Wal-Mart þrýstir á starfsfólk að kjósa McCain

new_walmart_uniforms_624813.jpgVerslunar-risinn og fasista-fyrirtækið Wal-Mart hefur undanfarið beitt starfsfólk sitt hótunum og hræðsluáróðri í von um að hafa áhrif á komandi forsetakosningar.  Obama hefur lýst yfir stuðningi við nýtt lagafrumvarp sem myndi gera verkafólki auðveldara að stofna verkalýðsfélög, en Wal-Mart hefur hingað til umsvifalaust rekið alla starfsmenn sem hafa reynt að skipuleggja starfsmannafélög og þrýstihópa.  Hjá Wal-Mart starfa um 1.1 milljón manns (lang fjölmennasta fyrirtæki Bandaríkjanna) og nýlega hafa deildarstjórar fyritækisins verið boðaðir á fundi þar sem lögð er mikil áhersla á "hættuna" sem stafar af því að demókratar vinni kosningarnar og rekinn áróður fyrir John McCain. (sjá umfjöllun Huffington Post)

Þess má geta að 80% starfsfólks Wal-Mart keðjunnar er ekki ráðið í fulla vinnu svo fyrirtækið sleppi við að útvega starfsfólki sínu sjúkratryggingar.  Mér satt að segja býður við þessu fyrirtæki og hef ekki lengur lyst á að versla þar.

Hvað er fólk svo að kvarta yfir Baugi?


Bloggfærslur 3. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.