Obama-Biden 08
23.8.2008 | 18:57
Joe Biden á eftir ađ verđa glćsilegur varaforseti. Hann mun örugglega hjálpa til međ ađ sameina demókrata á landsţinginu sem hefst í Denver á mánudaginn og harđir stuđningsmenn Hillary munu eflaust verđa ánćgđir međ Biden...enda er hann nokkurs konar karlkyns útgáfa af Hillary sem höfđar vel til hvítra miđaldra "working class" kjósenda. Ekki skemmir ţađ fyrir Biden ađ vera húmoristi mikill og hann á ţađ til ađ missa út úr sér gullkorn sem stundum hafa reyndar komiđ honum í vandrćđi...en hann verđur ţó ekki jafn ţurr og leiđinlegur kandídat og Evan Bayh eđa Tim Kaine hefđu sennilega orđiđ. Eini alvöru mínusinn í mínum augum viđ Biden er ađ hann er kaţólikki...en ţrátt fyrir ţađ styđur hann rétt kvenna til fóstureyđinga, fćr 90% einkun hjá mannréttinda-samtökunum ACLU og 89% einkun hjá HRC réttinda-samtökum samkynhneigđra. Spurning hvort honum verđi neitađ um "communion" rétt eins og John Kerry um áriđ.
![]() |
Varaforsetaefni Obama |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)