Russ Limbaugh heilkenni
1.3.2009 | 16:13
Til er sú tegund fólks sem þrátt fyrir hugmyndafræðilegt gjaldþrot er of þrjóskt til þess að viðurkenna að lífsskoðanir þeirra ganga ekki upp. Fremur en að játa mistök sín vilja íhaldsmenn og öfga-frjálshyggjumenn meina að ekkert hafi verið að stefnunni - henni hafi einfaldega ekki verið framfylgt nógu harkalega.
Hér í Bandaríkjunum er Repúblikanaflokkurinn í mikilli tilvistarkrísu og tekist er á um völdin og framtíðarstefnu flokksins sem er í augnablikinu eins og höfuðlaus her. Nýlega fór fram hið árlega CPAC þing (Conservative Political Action Conference) en þar mæta íhaldsmenn til skrafs og ráðagerða. Það vakti athygli að helstu stjörnur CPAC þetta árið voru Joe the Plumber og Russ Limbaugh!
Það virðist vera að 20-30% Bandarísku þjóðarinnar séu enn svo miklir sukkópatar að þeir ríghalda í veruleikafirrta og beinlínis stórhættulega hugmyndafræði. Rétt eins og nefnd Ólafs Klemenssonar kemst að þeirri niðurstöðu að stefna Sjálfstæðisflokksins hafi ekki brugðist heldur hafi henni einugis ekki verið framfylgt nógu vel - eru til þeir íhaldsmenn hér westra sem trúa því að G.W. Bush hafi einfaldlega ekki verið nógu mikill öfgamaður!
Russ Limbaugh ásamt skoðanasystkinum sínum á Fox News eru að reyna að fabúlera þá kenningu að Obama sé að nýta sér efnahagsástandið til þess að skapa ótta í þjóðfélaginu og ná þannig fram sinni stórhættulega "Liberal Agenda". Russ er harkalega andsnúinn efnahagspakkanum og hefur margoft lýst því yfir að hann voni að áætlanir Obama um að endurreisa hagkerfið mistakist! Gleymum því ekki að maðurinn telur sig þrátt fyrir það hinn mesta föðurlandsvin!
Spunameistarar á borð við Glenn Beck, Bill O´Reilly, Sean Hannity, Ann Coulter og Russ Limbaugh eru jafnvel farnir að ræða upphátt um að "sannir Ameríkanar" verði að bjarga landinu úr klóm sósíalistanna með góðu eða illu. Þeir eru farnir að ræða um hvers konar "byltingu" þeir vilji sjá og hvetja fólk jafnvel til þess að búa sig undir borgarastyrjöld! Þess má geta að á undanförnum vikum og mánuðum hefur byssusala stóraukist sem og meðlimafjöldi í kristnum hriðjuverkasamtökum á borð við KKK.
Hér er skemmtileg umfjöllun Rachel Maddow um CPAC:
![]() |
Stefna brást ekki, heldur fólk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)