Var Icelandair ađ panta 20 Sukhoi Superjet-100 ţotur???
15.8.2008 | 02:16
Samkvćmt fullyrđingum Rússneskra fjölmiđla (sjá hér og hér og á Wikipedia hér) skrifađi Icelandair nýlega undir pöntun á 20 nýjum Sukhoi Superjet-100 farţegaţotum fyrir litlar $530 milljónir dollara.
Sagt er ađ skrifađ hafi veriđ undir samninga á Farnborough flugsýningunni í Englandi ţann 15. júlí síđastliđinn eđa fyrir réttum mánuđi síđan. Ef rétt reynist er einkennilegt ađ ekkert hefur heyrst um ţessi fyrirhuguđu kaup í íslenskum fjölmiđlum og Icelandair hefur ekki sent frá sér fréttatilkynningu um máliđ. Hefđi haldiđ ađ hluthafar Icelandair hefđu áhuga á svona fréttum í miđju krepputalinu!
Kannski máliđ sé eitthvađ viđkvćmt en ég hef heyrt gróusögur um ađ Icelandair hafi nú ţegar eđa sé viđ ţađ ađ selja kaupréttarsamninga sína á Boeing 787 Dreamliner ţotunum sem ţeir áttu annars ađ fá afhendar 2010/20012 sökum bágs efnahagsástands.
Líklega vćru ţetta annars frábćr kaup á ţessu verđi og ég reikna međ ađ ţeir séu ţá ađ hugsa um endursölu og/eđa leigu (dry lease). Ţađ er ólíklegt ađ Icelandair taki ţessa flugvélategund í notkun á sínu leiđarkerfi enda um frekar skammdrćga vél ađ rćđa sem tekur 75-95 farţega og er hönnuđ fyrir styttri leiđir (regional) og mun t.d. henta ákaflega vel í evrópu í samkeppni viđ Embraer 190 og Bombardier CRJ900.
Sukhoi Superjet-100 er fyrsta farţegaţotan sem smíđuđ er í Rússlandi frá hruni Sovétríkjanna og hún fór í sitt fyrsta flug í maí síđastliđnum (sjá mynband neđst). Ţetta er sannarlega engin Lada Sport heldur ákaflega háţróuđ og hagkvćm vél sem stenst fyllilega vestrćna samkeppni og á örugglega eftir ađ slá í gegn. Samkvćmt rússneskum heimildum á Icelandair ađ fá fyrstu vélarnar afhentar 2011/2012.
Hér má sjá myndband af fyrsta flugi Sukhoi Superjet-100
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)