Stærri borgari hjá McDonalds

Supersize MeJá, BigMakkinn og "Double Quarter-pounderinn" eru ekki lengur nógu stórir fyrir stóra Ameríkana.  Nú hefur McDonalds ákveðið að hefja sölu á "Third Pounder" sem mun verða stærri en nokkur annar borgari á matseðlinum.  Samkvæmt talsmanni McDonalds eru þeir með þessu að bregðast við samkeppninni, en Burger King, Carl´s Jr. og Hardee´s bjóða víst allir uppá stærri borgara en McDonalds og eftirspurnin virðist vera næg.

Nýji borgarinn, sem gerður verður úr Angus-kjöti og þykkara brauði mun innihalda heilar 860 hitaeiningar en til samanburðar er BigMac "aðeins" 540 hitaeiningar.  Spurning hvað Manneldisráðið hefur um þetta að segja.

Stutt er síðan Kalli Bretaprins lagði til að McDonalds veitingahús yrðu bönnuð með lögum vegna hins gríðarlega offitu- og heilsufars faraldurs sem nú herjar á Vesturlönd.  Það virðist ekki vera að McDonalds hafi miklar áhyggjur af því.

En æ...maður verður svangur af þessari frétt...spurning um að fara bara og fá sér Supersized Double-Qourterpounder með stórum skammti af transfitumettuðum frelsiskartöflum og einn líter af kók.  Ég er hvort eð er svo grannur (á Amerískan mælikvarða) að ég má alveg við því! Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Americans are walking, talking, food to shit converters.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.3.2007 kl. 04:12

2 Smámynd: Sigursteinn Gunnar Sævarsson

Mér finnst það engin spurning að yfirvöld megi setja boð og bönn og td. banna McDonalds matsölustaði.    Þarna eru matsölustaðir að græða á fáfræði/heimsku hins almenna borgara og selja (í flottum Amerískum búningi) það allra óhollasta sem þú getur sett ofan í þig.  

 Ég myndi vilja sjá heilbrigðis merkingar á öllum matvörum á Íslandi.  Rétt eins og sígarettupökkum.    - Það mætti td. vera merking á beikon pökkum þar sem varað er við óhóflega miklu magni af fitu og salti.    Og á pylsupökkum mætti vera merking sem gæfi til kynna lítið næringargildi og hátt fitumagn. 

Sigursteinn Gunnar Sævarsson, 8.3.2007 kl. 04:50

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Ég get nú ekki verið sammála því að það eigi að banna fólki að éta það sem það vill.  Forsjárhyggjan er óholl.  Ákveðin neyslustýring getur hins vegar verið nauðsynleg. 

Auðvitað þarf að setja ákveðnar reglur um t.d. hámarks transfitu-innihald og annað slíkt.  Einnig væri athugandi að setja á sérstakan "rusl-fæðis skatt" til þess að gera óholla matinn dýrari en holla matinn, því það er auðvitað fyrst og fremst fátækt fólk sem borðar McDonalds í öll mál.  

Fyrst og fremst þarf hins vegar að mennta fólk (sérstaklega börn) betur um skaðsemi óholls mataræðis og eins og þú bendir á væru áberandi merkingar á matvörum líka til bóta.  En fólkið á að eiga völina og kvölina.

Róbert Björnsson, 8.3.2007 kl. 06:39

4 Smámynd: Púkinn

Uss...þetta er ekkert - hvað með þennan hamborgara?

Púkinn, 10.3.2007 kl. 08:42

5 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehe...já þessi er sko almennilegur!

Róbert Björnsson, 10.3.2007 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband