Mun NASA lifa af kreppuna?

ISS.jpgEins og góðum geim-nörd sæmir var ég límdur við skjáinn í gær til að fylgjast með tignarlegu flugtaki geimskutlunnar Discovery - STS-119 - sem er á leiðinni til Alþjóðlegu Geimstöðvarinnar með síðastu sólar-rafhlöðurnar sem munu færa geimstöðinni næga orku til þess að auka áhafnafjölda hennar úr þremur í sex og til þess að unnt sé að framkvæma fleiri og stærri vísinda-rannsóknir um borð.

Smellið hér til þess að sjá beina útsendingu frá Mission Control í Houston og einnig er hægt að sækja sér "widget" fyrir Windows Vista Sidebar til þess að sjá NASA TV í beinni á skjáborðinu.

kallinn á tunglinuMaður kemst ekki hjá því að fyllast lotningu fyrir mannsandanum og því sem við getum áorkað í hvert skipti sem maður verður vitni að geimskoti.  Fyrir nokkrum árum gafst mér tækifæri til þess að fylgjast með geimskoti frá Kennedy höfða á Flórída sem var hreint ógleymanlegt.  Sömuleiðis hef ég notið þess í botn að skoða mig um í Johnson Space Center (Mission Control) í Houston, Texas.  Þetta voru mínar Mekka-ferðir - eitthvað sem ég varð að upplifa a.m.k. einu sinni á æfinni (en vonandi oftar).

Nú stendur til að leggja geimskutluflotanum á næsta ári og þá munu Bandaríkjamenn ekki ráða yfir mönnuðu geimfari í nokkur ár þangað til Constellation prógrammið kemst í gagnið í kringum 2018.  Þangað til mun NASA þurfa að reiða sig á Rússnesk Soyus geimför til þess að komast til ISS geimstöðvarinnar.

all_four_logos.jpgConstellation prógrammið er nokkurs konar Apollo prógramm á sterum en ætlunin er að fara (loksins) aftur til tungsins fyrir árið 2020 og í framhaldinu byggja þar mannaða bækistöð sem gæti síðar reynst mikilvægur stökkpallur fyrir mannaða ferð til Mars.  Eitt af mjög fáum góðum embættisverkum George W. Bush var að lofa fjárveitingu til NASA uppá $105 milljarða dollara næstu 12 árin til þess að Constellation prógrammið geti orðið að veruleika.

Nú hafa heyrst háværar raddir um að sökum efnahagsástandsins verði að skera niður fé til NASA og jafnvel hætta alveg við áætlanir um að snúa aftur til tunglsins.  Að mínu mati væri það skelfileg ákvörðun fyrir Bandaríkin og heimsbyggðina alla.  Ef Bandaríkjamenn ætla sér að vera áfram fremstir í heiminum á sviði vísinda og tækniframfara geta þeir ekki leyft sér að hleypa Kínverjum og Indverjum framúr sér í geimferðakapphlaupinu.  Kínverskur fáni á tunglinu yrði gríðarleg niðurlæging fyrir Bandaríkin og táknrænn ósigur fyrir hinn frjálsa heim. 

Geimferða-áætlunin verður að halda áfram og þessir skitnu $105 milljarðar eru smámunir við hliðina á þeim billjónum sem nú er verið að dæla í hagkerfið til þess að bjarga bönkunum og Wall-Street.  Apollo prógrammið skilaði mannkyninu stórkostlegum tækniframförum (sú einfaldasta kannski var franskur rennilás Wink) en ekki síður mikilvægt var hvað þetta mesta afrek mannkynssögunnar gerði fyrir "the human spirit".  Eftir skelfileg ár í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum, morðin á JFK, Bobby Kennedy og Martin Luther King kveikti tungl-lendingin vonarneista og gleði í hjörtum allrar heimsbyggðarinnar.  Okkur voru allir vegir færir!  Það dásamlega við mannsskeppnuna er að við erum "explorers" í eðli okkar - og nú er geimurinn okkar "final frontier".  Takmark okkar mun ætíð verða að "...explore strange new worlds, to seek out new life and new civilizations, to boldy go where no man has gone before." Alien


mbl.is Geimskot Discovery tókst vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband