Átak gegn einelti
27.10.2009 | 18:34
Heimili og skóli - Landssamtök foreldra og SAFT standa nú fyrir átaki gegn einelti og var ţví formlega ýtt úr vör í Austurbćjarskóla í dag. Ingibjörg Baldursdóttir, stofnandi Liđsmanna Jerico, og Ögmundur Jónasson alţingismađur, tóku á móti fyrstu eintökum nýs frćđsluheftis um einelti fyrir foreldra og Ţorkatla Sigurđardóttir, ţolandi eineltis, sagđi frá reynslu sinni og áhrifum langvarandi eineltis á barnćskuna og fullorđinsárin.Í fyrrasumar sagđi ég frá upplifun minni af einelti á formi vídeó-bloggs (sjá neđar). Bekkjarbróđir minn, Haraldur Geir Eđvaldsson, sá frásögn mína og kom hún honum mjög í opna skjöldu ţví hann hafđi ekki upplifađ sig sem ţátttakanda í einelti. Ţađ vill svo til ađ Haraldur starfar sem kennari í dag og starfar međ börnum á svipuđum aldri og viđ vorum á umrćddum tíma. Haraldur fékk ţá mögnuđu hugmynd ađ sýna nemendum sínum ţessa frásögn mína á sérstökum degi tileinkuđum Olweusar-áćtluninni - og í kjölfariđ sagđi hann krökkunum frá okkar tengslum og hvernig hann hefđi upplifađ okkar samskipti. Hann endurtók svo leikinn á foreldrafundum. Ţetta skapađi auđvitađ mjög sérstakar og gagnlegar umrćđur í skólanum - ţví ţó reynslusögur ţolenda eineltis séu margar, vantar oft skiljanlega ađ sjónarhorn gerenda komi fram.
Einelti getur veriđ flókiđ fyrirbćri og til ţess ađ fyrirbyggja einelti ţurfum viđ ađ skilja ţađ frá öllum hliđum. Ţess vegna eru frásagnir gerenda ekki síđur mikilvćgar en ţolenda. Ţađ hefđi ekki hverjum sem er látiđ sér detta í hug ađ framkvćma ţađ sem Haraldur gerđi og ég er afar stoltur af honum og ţakklátur. Ţađ er mér heiđur ađ kalla hann góđan vin minn í dag.Nýlega vorum viđ Haraldur beđnir um ađ leggja átaki Heimilis og skóla liđ međ ţví ađ segja sögu okkar í Kastljósi. Okkur er báđum hjartans mál ađ upprćta einelti og ţví gátum viđ ekki skorast undan ţví. Vitanlega gátum viđ ekki komiđ öllu ţví til skila sem viđ vildum, en vonandi gátum viđ vakiđ einhverja til umhugsunar um eineltismál. Ţögnin er versti óvinurinn. (Hér má sjá viđtaliđ)
Í tilefni dagsins endurbirti ég hér ţetta vídeó-blogg mitt. Ég vil taka ţađ fram ađ ţrátt fyrir ađ ég gagnrýni viđbrögđ skólans í frásögn minni - er mér hlýtt til ţess ágćta fólks sem ţar starfađi. Skólastjórinn og ađrir kennarar vildu mér vel og ég efast ekki um ađ ţau gerđu sitt besta út frá ţeim úrrćđum sem í bođi voru á ţessum tíma.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (15)