Mighty Mississippi
18.6.2008 | 07:51
Það er svakalegt að sjá eyðilegginguna eftir flóðin suður í Iowa og reyndar líka syðst hér í Minnesota. Þrátt fyrir að hér hafi ringt töluvert undanfarið og það er frekar mikið í ánni, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi sem ég tók um daginn, höfum við sloppið við flóð sem betur fer. Stórfljótið Mississippi er nú reyndar ekki nema hálfgerð spræna hérna uppfrá, enda upptök fljótsins aðeins um 200 km hér fyrir norðan. Þar hef ég reyndar vaðið yfir nokkrum sinnum.
![]() |
Enn flæðir í Miðvesturríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Way to go McHale
18.6.2008 | 07:23
Kevin McHale framkvæmdastjóri Minnesota Timberwolves fagnar sjálfsagt í laumi í kvöld sínum fjórða meistaratitli með Celtics. Það var súrrealískt að sjá Kevin Garnett hampa titlinum núna áðan...blendnar tilfinningar...en hann átti þetta skilið blessaður og Minnesota búar gleðjast fyrir hans hönd. Takk fyrir minningarnar K.G.!
![]() |
Yfirburðir Boston - 17. meistaratitillinn í höfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)