Flottur dómsmálaráđherra - "guđs-vírusinn" á undanhaldi

Ţađ er mikiđ gleđiefni ađ sitjandi dóms-og kirkjumálaráđherra, Ragna Árnadóttir, hefur ákveđiđ ađ láta endurskođa ákvćđi laga um ađ börn séu sjálfkrafa skráđ í trúfélög.  Ţađ er mér hálfpartinn til efs ađ pólitískt kjörinn ráđherra hefđi haft kjark í ađ taka á ţessum málum en Ragna er greinilega fagmađur sem ţarf ekki ađ óttast um kjörfylgi.  Ţađ fćri betur ef fleiri ráđherraembćtti vćru skipuđ á faglegum grundvelli í stađ ţess ađ vanhćfir pólitíkusar fari međ umbođ mála sem ţeir hafa engan skilning á.  Ţá vćri sennilega margt öđruvísi á Íslandi í dag.

Ţađ hefur ekki alltaf ţótt fínt ađ vera trúlaus á Íslandi og satt ađ segja eru fordómarnir enn ótrúlega miklir í okkar garđ - ţrátt fyrir ađ okkur yfirlýstum trúleysingjum fjölgi nú ört.  Oft höfum viđ sem talađ höfum gegn trúarbrögđum veriđ taldir sérvitrir rugludallar og vandrćđagemlingar líkt og Helgi Hóseason - snillingur og hugađur brautryđjandi sem ég ber mikla virđingu fyrir!  Wink

godvirus.jpgNú er ţetta sem betur fer loksins ađ snúast viđ og hinir heittrúuđu eru komnir út á jađar samfélagsins.  Augu almennings hafa opnast gagnvart skađsemi trúarbragđa og ţeim hörmungum og samfélagsmeinum sem t.d. kaţólska kirkjan og bókstafstrúađir íslamistar valda út um allan heim.  Mig langar ađ benda á nýútkomna bók eftir Dr. Darrel Ray sem ber heitiđ "The God Virus: How religion infects our lives and culture".  Dr. Ray líkir trúarbrögđum viđ "samfélagslegan vírus" og útskýrir hvernig vírusinn hefur skađleg áhrif á gáfnafar og persónuleika fólks, hvernig vírusinn dreifir sér og hvernig hćgt er ađ stöđva hann.  Ţađ er sem betur fer til lćkning viđ trúar-vírusnum! Smile 

Dr. Ray talar um hvernig trúarbrögđum er trođiđ inn á saklaus börn strax viđ fćđingu: "Virtually all religions rely upon early childhood indoctrination as the prime infection strategy. Other infection strategies include proselytizing, offering help and financial aid with strings attached, providing educational opportunities at religious institutions and many other approaches which we encounter frequently in the media and in daily exposure to religion."

Ađ lokum eru hér stórskemtileg vídeó ţar sem Richard Dawkins les tölvupósta sem honum hafa borist - uppfullum af "kristnu siđgćđi" ađ sjálfsögđu - og svo svarar hann spurningu "frelsađs manns" af mikilli hreinskilni. Joyful  


mbl.is Endurskođa sjálfkrafa skráningu í trúfélög
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 14. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband