Oh Canada, eh!
10.2.2009 | 11:32
Það eru virkilega skemmtileg tíðindi að hugsanlega er verið að opna leiðir fyrir Íslendinga til að setjast að í Kanada. Manitoba er næsta fylki hér fyrir ofan mig í Minnesota og í hittifyrra tók ég mig til og keyrði norður til Winnipeg og Gimli þar sem ég hitti skemmtilegt fólk af íslenskum ættum og var boðið uppá íslenskar pönnukökur.
Winnipeg er skemmtileg borg sem hefur uppá allt að bjóða...menningu - stórborgarlíf. Það sló mig að Kanada er svolítið skrítin blanda af Bandaríkjunum og Evrópu...Amerískt small town look en allar mælieiningar í metrakerfinu...maturinn bragðast öðruvísi...franskar útvarpsstöðvar...litlir bílar...svolítið wierd!
Svo verð ég að viðurkenna að það var mjög skrítin upplifun að keyra framhjá Husavik, Arborg og Bifrost...sjá gamla konu í Íslenskum þjóðbúning og tala íslensku við innfædda. Og meira að segja landamæravörðurinn niður við Bandaríkin (um 200km fyrir sunnan Gimli) spurði mig hvort ég væri á leiðinni á Íslendingadaginn þegar hún sá passann minn.
Svei mér þá ef ég væri ekki til í að flytja til Winnipeg þegar dvalarleyfið hér tekur enda...þokkalegur flug-iðnaður þar og stór flugvöllur...Boeing verksmiðja hvað þá heldur. Tékka á þessu.
![]() |
Íslendingar á leið til Kanada |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)