Trick or Treat

happyholloween.jpgNú er ekki seinna vænna en að skera út grasker og finna sér grímubúning... það liggur við að kanarnir geri jafn mikið úr Halloween og jólunum og Thanksgiving deginum...sem nú nálgast reyndar líka óðfluga...með kalkún og stöffing og all the trimmings. Joyful  

Fólk var farið að undrast um mig og óttast að ég væri hrokkinn uppaf þar sem ég hef ekkert bloggað í tæpar 2 vikur.   Datt því í hug að setja inn þessa tiltölulega innihaldslausu færslu svona bara til að reyna að koma mér í gang aftur.   Satt að segja hef ég einfaldlega ekki haft orku í að taka þátt í kreppu umræðunni.  Það er svo margt sem maður vill segja sem sennilega er best að láta kyrrt liggja.  Það hefur reynst mér ágætlega að halda mér sem lengst frá lyklaborðinu þegar ég er reiður og sorgmæddur.  Hverju getur maður svosem líka bætt við sem ekki er búið að segja annarsstaðar.  Annars hef ég reynt eftir besta megni að leiða þetta hjá mér...hættur að geta horft á fréttirnar á ruv.is í bili...sting bara hausnum í sandinn eins og strúturinn. 

Fékk í gær símhringingu frá College Democrats og var beðinn um að taka þátt í sjálfboðastarfi fyrir Obama nú um helgina og fram að kosningum.  Er að pæla í að slá til... felst aðallega í að hringja í fólk og hvetja það til að mæta á kjörstað og kjósa rétt.  Gæti verið gaman að taka þátt í svona grasrótarstarfi og örugglega ágæt reynsla.  Það er mikið undir núna og ekki bara mikilvægt að Obama vinni (stefnir allt í stórsigur núna) heldur er líka mikil vinna hér í Minnesota lögð í að koma Al Franken í öldungardeildina (stefnum á 60 sæta supermajority) og ekki síður á að sigra skrímslið hana Michele Bachmann, hér í 6th Congressional District, en það var einmitt hún sem sagði um daginn að Obama væri "anti-American" og kallaði á "McCarthy style" rannsókn á því hvaða þingmenn væru nógu "Pro-American".  Sick

Keith Olbermann tjáir sig um Michelle Bachman á snilldarlegan hátt

Og smá skilaboð frá nokkrum vel kunnum andlitum


Bloggfærslur 30. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.