Svívirðileg forgangsröðun

Það eina sem hugsanlega getur bjargað þessari þjóð frá endanlegri glötun er mannauðurinn.  Það var hárrétt hjá Þorgerði Katrínu að farsælla væri fyrir atvinnulaust fólk að fjárfesta í menntun og sjálfsuppbyggingu en að sitja aðgerðarlaust á bótum til langframa.  Virkja verður nýsköpunarmátt þessara einstaklinga og gefa fólki von um bjartari tíð. 

Hvað verður um þessa 1600 einstaklinga sem sóttu um nám við HÍ nú þegar skólinn er knúinn til að skera niður um milljarð?  Einhverjir fara örugglega úr landi við fyrsta tækifæri og af hverju í ósköpunum ættu þeir að snúa aftur?

forks_562784.pngHvernig er það réttlætanlegt að á sama tíma og niðurskurðarhnífurinn er blóðugur í mennta- og heilbrigðiskerfinu sé nánast ekkert skorið niður til útgjalda til ríkis-kirkjunnar?  Rúmir 5 milljarðar á ári fara í að halda uppi þessu gjörsamlega gagnslausa og úrelda apparati sem engu skilar til baka til þjóðarbúsins.  Það á að fjarlægja þetta krabbamein af ríkisspenanum án tafar og ríkið á að taka til sín og selja allar eigur Þjóðkirkjunnar og verja þeim fjármunum til uppbyggingar þjóðarinnar.  Trúaðir hljóta að geta borgað úr eigin vasa fyrir þetta hobbý sitt eða beðið til síns guðs í einrúmi.  Það er ólíðandi forgangsröðun að skera niður í menntamálum á sama tíma og útgjöld til kirkjunnar aukast einungis ef eitthvað er.

Fullur aðskilnaður rikis og kirkju er réttlætismál og nú verður að taka á þessu bulli af alvöru!

Fyrir mína parta þá er það minn draumur að geta snúið til baka til Íslands einn góðan veðurdag og boðið fram mína krafta til þess að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.  Það er þó ljóst að áður en til þess kemur verða að fara fram margar grundvallar-breytingar á gildum landsmanna.  Fyrr sný ég ekki aftur ótilneyddur.


mbl.is Ekki hægt að taka inn nýnema
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.