"Frjálslyndir" Kristilegir þjóðernissinnar til valda á Íslandi?
18.9.2008 | 08:09
Þar sem ég hef búið erlendis undanfarin ár hef ég ekki nennt að tjá mig mikið um Íslensk stjórnmál enda er ég líka almennt blessunarlega laus við áhuga á þessu gjarnan litlausa og óáhugaverða skvaldri sem fram fer á Alþingi Íslendinga. Engu að síður er ég því einstaklega feginn hversu óáhugaverð Íslensk pólitík raunverulega er því ástæðan er sú að hún er EKKI lituð af hatrömmum átökum um þjóðfélagslegar og menningarlegar hugsjónir sem nærast á trúarofstæki og hatri.
Þrátt fyrir að þessi svokölluðu "Culture Wars" sem nú geysa hér í Bandaríkjunum sem aldrei fyrr, geri pólitíkina hér westra "skemmtilega" að sumu leiti...og þá meina ég áhugaverða út frá því sjónarhorni að andstæðurnar milli íhaldsaflanna og þeirra frjálslyndu eru svo afgerandi...þá er skemmtanagildið þó aðallega fólgið í því hversu auðvelt er að sjá spaugilegu hliðarnar á annars sorglegum veruleika.
Á tímabili leit út fyrir að núverandi kosningabarátta hér westra ætti séns á að snúast um eitthvað fleira en þessi "Culture War issues" sem Karl Rove hannaði svo meistaralega til þess að koma George W. Bush í Hvíta Húsið með atkvæðum Kristinna þjóðernissinna. Með valinu á Söruh Palin sem varaforsetaframbjóðanda McCains voru "Culture Wars" skotgrafirnar hertar í þeirri von um að hinn Kristilegi armur Repúblikananna skili sér á kjörstað. Þið vitið, þessir sem vilja banna fóstureyðingar (en fjölga dauðarefsingum), hengja hommana uppí sömu tré og svertingjana forðum, fjarlægja Darwin úr skólakerfinu, afnema aðskilnað ríkis og kirkju, tryggja stöðu feðraveldisins og halda konum niðri, byggja múr á landamærum Mexíkó til að sporna við "innflytjendavandanum" sem ógnar stöðu hvíta mannsins og stuðla að eilífu stríði í miðausturlöndum í þeirri brjáluðu von að Þriðja heimsstyrjöldin brjótist út í formi spádóma Biblíunnar um heimsendi og endurkomu Krists! Þið vitið...hugmyndir sem flest meðalgreint siðmenntað fólk álítur svæsna geðveiki og ógn við mannkynið.
Í mínum huga eru hugsjónir "Kristilegra þjóðernissina" ofur-einfaldlega samofnar hugmyndum Nasista (varðandi varðveislu "herraþjóðarinnar" og andúð á útlendingum og minnihlutahópum) og það er ósköp lítill munur á "Kristilegum þjóðernissinum" og Múslímskum spegilmyndum þeirra sem nú ráða ríkjum í löndum eins og Íran. Enda er munurinn á Kristnum og Múslímskum öfgamönnum lítt meiri en munurinn á kúk og skít!
Sem betur fer eru flestir íslendingar almennt sammála um að það er ekki pláss fyrir svona hugmyndir á Alþingi íslendinga. A.m.k. ætla ég rétt að vona að svo sé ennþá.Því miður hefur mér virst sem ákveðið "Nýtt Afl" innan Frjálslynda flokksins hafi verið með tilburði til þess undanfarið, leynt og ljóst, að ræna þeim annars um margt ágæta flokki og breyta honum í Kristilegan þjóðernisflokk, hvurs stefnumál gætu síðar reynst þjóðinni skaðleg. Það er ljóst að kvótamálið er á leiðinni með að fjara út sem aðal (eina?) baráttumál flokksins og þeir aðilar sem nú reyna að ná völdum í flokknum hyggjast notfæra sér síaukna andúð á útlendingum sem mun einungis magnast í komandi fyrirsjánanlegu atvinnuleysisástandi.
Hinn nýji markhópur Frjálslyndra virðast aðallega vera ómenntaðir, bitrir, ungir karlmenn með lága greindarvísitölu og lítil typpi sem hafa tapað vinnunni og kærustunni til útlendings og hafa svo fundið "Guð" eftir að hafa farið í dóp-meðferð í Byrginu eða á Kvíjabryggju. Þið vitið þessi týpa á hlýrabolnum sem buffar konur og lifir fyrir bjór og Enska boltann. Spurningin er hvort þessi íslenska "White Trash stereótýpa" sé nógu fjölmenn til þess að FF Kristilegir Þjóðernissinar nái 5% markinu í næstu Alþingiskosningum eða hvort Frjálslyndi flokkurinn þurrkist loksins endnanlega út.Ég minni á orð Jóns Magnússonar í Silfri Egils frá 25. mars í fyrra en þá var hann spurður að því hvort Frjálslyndi flokkurinn væri að breytast í "Kristilegan Repúblíkanaflokk". Svar Jóns var "Ja, ég væri útaf fyrir sig ánægður með það en ég held að ég ráði því ekki einn."
Í gær viðurkennir Jón Magnússon að hann sé Kristilegur Þjóðernissinni í athugasemd við áhugaverða bloggfærslu Ómars Ragnarssonar. Hann reynir að vísu að snúa útúr merkingu þess hugtaks , m.a. með orðunum "Kristnar lífsskoðanir vísa til virðingar og velvilja til alls fólks óháð kyni, kynþætti eða stöðu" (rétt eins og Amerískir Evangelistar og Vatíkanið boðar þá eða?) og reynir að gera lítið úr afstöðu þjóðernissinna í garð útlendinga.
Mig langar að lokum að benda á tvær mjög áhugaverðar en ógnvekjandi bækur sem fjalla um uppgang Kristilegra Þjóðernissinna í Bandaríkjunum, í þeirri einlægu von að þessi óþverri nái aldrei að festa rótum á Íslandi! Sú fyrri heitir Kingdom Coming: The Rise of Christian Nationalism eftir Michelle Goldberg (hér má sjá höfund lesa kafla úr bókinni og svara spurningum) og American Fascists: The Christian Right and the War On America eftir Chris Hedges.
P.S. Áður en þið kommentið: Ég nenni engan vegin að taka þátt í rökræðum um Frjálslynda flokkinn, innflytjendamálin eða "Kristið siðgæði". Þið sem móðgist eða látið þessi skrif fara í taugarnar á ykkur á einhvern hátt... afsakið en mér kemur það ekki við. Þetta eru einungis mínar pælingar sem ég set hér fram í mesta sakleysi, kannski á svolítið beittan hátt og að hluta til í háði, en það er bara minn ritstíll. Það neyddi ykkur enginn til að lesa þetta, það neyðir ykkur enginn til að vera sammála mér og það neyðir ykkur sannarlega enginn til að leggja inn athugasemd...því "Frankly my dear, I don´t give a damn!".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)