Jóhanna fyrsti samkynhneigði stjórnarleiðtogi heims

Nú hafa Íslendingar aftur brotið blað í heimssögunni en árið 1980 var frú Vigdís Finnbogadóttir kosin þjóðarleiðtogi - fyrst kvenna í heiminum.

JóhannaJóhanna Sigurðardóttir, er samkvæmt minni bestu vitund, fyrsti stjórnarleiðtogi (head of government) heims sem hefur opinberað samkynhneigð sína.  Þetta eru ekki lítil tíðindi og eiga eflaust eftir að njóta heimsathygli.  Hverjum hefði dottið það í hug fyrir ári síðan að svartur maður að nafni Hussein yrði forseti Bandaríkjanna og að lesbía yrði forsætisráðherra Íslands viku síðar!

Það efast enginn um heilindi og heiðarleika Jóhönnu - ólíkt öllum öðrum stjórnmálamönnum getur hún orðið sameiningartákn þjóðarinnar fram að kosningum.  Hennar tími er kominn og við hljótum að óska henni farsældar í starfi á þessum erfiðustu tímum þjóðarinnar.  Væntanlega verður hennar fyrsta verk að hreinsa út úr Seðlabankanum.

Til hamingju Íslendingar - samtakamáttur mótmælenda felldi ríkisstjórnina - í fyrsta skipti íslandssögunnar var hlustað á fólkið - Lengi lifi byltingin!


mbl.is Ný ríkisstjórn í kortunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband