Flagð undir fögru skinni?
30.1.2009 | 20:28
Satt að segja var ég að vona að Sigmundur Davíð yrði allt öðruvísi stjórnmálamaður en við höfum átt að venjast. Hann var nýtt og ferskt andlit sem lofaði öllu fögru - að því er virtist óháður hinni gömlu flokkapólitík. Þrátt fyrir að enginn vissi í raun og veru fyrir hvað Sigmundur stæði þá var þorsti almennings í breytingar svo mikill að einn og sér reif hann fylgi Framsóknar frá núlli uppí 17% í síðustu skoðanakönnun og drengurinn úr MR og Oxford virtist á fljúgandi siglingu.
En í gær fór aftur að bera á gömlu Framsókn. Eftir forkastanleg og ósvífin vinnubrögð Einars K. Guðfinnssonar tilkynnti Sigmundur litli að Framsókn myndi ekki sætta sig við að hvaladráps-heimildin yrði dregin til baka. Nú var ljóst að Framsókn ætlaði sko engan veginn að sitja á hlutlausu hliðarlínunni eins og þeir höfðu lofað heldur ætluðu þeir sér að notfæra sér sína lykilaðstöðu til his ýtrasta, eins og Framsóknarmanna er von og vísa. Það fékkst svo endanlega staðfest í dag þegar þeir draga lappirnar við myndun nýrrar ríkisstjórnar sem þeim lá samt svo svakalega mikið á að mynda fyrir viku síðan. Sem fyrr eru það hagsmunir Framsóknarflokksins sem skipta þá meira máli en hagsmunir þjóðarinnar. Hvað er nýtt?
Breytingar hvað? Trúverðugleiki hins "nýja" Framsóknarflokks hefur beðið mikla hnekki og von þeirra um endurreisn flokksins er að öllum líkindum draumórar einir. - You can put lipstic on a pig...but it´s still a pig!
![]() |
Telur forsendur fyrir stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)