum eins og honum er einum lagið.  Ég nenni ekki að tjá mig mikið um heilbrigðiskerfið hérna í Ameríkunni í þessari færslu...en djöfull er það rotið...eins og svo margt annað í þessu þjóðfélagi...sem samt á líka sínar góðu hliðar auðvitað!

Eftir Sicko var haldið á Famous Dave´s BBQ and Blues búlluna í Calhoun Square.  Þar var auðvitað étið á sig gat af svínarifjum og öllu tilheyrandi og hlustað á blús í leiðinni.

 

Lake Calhoun - Minneapolis skylineÞvínæst var kíkt niður að Lake of the Isles og Lake Calhoun og notið verðurblíðunnar.  Það er alltaf unun að fylgjast með fallega fólkinu með fullkomnu magavöðvana skokka og hjóla með smáhundana sína meðfram vatninu.  Það er auðvelt að missa sig í dagdraumum um hið ljúfa líf...eignast eina af þessum milljón dollara lakefront villum og Jagúarinn í innkeyrslunni.  Ekki væri verra ef báturinn og einn af þessum "stud muffins" með magavöðvana fylgdi með í kaupunum!  GetLost  Keep on dreamin´ boy.

My car - Not my house

 

 

Áður en maður kom sér heim í sveitina var svo komið við í Whole Foods Market og spurt um íslenskt lambakjét.  Þar var mér tjáð að þeir fengju bara eina sendingu á ári og sú næsta kæmi í byrjun nóvember.  Hann ráðlagði mér hins vegar að hringja um miðjan október og láta taka frá fyrir mig, því kjötið entist venjulega ekki út vikuna!  Það var heldur ekkert íslenskt skyr eða súkkulaði til, það fæst eingöngu á austurströndinni enn sem komið er, en ég keypti að gamni rándýra flösku af íslensku vatni.

Ég hefði kannski betur sleppt því, en ég fæ nóg af ókeypis íslensku kranavatni á mánudaginn!  Jamm...hætti við að fara á Oshkosh flugsýninguna í Wisconsin og er á leiðinni á klakann í sumarfrí. W00t


Titill þessarar færslu er annars tilvísun í þetta ágæta lag frá 1966 með The Lovin´Spoonful. Cool


Ewan McGregor og franska hornið

Áður en hann varð Obi-Wan Kenobi var hann skoskur lúðrasveitar-nörd!  Þetta er náttúrulega skelfileg afbökun á horn-konsert Mozarts...en ég get reyndar vottað það af eigin reynslu að þetta er ekki auðveldasta verkið til að spila vel og sennilega var ég lítið skárri hornleikari þegar ég var 16 ára.


John Philip Sousa - Independence Day

SousaÞann fjórða júlí er tilvalið að minnast eins merkilegasta tónskálds Bandaríkjanna, John Philip Sousa (1854-1932).  Sousa þarf ekki að kynna fyrir áhugafólki um her-marsa og lúðrasveita-tónlist almennt, en hann hefur oft verið uppnefndur "konungur marsanna".  Meðal frægustu marsanna hans má nefna Stars and Stripes Forever, Washington Post og Semper Fidelis.

Þess má geta að þar sem hefðbundnar túbur eru of stórar og þungar til að bera með góðu móti í skrúðgöngum var fundið upp nýtt hljóðfæri sem hvílir á öxl hljóðfæraleikarans og bjallan kemur upp yfir höfuðið og snýr fram.  Þetta hljóðfæri var að sjálfsögðu nefnt Sousa-fónn til heiðurs meistaranum.

Ég hlóð nokkrum völdum mörsum inní tónlistarspilarann hér til hliðar og vona að einhver gefi sér tíma til að hlusta á eitt eða tvö lög.  Þetta USAF Sousakemur manni alltaf í þrusu-stuð sko! Wink

 

Í dag er svo ómissandi að mæta í skrúðgöngu, veifa Old Glory, sprengja kínverja og skella nokkrum borgurum og heitum hundum á barbeque-ið. 

 

FreedomFlagO say, can you see, by the dawn’s early light,
What so proudly we hailed at the twilight's last gleaming,
Whose broad stripes and bright stars, through the perilous fight
O’er the ramparts we watched, were so gallantly streaming?
And the rockets’ red glare, the bombs bursting in air
Gave proof through the night that our flag was still there;

O say, does that star-spangled banner yet wave
O’er the land of the free and the home of the brave?


Minneapolis - Gay Pride

IMG_1930Það var góð stemmning í miðborg Minneapolis um helgina og óvenju litskrúðugt um að litast.  Það viðraði vel til gleðigöngu í dag og áætlað er að um 400 þúsund manns hafi tekið þátt í hátíðahöldunum í frábæru veðri, þar af um 150 þúsund í sjálfri göngunni.

Gangan var öll hin glæsilegasta, en það voru yfir 90 atriði (floats) sem tóku þátt í þetta skiptið og tók það hersinguna um fjóra tíma að marsera niður Hennepin Avenue og ofan í Loring Park, bæjargarð Minneapolis, en þar fór fram "festival" þar sem búið var að slá upp tjaldbúðum, sölu- og kynningarbásum, þremur tónlistarsviðum, og ýmis konar afþreyingu.

Það var verulega gaman að upplifa andrúmsloftið, enda geislaði bros af hverri vör og maður fann fyrir gleði, bjartsýni og frelsi.  Það er ómetanlegur styrkur fólginn í sýnileikanum og samtakamættinum og það er ótrúleg tilfinning þegar maður fyllist stolti af "sínu liði".

Meðal þeirra sem tóku þátt í göngunni í dag var sjálfur snillingurinn Al Franken, en hann stefnir á að gerast öldungadeildarþingmaður Minnesota á næsta ári.  Franken virtist afar alþýðlegur og gekk á milli fólksins á götunni til að taka í spaðann á okkur.

Ég smellti af nokkrum myndum sem má nálgast hér...en auðvitað þurfti bévað batteríið svo að klárast í miðjum klíðum. Angry


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.