Mega Jug
18.7.2008 | 00:02
Eitt af því sem ég elska við Bandaríkin er óhefluð neyslumenningin! Ja, ok við skulum kalla þetta svona love/hate relationship... þó manni ofbjóði ruglið á köflum, kemst maður ekki hjá því að taka þátt í þessum öfgafulla lífsstíl. Þó svo maður fái stundum vott af samviskubiti yfir hegðun sinni...þá er maður fljótur að réttlæta neysluna fyrir sjálfum sér og kaupir næsta skammt. Neyslan er nefnilega rétt eins og hvert annað fíkniefni...ávanabindandi. Virkur neytandinn neitar að horfast í augu við vandamálið eins lengi og hann kemst upp með það...þangað til í óefni er komið. En jafnvel þó maður geri sér grein fyrir ástandi sínu...er hægara sagt en gert að breyta hegðunarmynstrinu. Mér hefur ekki tekist það ennþá.
Ein augljósasta birtingarmynd bandarísku neyslumenningarinnar kristallast best í skyndibitafæðinu. Bandaríkin eru himnaríki (eða helvíti) latra fitubolla eins og mín! Við heimtum, og fáum...stundum óumbeðið...meira, stærra, ódýrara og fljótara...beint í bílinn...án nokkurar fyrirhafnar. Stundum er þessu ýtt niður kokið á manni, sárasaklausum og veikgeðja neytandanum án þess að maður fái hönd við reist. Hver stendst mátt markaðsaflanna og auglýsinganna?
Ætli ástæðan fyrir þessu röfli mínu nú sé ekki sú að áðan ákvað ég að koma við á KFC...aldrei þessu vant. Það var heitt og ég var þyrstur og bað um "large Pepsi" með matnum. Svona til skýringar, þá er "large" hér venjulega 32 oz. (tæpur líter)...á meðan á íslandi færðu oftast ekki nema hálfan líter þegar þú biður um stóra kók. Erhem...imagine my surprise þegar mér er rétt "The Mega Jug"... jú sí...á KFC þýðir "large" víst núorðið hálft gallon!!! Tæpir 2 lítrar...í glasi með sogröri. (sjá mynd)
Satt að segja brá mér örlítið þegar ég fékk þetta ferlíki í hendurnar...mér blöskraði jafnvel...en hvað get ég sagt...ég stakk rörinu uppí mig og byrjaði að sjúga...og sjúga... Nú ligg ég afvelta með smá samviskubit...búinn með gosið og ennþá þyrstur.
Nú hefði ég svosem getað farið á Subway og drukkið vatn með... en hvað hefði verið varið í það? Ok, ég er fíkill... so what? Þetta var mitt val...ekki satt? Það er mitt að ákveða hvort ég vil fremja hægfara sjálfsmorð með mataræði mínu... það er ekki KFC að kenna...beinlínis.
Nú rétt í þessu sá ég sjónvarpsauglýsingu frá Wendy´s...ókeypis stækkun í supersize eftir kl. 9 á kvöldin...sennilega verið að targeta alla vesalings stónerana sem eru að horfa á Colbert Report og eru komnir með the munchies... af hverju mega þessi grey ekki kaupa jónurnar sínar á Wendy´s líka? Það deyja jú mun fleiri árlega sökum mettaðra fitusýra en kannabis-neyslu...(like 400,000 to zero samkvæmt tölum CDC).
Nú verð ég að viðurkenna að þrátt fyrir allt er ég frjálshyggjumaður í þeim skilningi að ég er fylgjandi því að einstaklingar hafi óskertan rétt til að ráða yfir eigin líkama, þ.m.t. hvað viðkomandi lætur ofan í sig, hvort sem það er hálft gallon af Pepsi, áfengi, tóbak eða önnur vímuefni...svo lengi sem neyslan skaðar ekki aðra. En staðreyndin er samt sú að það ráða ekki allir við að bera ábyrgð á eigin heilsu...því miður. Engu að síður á valið að vera okkar...ekki Vinstri Grænna!...
Annars held ég að ég prófi bara megrunarpillurnar sem ég sá í sjónvarpsmarkaðnum áðan...Lypozine...Only $39.99..."guaranteed to loose 25 lbs in 8 weeks...without change in diet or excerzise"! Call now and get your second bottle for free! Too good to pass... hvar er kredit-kortið? Eða á maður að spara aurinn og safna fyrir laxeringu og stólpípumeðferð hjá Jónínu Ben?
![]() |
Þriðji hver íbúi of feitur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)