Víðeó-bloggur
15.6.2008 | 13:28
Kæru vinir og vandamenn, ég vona að þið sjáið ykkur fært að kíkja á eftirfarandi myndbönd. Gærdagurinn fór í að taka þetta upp og ég vakti til 5 í morgun til að klippa þetta saman og hlaða inná youtube...eins gott að það er sunnudagur...zzzZZZzzz... Vona að þið hafið smá gaman af þessu! ATHUGIÐ - Til að sjá myndböndin í betri myndgæðum er hægt að tvísmella á myndbandið (þá opnast nýr gluggi inn á youtube síðunni) - þar er hægt að smella á "watch in high quality" hægra megin undir myndbandinu - svo er um að gera að stækka gluggan og horfa í full screen. (smellið á íkon neðst í hægra horni myndbandsins)
Saint Cloud - Part 1
Saint Cloud Part 2
Saint Cloud State University - skoðunarferð um campusinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tornado Warning
15.6.2008 | 08:06
Eitt af því sem fylgir því að búa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna er að á þessum árstíma ganga oft yfir heljarinnar þrumuveður sem geta myndað skýstrokka (tornadoes). Við sluppum við skrekkinn í kvöld, en þó brá manni svolítið í brún þegar ég yfirgaf kínverskan veitingastað hér í bæ en þá tóku að glymja háværar loftvarnarflautur. Fólk átti sem sé að drífa sig ofan í kjallara eða ofan í baðkarið sitt og hylja sig með rúmdýnunni sinni...en...auðvitað er ekkert fútt í því svo við bara störðum upp í loftið og náðum ágætum myndum af skýjunum...m.a. ský sem virtist vera svokallað "funnel cloud" með "vertical rotation". Alltént gerði svo hellidembu og ágætis rok, eða ca. 60 mph. Endilega kíkið á!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)