Örvæntingarfullt útspil
29.8.2008 | 18:37
Valið á Söruh Palin sem varaforsetaefni McCain virðist vera örvæntingarfull og tækifærissinnuð tilraun til þess að ná til kvenkyns kjósenda (sem samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum einungis 34% ætla að kjósa McCain) og jafnvel er ætlunin að reyna að ná til þeirra kvenna sem studdu Hillary Clinton. En haldi Repúblikanar að vel gefnar jafréttissinnaðar konur og femínistar komi til með að kjósa þetta bimbó, sem helsta afrek er að hafa lent í öðru sæti í Miss Alaska árið 1984... bara af því að hún er kona...þá skjátlast þeim hrapalega. Stuðningskonur Hillary hafa meiri sjálfsvirðingu en svo að kjósa afturhalds-grybbu sem er á móti grundvallar kven-réttindum og er lífstíðarmeðlimur í NRA.
Það er deginum ljósara að Sarah þessi hefur enga reynslu og væri algerlega vanhæf til þess að sinna starfi "Commander in Chief" og með tilliti til þess að McCain er að verða 72 ára og raunverulegur möguleiki á að varaforsetinn gæti orðið að taka við á einhverjum tímapunkti, yrði hann forseti, er það skelfileg tilhugsun fyrir marga, þ.á.m. íhaldssamra Repúblíkana sem hvað mest hafa talað um reynsluleysi Obama, að þessi innihaldslausa fegurðardrottning yrði forseti Bandaríkjanna!
Það eru litlar líkur á að þetta vanhugsaða og áhættusama útspil eigi eftir að skila McCain því sem hann vonast eftir og mér er léttir að hann valdi ekki fylkisstjórann "minn" Tim Pawlenty, því hann hefði allavega getað gert kapphlaupið mjótt á mununum hér í Minnesota þrátt fyrir að hafa staðið sig hörmulega sem fylkisstjóri.
![]() |
Hver er Sarah Palin? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Stórkostleg ræða! Ameríski draumurinn lifir!
29.8.2008 | 06:49
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)