Trúarbrögð á undanhaldi í Bandaríkjunum
11.3.2009 | 22:16
In God we Trust no more!
Samkvæmt nýrri rannsókn Trinity College sem sagt var frá á CNN í fyrradag eru Bandaríkjamenn ekki eins svakalega trúaðir og þeir voru - sem hljóta að teljast mikil gleðitíðindi.
Nú telja 75% bandaríkjamanna sig vera Kristna (niður úr 86% árið 1990) og einn af hverjum fimm tilheyrir nú engu trúfélagi. Ennfremur segjast 27% aðspurða ekki kjósa trúarlega útför. Þá hefur okkur sem skilgreinum okkur opinberlega sem trúleysingja (atheists) fjölgað um helming frá árinu 2001 og erum við nú 12% íbúa Bandaríkjanna. Batnandi mönnum er best að lifa og við skulum vona að þetta trend haldi áfram og verði til þess að minnka enn-frekar skaðleg áhrif trúarbragða á þjóðlíf og menningu Bandaríkjanna sem og að stuðla að vitrænnari og frjálslyndari viðhorfum til lífsins og tilverunnar - byggðum á rökvísi, þekkingu og almennri skynsemi.
Come Out, Come Out - wherever you are!
Bloggar | Breytt 12.3.2009 kl. 05:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)