Færsluflokkur: Sjónvarp

Svipmyndir frá "Destination Star Trek London 2012"

Skrapp á svaðalegt Star Trek Convention í Lundúnum um síðustu helgi og hitti þar fjölmargar gamlar hetjur og forynjur. Smile

Kafteinn Kirk var á svæðinu (Bill Shatner) sem og kafteinn Picard (Sir Patrick Stewart), kafteinn Sisco (Avery Brooks), kafteinn Janeway (Kate Mulgrew) og kafteinn Archer (Scott Bacula).  Auk þeirra voru þarna m.a. Pavel Checkov (Walter Koenig), Mr. Worf (Michael Dorn), Mr. Data (Brent Spiner), Q (John De Lancie), Major Kira Nerys (Nana Visitor), Odo (Rene Auberjonois), Garak (Andrew Robinson), Klingónarnir Chancellor Gowron og General Martok auk fjölda minni spámanna og framleiðendanna Ira Behr og Brannon Braga.

Heimsmetabók Guinnes var á staðnum og vottaði að þarna var fjölmennasta samkoma Star Trek nörda í búníngum frá upphafi...1,080 manns (ég varð að sjálfsögðu að kaupa mér búning til að taka þátt í heimsmetinu! Wink).  Borgarstjóri Lundúna, Boris Johnson, var sem og á staðnum og gaf okkur öllum "High Five" í tilefni dagsins.

Hér gefur að líta myndband frá herlegheitunum:

 


Fyrirskipun Obama til yfirmanns heraflans í Írak

Snoðaðu Stephen Colbert!  Snillingar. Grin


Moral Orel

Frá framleiðendum Family Guy og Robot Chicken:  Fylgist með uppvexti Orel litla, sem er guðhræddur snáði frá Moralton, Statesota.   Meira á vef adult swim.


Bill Maher ræðir um ástandið á Íslandi

Það vantar ekki að Bill Maher er upplýstur maður með eindæmum og ræðir hér á léttu nótunum við Pulitzer-rithöfundinn og dálkahöfund New York Times, Thomas Friedman, sem nýlega gaf út bókina "Hot, Flat and Crowded".  Meðal þess sem þeir ræða um er bráðnun hagkerfisins á litla Íslandi og hvað það þýðir í stærra samhengi.

 


I´m a PC

Skemmtileg ný auglýsing frá Microsoft.


Live Long and Prosper!

Star Trek stjarnan George Takei (Sulu) og Brad Altman giftu sig í Kalíforníu í gær eftir 25 ára samvist.  Svaramenn þeirra voru Walter Koenig (Checkov) og Nichelle Nichols (Uhura). 

Hjónabönd samkynhneigðra urðu lögleg í Kalíforníu í sumar eftir að hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að annað væri brot á stjórnarskrá Kalíforníu-ríkis.  Nú hafa andstæðingar samkynhneigðra lagt fram tillögu til að breyta sjálfri stjórnarskránni og verður kosið um það "Propostition 8" í Kalíforníu samhliða forsetakosningunum hinn 4. nóvember næstkomandi.  Samkvæmt skoðanakönnunum er talið ólíklegt að frumvarpið nái fram að ganga og því líkur á að hjónaband Mr. og Mr. Takei vari lengur en til 4. nóvember.  Smile

 


9/11 (TM)

Special Comment frá Keith Olbermann í tilefni dagsins.


Untitled Kevin Smith Minnesota Project

zackmiri.jpgKevin Smith er einn af mínum uppáhalds leikstjórum.  Myndirnar hans, sem hann yfirleitt framleiðir, leikstýrir og skrifar handritið að sjálfur, auk þess sem honum bregður oft fyrir í aukahlutverkum, höfða kannski ekki til allra enda er húmorinn töluvert sérstakur.  Frægustu myndirnar hans eru Clerks, Mallrats, Chasing Amy, Dogma og Jay & Silent Bob Strike Back.

Nýjasta mynd meistarans (sem þar til nýverið bar vinnuheitið "Untitled Kevin Smith Minnesota Project samkvæmt imdb.com) verður frumsýnd 31. október næstkomandi og ber hið frumlega heiti "Zack and Miri Make a Porno" Shocking  Hún ku eiga að fjalla um hálfgerða lúsera (héðan frá St. Cloud, MN samkvæmt handritinu - sjá hér og hér) sem ákveða að redda fjárhagnum með því að búa til klám-mynd!  

Af hverju elsku bærinn minn St. Cloud varð fyrir valinu veit ég ekki...en ég bíð spenntur eftir því að sjá hvernig útreið bæjarbúar fá í myndinni...þ.e.a.s. ef handritinu hefur ekki verið breytt.  Það stóð víst upphaflega til að taka myndina upp hér en því var breytt og hún tekin upp í Pittsburgh, PA í staðinn.   Mig grunar reyndar að Kevin Smith hafi fengið hugmyndina að handritinu hér þegar hann kom í heimsókn í skólann minn og hélt fyrirlestur og Q&A session hér fyrir ca. 2 árum.  Hann hlýtur að hafa lent í einhverju villtu partíi á eftir! Whistling

Með aðalhlutverk í myndinni fara nýstirnið Seth Rogen, Elizabeth Banks, Jason Mewes (Jay), Justin Long og Brandon Routh...auk einhverrar Tracy Lord (!).

Samkvæmt fréttum stendur Smith í harðri baráttu við kvikmyndaeftirlitið en þeir hafa gefið myndinni "NC-17" stimpil í stað R...sem þýðir að sum kvikmyndahús gætu neitað að sýna myndina.  Er það ekki týpískt að það má sýna endalausar blóðsúthellingar a la Hostel og Rambo...en smá sex og þá hrökkva þessar teprur í kút! 

Teaser trailer myndarinnar gjörið þið svo vel:


Franskur fréttavefur birtir myndbandið mitt

french_takeitbackNetútgáfa franska fréttablaðsins Le Nouvel Observeur birti myndbandið mitt sem ég tók af Obama í St. Paul á vefnum sínum í gær...án þess að spyrja leyfis eða láta mig vita auðvitað.  Það var bara tilviljun að ég tók eftir því á youtube þegar ég fór að athuga hvaðan þessi þúsund áhorf hefðu komið allt í einu.

Æ, þessir Frakkar...tsk, tsk... Cool   


John Adams

John_Adams_Presidential_DollarUndanfarin sunnudagskvöld hef ég verið límdur við imbakassann til að fylgjast með frábærri nýrri míní-seríu á HBO kapalstöðinni sem fjallar um lífshlaup annars forseta og eins af stofnendum (Founding Fathers) Bandaríkjanna, John Adams. 

Það sem gerir þessa þætti áhugaverða er hversu vel er vandað til verks en framleiðendur eru þeir sömu og gerðu "Band of Brothers" þættina vinsælu og executive producer er enginn annar en sjálfur Tom Hanks.  Þættirnir eru gerðir eftir metsölubók Pulitzer verðlaunahafans David McCullough og mikið er lagt í að gera þættina sem raunverulegasta, bæði hvað varðar leikmyndina og persónusköpun.

Þættirnir hefjast í Boston árið 1775 þegar sauð upp úr samskiptum Breta og íbúa Massachusetts nýlendunnar og sýna í framhaldinu hvernig John Adams átti stóran þátt í að sameina hin upprunalegu 13 fylki bandaríkjanna sem lýstu svo yfir sjálfstæði og fóru í stríð við Breta.  Þættirnir fylgjast svo með Adams í för hans til Evrópu þar sem gerði mikilvæga samninga við Frakka og síðar Breta og Hollendinga.  Þá er því líst hvernig hann varð fyrsti varaforseti bandaríkjanna (undir George Washington) og síðar annar forseti hins nýstofnaða lýðveldis.

Paul Giamatti (Sideways) fer á kostum í hlutverki Adams og Laura Linney sömuleiðis í hlutverki Abigail konu hans.  Stephen Dillane brillerar sem Thomas Jefferson og sömu sögu má segja um David Morse og Tom Wilkinson í hlutverkum George Washington og Ben Franklin.

Það sem gerir það að verkum að þessir þættir eiga erindi við okkur í dag er sú staðreynd að núverandi ríkisstjórn bandaríkjanna hefur traðkað á þeim gildum sem "the Founding Fathers" hugsuðu sér við stofnun bandaríkjanna og ekki síst sjálfri stjórnarskránni sem allir bandaríkjamenn líta á sem heilagt plagg.  Thomas Jefferson sem samdi sjálfstæðisyfirlýsingunna og stóran hluta stjórnarskrárinnar myndi snúa sér við í gröfinni ef hann vissi hvernig málum er háttað í dag. 

Enginn sem hefur áhuga á sögu bandaríkjanna ætti að láta þessa þætti framhjá sér fara en væntanlega koma þeir út á DVD innan skamms auk þess sem "óprúttnir náungar" geta eflaust fundið þá á torrentum internetsins.   Hér er að lokum þáttur um gerð "John Adams" míní-seríunnar.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.