Bobby Fischer undanþága?

Nú finnst mér það hæpið að bæta sérstöku íslensku-prófi ofan á þann þegar mjög langa og flókna feril sem venjulegir umsækjendur um ríkisborgararétt þurfa að ganga í gegnum.  Hér í Bandaríkjunum þurfa umsækjendur ekki að gangast undir sérstakt ensku-próf (enda er ekkert opinbert tungumál í USA) - en á hinn bógin þurfa þeir að geta svarað spurningum um sögu landsins og stjórnkerfi (væntanlega á ensku).  Það má ekki gleyma því að íslenskan er flóknara og erfiðara tungumál að læra heldur en enska og það verður að gefa fólki tíma og aðstoð við að læra íslenskuna.

En svo er spurningin...hvað ef þú ert misskilinn skáksnillingur í Japönsku fangelsi, kúguð handboltastjarna frá Kúbu, forsetafrú eða tengdadóttir Jónínu Bjartmarz?  Verður þá bara hægt að sleppa þessu prófi, ef um VIP umsækjendur er að ræða?  Eða er þetta bara enn ein sían fyrir "óæskilega" innflytjendur?


mbl.is Íslenskupróf skilyrði fyrir ríkisborgararétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband