Færsluflokkur: Matur og drykkur

Tveggja mílna löng biðröð í bíla-lúguna á nýjum "Kristilegum" hamborgarastað í Texas!

Them Texans sure luuuuv their 'burgers! Grin

Uppi varð fótur og fit í Dallas um daginn þegar hin vinsæla "In-N-Out Burger" keðja opnaði fyrsta veitingastaðinn austan Arizona.  Keðjan hefur verið vinsæl í Kalíforníu undanfarin 20 ár og þykja sveittir borgararnir hið mesta lostæti.

Eitt af því sem gerir þessar búllur frábrugnar öðrum er það að á allar umbúðir utan um borgarana, frönskurnar og á gos-glösin, eru skrifaðar tilvitnanir í Biblíuna!  Það geta því allir verið vissir um að "Jeezus approves these freedom fries". Joyful  Sem er svosem ekkert vitlausara en spádómskökurnar á kína-stöðunum hehe.

En hvort íbúar Dallas hafi verið orðnir svona líka svakalega leiðir á McDonalds...eða hvort uppáhalds sjónvarps-predikarinn þeirra hafi sagt þeim að fara og fá sér heilagan borgara fylgir ekki sögunni... en sjón er sögu ríkari!


Af katta-áti Kínverja

catpot2.jpgNýlega voru sagðar fréttir af dýraverndunarsamtökum sem berjast gegn slæmri meðferð á heimilisköttum í Kína - sem oftar en ekki enda í kássum og kebab-réttum innfæddra.

Það er svolítið merkilegt hvað matarvenjur ólíkra menningarheima geta kallað fram heiftarleg viðbrögð og hversu mikið tabú okkur finnst sú tilhugsun að borða ketti og hunda að ég tali nú ekki um skordýr.  Nú tek ég fram að ég er mikill kattavinur og fannst hörmulegt að sjá meðferðina á þessum yndislegu dýrum - En - af hverju ætli við gerumst sek um "speciesm" og finnist allt í lagi að borða sum dýr en ekki önnur? 

Af íslenskum matarvenjum finnst Bandaríkjamönnum skelfilegast að heyra að við borðum hrossakjöt og hvalkjöt með bestu lyst.  Þetta jaðrar við villimennsku að þeirra mati.

making-cat-food.jpgÞetta ratar meira að segja í trúarbrögðin - sumir mega ekki borða svín, aðrir kýr og enn aðrir neita sér um humar, krabba og annan skelfisk.  Nú stendur yfir fasta kaþólskra (Lent) og hér í mínum rammkaþólska heimabæ (Saint Cloud, MN) er varla hægt að fara á veitingahús eða skyndibitastaði á föstudögum fyrir fiskifýlu - meira að segja KFC selur djústeiktan fisk!  Sjálfur kýs ég að borða helst ekki fisk þar sem ég sé ekki til sjávar (af biturri reynslu) en Minnesota er eins langt frá sjó eins og hægt er að komast í Bandaríkjunum. (að vísu nóg af ferskvatnsfiski í vötnunum 10,000)

Kaþólikkarnir suður í Louisiana eru reyndar svo heppnir að það er ekkert í biblíunni sem bannar þeim að éta snáka, krókódíla og froska í hvert mál sem mér skilst að þeir nýti sér óspart! Joyful

En varðandi Kína þá var einn prófessorinn minn að stinga uppá því við mig að ég gæti fengið kennarastarf við systurskóla okkar í Tianjin í Kína, þar sem fer nú fram mikil uppbygging og þá hungrar í enskumælandi vesturlandabúa til að kenna þeim flugrekstrarfræði og viðhaldsstjórnun.  Hann var ekki að grínast...en fjandakornið...Kína???  Tja...ef ekkert rætist úr því sem ég hef á takteinunum hér innan skamms þá verður maður alvarlega að fara að hugsa út fyrir rammann.  Þangað til bíð ég eftir símhringingum frá San Antonio, Chicago, Salt Lake City og Fairfield, California.  Því miður vilja fáir ráða útlending með tímabundið atvinnuleyfi en maður heldur í vonina aðeins lengur.

Dinner at Bob's place

IMG_2078Ég tók mig til í dag og bauð nokkrum vinum í No-Name nauta-sirloins að hætti hússins með bökuðum kartöflum, corn-on-the-cob, bernaise og heimabökuðum croissants.

Þetta var allt saman voða þjóðlegt enda er 4th of July rétt handan við hornið.  Ég veit ekki hvað nautalundir kosta á Íslandi, en bara til að vera leiðinlegur get ég sagt frá því að ég borgaði $21 (1320 kr.) fyrir 8. stykki af 7 únsu center cut sirloins...sem sagt ca. 1.6 kg...eða 825 krónur kílóið. 

Engin furða að maður sé á stærð við meðal-Ameríkana Blush   Megrunin verður víst bara að bíða þangað til maður flytur aftur til Íslands...þá hefur maður hvort eð er ekki efni á að kaupa í matinn annað en gulrætur og jógúrt. Whistling

En en...ég tók nokkrar myndir hérna inni í dag og dembdi á vefinn og býð ykkur í heimsókn...smá innlit-útlit sans Vala Matt!

http://picasaweb.google.com/robert.bjornsson/DinnerAtBobSPlace


Mitt Romney the Fudgepacker!

Rakst áðan á þessa skemmtilegu mynd af forsetaframbjóðandanum, Mormónanum og Repúblikananum Mitt Romney.  Sennilega er hann þarna á fundi hjá "Log Cabin Republicans" og gæti verið að segja: “Best to play safe when packin’ fudge.” LoL

romneyfudge

 

 

 

P.S.   Obama for President!  Obama Lincoln

 

 

 

 

 

 

 

 


Stærri borgari hjá McDonalds

Supersize MeJá, BigMakkinn og "Double Quarter-pounderinn" eru ekki lengur nógu stórir fyrir stóra Ameríkana.  Nú hefur McDonalds ákveðið að hefja sölu á "Third Pounder" sem mun verða stærri en nokkur annar borgari á matseðlinum.  Samkvæmt talsmanni McDonalds eru þeir með þessu að bregðast við samkeppninni, en Burger King, Carl´s Jr. og Hardee´s bjóða víst allir uppá stærri borgara en McDonalds og eftirspurnin virðist vera næg.

Nýji borgarinn, sem gerður verður úr Angus-kjöti og þykkara brauði mun innihalda heilar 860 hitaeiningar en til samanburðar er BigMac "aðeins" 540 hitaeiningar.  Spurning hvað Manneldisráðið hefur um þetta að segja.

Stutt er síðan Kalli Bretaprins lagði til að McDonalds veitingahús yrðu bönnuð með lögum vegna hins gríðarlega offitu- og heilsufars faraldurs sem nú herjar á Vesturlönd.  Það virðist ekki vera að McDonalds hafi miklar áhyggjur af því.

En æ...maður verður svangur af þessari frétt...spurning um að fara bara og fá sér Supersized Double-Qourterpounder með stórum skammti af transfitumettuðum frelsiskartöflum og einn líter af kók.  Ég er hvort eð er svo grannur (á Amerískan mælikvarða) að ég má alveg við því! Wink


Risa-kanínur til bjargar Norður-Kóreu

Robert the RabbitKarl Szmolinsky, 67 ára gamall Þjóðverji og fyrrverandi vörubílsstjóri, hefur tekið að sér að bjarga Norður-Kóreu frá hungursneið.  Karl hefur undanfarin 40 ár, ræktað heimsins stærstu kanínur.  Í fyrra sigraði Karl í samkeppni um stærstu kanínu Þýskalands, þegar stoltið hans sem hann kallar Robert, vigtaði heil 10.5 kg.

Þetta vakti athygli sendinefndar frá Norður-Kóreu sem setti sig í samband við Karl í von um að geta keypt nokkrar kanínur og tekið með sér heim til undaneldis.  Ekki er langt síðan almenningur í Norður-Kóreu hafði ekki annað að bíta og brenna en gras...en nú sjá þeir fyrir sér að kanínurnar nærist á grasinu og mannfólkið á kanínunum.

Karl sem á heima í bænum Eberswalde í gamla Austur-Þýskalandi er fyrrverandi kommúnisti og varð því mjög glaður með að geta hjálpað alþýðunni í Norður Kóreu.  Markaðsvirði risa-kanína er á bilinu 200-250 evrur en Karl ákvað að taka tilboði Kóreumannana í 80 evrur stykkið. 

Robert risa-kanína var meðal þerra sem sendar voru til Norður Kóreu en hvert kanínupar er fært eiga um 60 afkvæmi á ári.  Karl Szmolinsky tók fram að hægt væri að nýta nánast hvert einasta kíló af kanínunni til manneldis.  Úrvals rúllupylsa og liverwurst fengjust úr innyflunum.

Sjá umfjöllun NPR.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband