Auðvelt að svæfa fulla flugdólga
17.7.2008 | 22:42
Hér áður fyrr kunnu íslenskir flugvélstjórar á "áttunum" og 727 ráð við óstýrilátum fyllibittum á leið í sólarlandaferð...þeir lækkuðu einfaldlega loftþrýstinginn um borð nógu mikið til að svæfa liðið. Þetta má víst ekki í dag...auk þess sem lofþrýstingur á nýju vélunum er tölvustýrður...en þetta var einföld og þægileg lausn á vandamálinu á sínum tíma.
Alkóhól virkar þannig á líkamann að það minnkar súrefnis-upptöku blóðsins og þar af leiðandi verður heilinn fyrir vægum súrefnisskorti (sem veldur áhrifunum)...áhrifin magnast mjög eftir því í hve mikilli hæð þú ert því þar sem loftið er þynnra nær líkaminn minni súrefnis-upptöku. Þetta útskýrir af hverju íbúar Denver (mile high city) þurfa miklu minna af Coors Light til að verða jafn fullir og St. Louis búar af sínum Bud Light.
Ef loftþrýstingurinn er minnkaður örlítið um borð í flugvél, svo lítið að ódrukknir farþegar taka ekki eftir því...fá kannski smá hausverk...þá dugar það til þess að illa drukkinn maður fær væga hypoxíu (sökum súrefnisskorts) og passar út stone cold og er engum til ama það sem eftir er ferðarinnar. Eina vandamálið var að flugmennirnir urðu sjálfir stundum svolítið syfjaðir hehe.
![]() |
Reyndi að opna flugvélahurð í lofti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.7.2008 kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Canadian Idiot
17.7.2008 | 20:21
Weird Al gerir léttúðlegt grín að nágrönnum mínum í norðri...paródía af American Idiot lagi Green Day. Nota Bene myndbandið er ekki frá sjálfum meistara Al augljóslega...en fyndið engu að síður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)