Færsluflokkur: Sjónvarp

Bill Maher og Jerry Falwell

Eins og við var að búast tjáði meistari Bill Maher sig aðeins um Jerry Falwell, heitinn, í lok þáttar síns á HBO nú á föstudagskvöldið.  Njótið vel! Smile


Sean Penn

Var í stuði hjá Bill Maher um helgina.  Hann hafði þetta að segja um þau George Tenet, Condoleezu Rice, Dick Cheney og George W. Bush...

 

Amen brother!  Wink


A Bit of Fry and Laurie

Rakst á þetta yndislega sketch með félögunum Stephen Fry og Hugh Laurie (Dr. House).  Með fullri virðingu fyrir Amerískum húmor, þá er það virkilega nærandi fyrir andann að fá smá skammt af fágaðri breskri kómík, from time to time.   Því miður hefur kaninn bara almennt ekki jafn gott vald á enskri tungu eins og tjallinn...með nokkrum undantekningum þó, sbr. George Carlin.

 


Klappstýrur

Dallas Cowboys cheerleaderFara í taugarnar á mér.  Ég hef aldrei skilið hlutverk þeirra á kappleikjum og satt að segja finnst mér klappstýrur vera yfir höfuð sorglega hallærislegar.  Þrátt fyrir að gera lítið til þess að auka á stemmninguna á kappleikjum, né hafa nokkur áhrif á gang leiksins er þetta fyrirbrigði jafn samgróið Bandarískri menningu og eplabaka og hafnabolti.

Strax í grunnskóla er stelpum kennt að þeirra hlutverk á íþróttavellinum sé að dilla sér hálfnaktar með heimskulegt bros á vör, vera sætar og hvetja strákana áfram með asnalegum píkuskrækjum.

Sem jafnréttissinna og hófsömum femínista blöskrar mér að stelpur láti niðurlægja sig á þennan hátt.  Hvar er sjálfsvirðingin?  Mér verður álíka flökurt í hvert sinn sem ég sé svokallaðar fegurðarsamkeppnir, sem er auðvitað ekkert annað en keppni um hver nær að svelta sig mest, fara í nógu marga ljósatíma, og troða nógu miklu sílíkoni á vissa staði.

Svo er það þessi double-standard sem fer í taugarnar á mér varðandi "klámvæðinguna"...klappstýrurnar mega dilla sér á eggjandi hátt framan í unga sem aldna en guð hjálpi Janet Jackson ef það verður smá "wardrobe malfunction" í hálfleik!

Laker girlsVesturlandabúar saka múslima um kvennakúgun fyrir það að í þeirra heimshluta eru konur ekki hafðar sem sýningargripir.  En er það ekki álíka mikil kvennakúgun að ala stelpur upp í þeirri trú að eina leiðin fyrir þær til þess að ná langt í heiminum sé sú að fá sér sílíkonbrjóst og klæða sig upp eins og hórur?

Æ...ég biðst forláts.  Ætli ég sé ekki bara svona argur yfir því hvað körfuboltaliðinu mínu hefur gengið illa að undanförnu...það er eitthvað svo ergjandi að horfa á liðið sitt 20 stigum undir þegar lítið er eftir og horfa svo á þessar barbí-dúkkur hoppandi um skælbrosandi veifandi þessum asnalegu pom poms!

Bush at YaleSamkvæmt Wikipedia var þetta klappstýrufyrirbæri fundið upp hérna í Minnesota af öllum stöðum.  Fyrsta klappstýran var drengur að nafni Johnny Campbell sem var nemandi við Minnesota-háskóla árið 1898, og fyrsti klappstýruhópurinn var einungis skipaður strákum sem ekki komust í fótboltaliðið.  Það var ekki fyrr en á þriðja áratug síðustu aldar að stelpur sem æfðu fimleika fengu að gerast klappstýrur.  Undir lok fimmta áratugsins voru stelpur hins vegar komnar í yfirgnæfandi meirihluta og í dag er hlutfallið komið upp í 97% stelpunum í vil.  En nota bene þeir fáu strákar sem stunda klappstjórn í dag eru kappklæddir!  Hvað á það að þýða?  Ósanngjörn kynjamismunun segi ég nú bara!

Það er athyglisverð staðreynd að George W. Bush var klappstýra á námsárum sínum í Yale.  Það útskýrir kannski margt!

Ok ég verð víst að viðurkenna að ég hefði nú sennilega svolítið gaman af klappstýrum ef þær væru fleiri svona!  W00t         Erhm... og þar með fauk púrítana-röksemdarfærslan hér að ofan útum veður og vind...Úps!  Whistling     Go Minnesota!  Go!  Wizard

Klappstjórar

 


Ron "Tater Salad" White

Tater SaladÉg kíkti nýlega í Orpehum Theater í Minneapolis og sá uppistand grínistans Ron White.   Ron hefur gert garðinn frægan með "The Blue Collar Comedy Tour" hópnum ásamt Jeff Foxworthy, Bill Engvall og Larry the Cable Guy.

Ron er ekta redneck frá Texas og húmorinn eftir því.  Grin 

Endilega kíkið á þetta sketch úr showinu hans "You Can´t Fix Stupid" .

Hér eru svo fleiri sketchar frá Comedy Central.


Kafteinn Kirk syngur fyrir George Lucas

Aðeins meira Star Wars grín...   (frá AFI Lifetime Achievement Awards árið 2005)

Annars er Shatner nú betri sem Danny Crane í Boston Legal heldur en nokkurn tíma kafteinn Kirk!


Smá húmor

Hver hefur ekki séð fræðslumyndbönd um kjarnafjölskylduna frá sjötta áratugnum? Wink

Ef myndbandið hleðst ekki upp hér fyrir neðan...smellið þá á þennan link: http://emuse.ebaumsworld.com/video/watch/728


MS Windows 1.0 árgerð 1985

Blue Screen of Death strax í Boot-upNú þegar maður er búinn að uppfæra í Windows Vista Ultimate er ekki úr vegi að líta aðeins um öxl og minnast fyrstu útgáfu þessa annars ágæta stýrikerfis.

Ég rakst á þessa sprenghlægilegu Microsoft auglýsingu frá árinu 1985 en brjálæðingurinn sem talar er enginn annar en meðstofnandi og núverandi CEO Microsoft, Steve Ballmer.

P.S. ætlaði að birta þessa vídeóklippu hér beint á síðunni en flash kóðinn virkaði ekki Errm  vinsamlegast smellið því á linkinn að ofan.

 


Snillingurinn Bill Maher

Fleiri frábær komment frá meistara Bill Maher.

 

 


Saklaus húmor

snickersÉg skil ekki hvað fór svona fyrir brjóstið á fólki varðandi þessa auglýsingu.  Nú vill svo til að ég er meðlimur í GLAAD samtökunum (Gay & Lesbian Alliance Against Defamation) og þau hafa  unnið ljómandi gott starf í gegnum tíðina...en þetta er að mínu mati bara dæmi um skort á smá húmor fyrir sjálfum sér.

Ég horfði nú á blessaðan Super Bowl leikinn (hélt reyndar með Da Bears sem töpuðu Frown) og mér fannst þetta bara fín auglýsing.  Hversu oft sér maður tvö karla kyssast á skjánum í prime time?  Ég hefði haldið að þetta ætti að fara meira í taugarnar á hommahöturunum heldur en okkur hommunum.  Ef eitthvað er þá gerði þessi auglýsing grín að homofóbíunni í þessum karakterum.

Svona pempíuskapur og öfga-spéhræðsla er ekki vel til þess fallin að hjálpa málstað okkar.

En hér er auglýsingin og dæmi hver fyrir sig.

 


mbl.is Baráttusamtök samkynhneigðra ósátt við Snickers-auglýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.