Íslenskir þöngulhausar
19.6.2008 | 20:26
Hvað er málið með þessa morðóðu villimenn þarna uppfrá? Það má ekki sjást saklaus ísbjörn né stöku hvalur við ströndina, þá blossar upp í þessum kvikindum einhver frumstæð drápsfíkn!
Það þarf nú engan stærðfræðing til að sjá að hvalveiðar borga sig engan veginn og munu aldrei gera, en skaðinn sem þær valda íslenskri ferðaþjónustu og almenningsáliti á heimsvísu er gríðarlegur og í sumum tilfellum óbætanlegur.
Margir benda á að Bandaríkjamenn veiði fleiri hvali en Íslendingar, en skilja ekki að veiðar frumbyggja í Alaska eru ekki stundaðar í gróðaskyni heldur sem "menningarleg athöfn". Það má svosem vel vera að íslendingar séu svo menningar-snauðir að þeir telji hvalveiðar nauðsynlegar undir þeim sömu forsendum?
Eða er þetta bara einhver gamaldags þjóðrembingur? Tal um sjálfsákvörðunar-rétt! "Við látum sko ekki einhverja bansetta útlendinga segja okkur hvað við megum drepa og hvað ekki!" Ok, verði ykkur að góðu, ef ykkur langar til að gera ykkur að fíflum og skapa þá ímynd í augum siðmenntaðra þjóða að Íslendingar séu villimenn!
En hver á annars að éta hval-kjötið? Fullt af PCB, kvikasilfri og öðrum þungmálmum og eiturefnum? Á grillið mitt? Nei, takk! Má ég þá frekar biðja um Amerískan hormóna-borgara.
![]() |
Bandaríkjaþing gagnrýnir hvalveiðar Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)