Moral Orel
18.11.2008 | 20:30
Frá framleiðendum Family Guy og Robot Chicken: Fylgist með uppvexti Orel litla, sem er guðhræddur snáði frá Moralton, Statesota. Meira á vef adult swim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Whale Wars
18.11.2008 | 19:42
Það væri nú synd fyrir Animal Planet og Sea Shepherd ef íslendingar hættu hvalveiðum...hvað verður þá um Season 2 af þessum stórskemmtilegu þáttum með íslandsvininum og hetjunni Paul Watson?
![]() |
Gætum þurft að hætta hvalveiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Prince segir Guð hata homma
18.11.2008 | 11:01
Hver man ekki eftir popparanum glysgjarna Prince...sem einu sinni kallaði sig "The Artist formerly known as Prince" og svo varð hann aftur bara Prince. Eitthvað virðist hann ennþá vera ruglaður í ríminu eftir þessar nafnabreytingar og sennilega í einhverri tilvistarkreppu grey karlinn.
Prince er sennilega einn af frægari tónlistarmönnum Minnesota (ásamt Bob Dylan) og hann hefur búið í Minneapolis alla sína hunds og kattartíð og troðið upp á First Avenue (Purple Rain) og í Uptown við og við. Prince flutti þó til Los Angeles í fyrra á fimmtugsafmælinu sínu, að eigin sögn til þess að geta betur "ræktað trúnna".
Aumingja Prince lenti í klónum á költi Votta Jehóva fyrir nokkrum árum og tekur meira að segja þátt í að ganga hús í hús til þess að boða "fagnaðarerindið" og dreifa "Varðturninum", áróðurspésa Vottanna.
Einhverra hluta vegna gat ég ekki annað en skellt uppúr þegar ég las viðtal við Prince í The New Yorker þar sem hann er meðal annars spurður um pólitík...en trúin bannar honum að kjósa. Hann sagðist m.a. vera algerlega á móti hjónaböndum samkynhneigðra, benti á biblíuna og sagði God came to earth and saw people sticking it wherever and doing it with whatever, and he just cleared it all out. He was, like, Enough. og átti þar væntanlega við Sódómu og Gamorru. Mjög djúpt hjá listamanninum knáa og kvenlega...og svolítið tragíkómískt. Við óskum honum að sjálfsögðu góðs bata.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Icelandic snake-oil-salesmen
18.11.2008 | 10:13

Þriggja mánaða skammtur kostar ekki nema $250 og ef þú finnur ekki fyrir bættu skammtímaminni innan þriggja vikna þá færðu endurgreitt! 100% Money Back Guarantee.
Svo er bara spurningin hvort þetta sé enn eitt Ice-Save Nígeríu-svindlið...og þá hvort íslensku þjóðinni beri að endurgreiða...og gert sé ráð fyrir þessu í lánapakkanum frá IMF.

Hér er vefsíða icelandhealth.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)