For a Few Dollars More

matatorpeningarJćja...krónu djókurinn verđur fyndnari međ hverjum deginum...ţađ er ađ segja ef mađur hefur svo svartan húmor.  Atburđir undanfarinna daga í fjármálaheiminum, bćđi hér í Brandararíkjunum og uppfrá á Skerinu hafa veriđ međ ţvílíkum ólíkindum ađ mađur er satt ađ segja kjaftstopp... Ţetta eru hlutir sem mađur les um í lélegum skáldsagna-reyfurum...ađ ţetta sé ađ gerast í alvörunni er svo súrrealískt ađ mađur á bágt međ ađ gera upp viđ sig hvort mađur eigi ađ hlćgja eđa gráta...ţess í stađ er mađur eiginlega bara dofinn.

Ég hafđi hugsađ mér ađ reyna ađ ţrauka hérna á međan ég bíđ eftir atvinnuleyfi og prófa ađ vinna hérna í a.m.k. eitt ár.  En ţegar dollarinn kostar orđiđ 106 krónur (og sennilega 110 á morgun og 115 á hinn) og mađur lifir á yfirdráttarlánum í íslenskum ríkisbanka...ţá fallast manni eiginlega hendur.

Nćr mađur ađ borga leiguna nú um mánađarmótin?  Verđur eitthvađ afgangs fyrir "macaroni & cheese"?  Ćtti mađur ađ eyđa síđustu dollurunum í flugfar til Íslands í alla eymdina og atvinnuleysiđ og 7 fermetra herbergi hjá pabba gamla á Selfossi?  Eđa á mađur ađ gefa skít í ţetta og keyra á síđasta bensíntanknum áleiđis til Kalíforníu og gerast heimilislaus street hustler eđa til Mexíkó ađ tína jarđarber?

Eđa er ţetta allt slćmur draumur?  Eđa falin myndavél?  Er brandarinn búinn?

Screw it...í kvöld geri ég bara eins og ađrir Minnesota búar og gleymi áhyggjunum yfir úrslitaleik Twins og White Sox.

Bloggfćrslur 30. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband