Færsluflokkur: Sjónvarp

Bill Maher góður í gær

Hér eru New Rules frá því í gærkvöldi.  Vinur minn hefur bara ekki verið jafn fyndinn síðan ég mætti í stúdíóið hjá honum í Hollywood í fyrravor.

 


Veðurfréttamenn

Þó svo hann spái áframhaldandi frosthörkum þá hlýnar manni alltaf (a.m.k. um hjartaræturnar) af því að horfa á fyrrum skólabróður sinn og súkkulaðisjarmörinn Sven Sundgaard flytja veðurfréttirnar á KARE11.  InLove

Það er skárra veðrið í Ohio sýnist mér Tounge

nice_weather

 

 

 

 

 

 

 

 

En þessi annars ágæti weatherman ætti að íhuga að flytja hingað norðureftir...þar sem er ekki eins mikið af pöddum!


"Íslandsþáttur" Daily Show í kvöld?

Íslenskir aðdáendur Jon Stewarts hafa beðið með nokkurri eftirvæntingu eftir því að háðfuglinn góðkunni sýndi frá Íslandsför "fréttaritara" síns, Jason Jones og gerði smá grín að hinum Íslenzka eins manna her í Írak!  Sökum verkfalls handritshöfunda voru margir farnir að óttast að ekkert yrði úr þessu, en samkvæmt auglýsingu sem sýnd var á Comedy Central núna rétt áðan, virðist þetta loksins ætla í loftið í kvöld (mánudag).

En þangað til ylja menn sér hér í kuldanum (-24°C, síðast þegar ég gáði) við það að horfa á ræðu Doktors Martin Luther King, en þökk sé honum geta opinberir starfsmenn og námsfólk haft það náðugt innandyra í dag og látið sig dreyma um betri tíð. Smile  Eitthvað vantar nú uppá að draumur Dr. Kings hafi ræst ennþá...en við skulum sjá til.  Frú Clinton lét það útúr sér um daginn að MLK hafi verið draumóramaður (eins og Obama) en það hafi verið Lyndon B. Johnson, maður með reynslu (eins og hún þykist vera) sem hafi komið Civil Rights Act lögunum í gegn árið 1964.  Með öðrum orðum sagði hún að MLK (og Obama) séu "thinkers"...en hún (og LBJ) sé "do-ers". GetLost  Einhvern vegin held ég að svartir kjósendur South Carolina láti hana sjá eftir þessum orðum um næstu helgi! Wink  Og varðandi Nevada um helgina segi ég bara...what happens in Vegas, stays in Vegas!


Fair and balanced...as always

obama1


Youtube kappræður Repúblíkana

no_republicansAldrei þessu vant sleppti ég að horfa á Timberwolves spila í kvöld (þeir töpuðu hvort eð er enn einu sinni Crying).  Ástæðan var nefnilega sú að það er eitt Amerískt "spectator sport" (eins og sveitungi minn Magnús á FreedomFries orðar það) sem er jafnvel skemmtilegra en NBA körfuboltinn og það er Amerísk pólitík, eins fáránleg og hún getur verið...góðar kappræður geta oft skákað WWF Wrestling (fjölbragðaglímu) hvað tilþrif og leiktilburði varðar! Joyful

Ég ákvað því að horfa á kappræður Repúblíkanana sem haldnar voru á CNN í kvöld í boði Youtube, en spurningarnar komu frá venjulegu fólki sem sent hafði inn vídeó með spurningum til frambjóðendanna.  Þetta var hin ágætasta skemmtun að mörgu leiti og það var fróðlegt að sjá hversu misvel frambjóðendunum tókst að halda andlitinu og bregðast við erfiðum spurningum áhorfenda og árásum frá hinum frambjóðendunum. 

Ég þarf svosem ekki að taka fram að ég á mér engan uppáhalds Repúblíkana, enda stangast þeirra lífsskoðanir á við mínar í öllum grundvallaratriðum.  Samt sem áður verður að viðurkennast að þeir eru mis-slæmir og þessar kappræður gáfu mér ágæta hugmynd um hver er "slæmur, slæmari, slæmastur" í þessum hópi kandídata.

God-is-a-Republican-eÓtvíræður lúser kvöldsins var að mínu mati Mitt Romney sem átti mjög erfitt uppdráttar og var í raun kjöldreginn hvað eftir annað af andstæðingum sínum.  Hann kom mjög klaufalega fyrir og virtist flip-floppa hvað eftir annað í nánast öllum málefnum...enda er hann allt í einu að þykjast vera hinn mesti pro-life, anti-gay family values, biblíu-mongari af þeim öllum þrátt fyrir að hafa talað og kosið eins og demókrati þegar hann vann ríkisstjórastól Massachusetts fyrir nokkrum árum.  Þar fyrir utan lítur aumingja maðurinn út eins og hinn versti "used car salesman" og hann virkar einstaklega ótraustvekjandi.

Fred Thompson var næst-mesti lúser kvöldsins en hann virtist vera úti á þekju allan tímann og virkaði jafn áhuglaus og daufur eins og hann hefur gert í baráttunni hingað til...ég spái því að hann hellist úr lestinni eftir forkosningarnar í Iowa.

Það tekur því varla að minnast á Duncan Hunter og Tom Tancredo sannaði það enn einu sinni að hann er snar-geðveikur!  Rudy Giuliani virkaði frekar litlaus og óáhugaverður eins og alltaf nema þegar hann kemur fram í dragi! LoL  Hann hélt sínar hefðbundu 9/11 borgarstjóra og NY Yankees ræður og kom fátt gáfulegt uppúr honum eins og fyrri daginn.  Ég stórefast um að hann haldi út í Iowa (sjá Huckabee).

RepublicansJohn McCain átti nokkrar sæmilegar rispur, aðallega þegar hann tók Romney í kennslustund um pyntingar á stríðsföngum...sem hann hefur jú first hand reynslu af.  Ég veit ekki hvað það er við McCain en þrátt fyrir að mér líki ekki við hans pólitísku stefnur þá ber ég alltaf ákveðna virðingu fyrir manninum...hann virkar tiltölulega "heill á geði"...for a Republican! Wink  Samt held ég að McCain sé á síðustu dropunum í þessari baráttu og muni hellast úr lestinni í Iowa.

Ron Paul, sem allir virðast elska þessa dagana, náði sér ekki sérstaklega á strik í þessum kappræðum en náði þó stundum að standa uppí hárinu á Rudy og uppskar bæði mikið klapp og baul þegar hann talaði um stríðsreksturinn í Írak.  Það kæmi mér ekki á óvart að hann byði sig fram sem óháður kandídat þegar yfir líkur...og gæti reynst Repúblikönunum skeinuhættur í aðal-kosningunum líkt og Ralph Nader eyðilagði fyrir Demókrötunum árið 2000 og varð þess valdur að Bush "vann".

Sigurvegari kvöldsins og að mínu mati líklegasti kandídatinn til að sigra í Iowa var fyrrum fylkisstjórinn í Arkansas, Mike Huckabee.  Hann hefur verið að koma rosalega sterkur inn núna á síðustu metrunum þrátt fyrir að hafa verið afskrifaður í byrjun.  Ég verð að játa að þrátt fyrir að maðurinn sé einn mesti íhalds-seggurinn af þeim öllum, guðfræðingur og "evangelical christian", þá er eitthvað við karlinn sem gerir hann "almost likeable"...hann er hógvær og vel máli farinn, virkar mjög einlægur og eins og hann sé jarðbundnari en flestir andstæðingar hans.  Svo spillir ekki fyrir að hann hefur fengið sjálfan Chuck Norris til liðs við sig! LoL  Ég spái honum alltént góðu gengi í Iowa...hvað sem síðar verður.

En...að lokum...ákvað að skella inn þessu myndbandi af spurningu fyrrum hershöfðingja sem eftir 43 ára þjónustu í landhernum fékk baul frá áhorfendum og háðugleg svör frá frambjóðendunum þegar hann spurði þá út í "Don´t Ask - Don´t Tell" stefnu hersins.


Slagsmál í beinni hjá Bill Maher!

real_time_052505Það getur margt óvænt gerst í beinni útsendingu og að því varð ég vitni fyrr í kvöld þegar ég settist niður til að horfa á uppáhálds sjónvarpsþáttinn minn Real Time with Bill Maher á HBO.  Fyrir þá sem ekki þekkja Bill Maher þá er hann grínisti sem sérhæfir sig í "pólitískri satíru" og var áður með þætti á ABC sem hétu "Policitally Incorrect".  Ég mæli eindregið með að þið "klikkið hér" og kíkið á myndbrot úr þáttunum hans.

Real Time þættirnir eru sýndir einu sinni í viku í beinni útsendingu og fara fram þannig að Bill fær til sín góða gesti til að ræða málefni vikunnar og í þessu landi vitleysunnar er ætíð af nógu að taka, trust me!  Maher tekst einstaklega vel að snúa alvarlegustu málum á þann veg að hægt er að hlægja að þeim og hafa gaman af og hann er alveg óragur við að segja hlutina eins og þeir eru, á óritskoðuðu mannamáli. Smile 

Í kvöld voru gestir hans John Edwards forsetaframbjóðandi, Joel Stein dálkahöfunur á L.A. Times og Time Magazine, Sheila Jackson Lee, þingmaður frá Texas (D) og Chris Mathews sjónvarpsmaður sem stýrir þáttunum Hardball á MSNBC.  Auk þess bauð Bill uppá feiknagott viðtal við Garry Kasparov skáksnilling og forsetaframbjóðanda í Rússlandi um ástandið þar á bæ.

En en...í miðjum þættinum í kvöld gerðist sá skondni atburður að nokkrir áhorfendur úti í sal fóru að kalla frammí og láta ófriðlega.  Bill var greynilega ekki skemmt og þetta atvik virtist setja hann svolítið útaf laginu og svo fór fyrir rest að hann snappaði og fór að svara fyrir sig.  Það tók töluverðan tíma fyrir öryggisverði að bregðast við og svo fór að Bill stóð upp og hljóp sjálfur út í sal til þess að henda ólátabelgjunum út.  Þetta var auðvitað hálf fyndið allt saman og var farið að minna á Jerry Springer! Joyful  Það kom svo á daginn að ólátabelgirnir voru 9/11 samsærissinnar sem reiddust Maher um daginn þegar hann kallaði þá fífl fyrir að halda að WTC turnarnir hefðu verið sprengdir niður viljandi af Bush og co.

Það vill svo skemmtilega til að upptaka af atvikinu er komin á netið og hana má sjá með að smella hér.  Því miður er þetta ekki komið á youtube ennþá þannig að ég get ekki dembt þessu hérna inná síðuna.

Það sem ég skil ekki í þessu öllu saman er hvernig þeir komust inn í salinn með stærðarinnar mótmælaspjöld því ég hef kynnst öryggisgæslunni í Real Time stúdíóinu af eigin raun.  Ég var svo lánsamur í ferð minni til Hollywood í vor að vera viðstaddur æfingaþátt (kvöldið áður en þátturinn fer í loftið í beinni er haldið "dress rehearsal") og get vitnað um það að áður en manni var hleypt inn fór maður í gegnum vopnaleit eins og á flugvelli og varð maður að skilja myndavélina og farsímann eftir við hliðið.  Ég bloggaði aðeins um þetta ævintýri í vor og má lesa þá færslu hér.


Michael Moore og the Sodomobile

Snillingurinn hann Michael Moore lét hafa það eftir sér í nýlegu viðtali í The Advocate að næsta mynd hans verði hugsanlega um réttindi samkynhneigðra og hómófóbíu í Bandaríkjunum.

Moore hefur reyndar fjallað um málið áður, á sinn einstaklega skemmtilega hátt.  Grin  Endilega horfið á þessa klippu úr sjónvarpsseríunni The Awful Truth frá árinu 1998.  Ég grenjaði úr hlátri þegar ég sá þetta... vona svo sannarlega að Michael standi við stóru orðin og hefjist handa við nýju myndina sem fyrst!


Sú kemur tíð

Il était une fois l'Espace - Mér til mikillar gleði rakst ég á þetta myndbrot úr þessari frábæru frönsku teiknimyndaseríu frá árinu 1982. 

 

Þetta framkallar ljúfar bernskuminningar, en þessir þættir voru uppáhalds-sjónvarpsefnið mitt á þessum árum, ásamt Prúðuleikurunum, Nýjustu tækni og vísindum með Sigurði H. Richter, kúrekamyndum með John Wayne og Dallas sem ég horfði alltaf á með ömmu minni. (hef svo komið 5 sinnum á Southfork í Texas Tounge)

Ævintýri Pésa og Fróða, þýdd og leiklesin af Guðna Kolbeinssyni, voru langt á undan sinni samtíð.  Þetta voru einhversskonar evprópskir Star Trek þættir fyrir börn og ég held að þeir hafi spilað stóra rullu í að gera mann að "geim-nörd" fyrir lífstíð.

Eitt það æðislegasta við þessa þætti var tónlistin, en hún var samin af Óskarsverðlaunahafanum Michel Legrand.  Yndislega dramatísk og hýr diskó-tónlist LoL


Nostalgíukast from the 80´s

Mikið var nú gaman að alast upp við þessar dásamlegu Amerísku teiknimyndir!  Hvað horfa krakkar á í dag?  Latabæ og Teletubbies??? Undecided

GI Joe - A Real American Hero (a.k.a. Action Force - International Heroes)

He-Man and the Masters of the Universe

Centurions!

Thundercats!


Niles stiginn út úr glerskápnum

David Hyde Pierce, betur þekktur sem Niles Crane úr Frasier þáttunum kom opinberlega út úr skápnum í gær.  Þessar fréttir koma svosem fáum á óvart en þetta hefur verið álíka opinbert leyndarmál eins og hjá þeim Jodie Foster leikkonu og Anderson Cooper fréttaskýranda á CNN.

Þótti við hæfi að bregða upp þessum sketchum með Niles


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.