Sotomayor lífgar uppá hćstarétt Bandaríkjanna
30.5.2009 | 03:52
Val Obama á eftirmanni David Souter hćstaréttardómara sem senn lćtur af embćtti er í senn áhugavert og ánćgjulegt. Sonia Sotomayor verđur ađeins ţriđja konan frá upphafi og fyrsti Latino einstaklingurinn sem vermir stól hćstaréttar, en hún er ćttuđ frá Puerto Rico. Ţađ veitir svo sannarlega ekki af ađ auka fjölbreytileika hćstaréttarins, sem ćtti međ réttu ađ innihalda fulltrúa sem flestra ţjóđfélagshópa en í dag eru 7 af 9 dómurum miđaldra eđa eldgamlir hvítir karl-fauskar og 5 af 9 eru kaţólikkar.
Hćstiréttur Bandaríkjanna er skelfilega íhaldssamur og er óhćtt ađ segja ađ viđhorf og úrskurđir réttarins séu 20-30 árum á eftir almennings-álitinu hvađ varđar samfélagsleg málefni. Ţađ er mikiđ fagnađarefni ađ Obama fái tćkifćri til ţess á nćstu 8 (vonandi) árum ađ endurnýja hćstaréttinn töluvert og yngja hann upp auk ţess sem vonir standa viđ ađ hann tilnefni dómara međ mun frjálslyndari og nútímalegri viđhorf en veriđ hefur. Margir núverandi dómaranna eru komnir vel á aldur (sérstaklega Stevens og Ginsburg) en ég er helst ađ vona ađ Scalia hrökki uppaf ţeirra fyrstur.
Kíkiđ á Obama kynna Sotomayor:
Fyrir skömmu úrskurđađi hćstiréttur Kalíforníu ađ umdeild tillaga um bann á hjónaböndum samkynhneigđra (Prop 8) myndi standa - en tillagan var samţykkt međ 52% atkvćđa kjósenda Kalíforníu s.l. haust eftir mikiđ áróđursstríđ sem mormónar frá Utah, kaţólikkar og ađrir bókstafstrúarmenn dćldu milljónum dollara í. Međ blekkjandi auglýsingum, lygum og rógi tókst ţeim ađ hrćđa nógu marga til ađ samţykkja ţessi svívirđilegu brot á mannréttindum. En baráttunni er hvergi nćrri lokiđ og réttlćtiđ mun sigra fyrr en varir. Yfirgnćfandi líkur eru á ađ á nćstu árum muni sjálfur Hćstiréttur Bandaríkjanna ţurfa ađ úrskurđa um hjónabönd samkynhneigđra á Federal leveli in hingađ til hafa fylkin ráđiđ ţessum málum sjálf og ţrátt fyrir ađ nú séu samkynja hjónabönd lögleg í 5 fylkjum ţurfa hin fylkin og alríkiđ ekki ađ viđurkenna ţau - ţökk sé DOMA (ó)lögunum (Defense of Marriage Act) sem líklega standast ekki stjórnarskránna.
Áriđ 1969 úrskurđađi hćstiréttur í máli Loving vs. Virginia ađ fólk af mismunandi kynţáttum mćttu giftast - en fram ađ ţví máttu svartir og hvítir ekki ganga í hjónabönd. Ţetta ţćtti okkur ótrúlegt og svívirđilegt í dag - en athugiđ ađ ţađ eru ađeins 40 ár síđan! Ţađ merkilega er ađ kynţáttahatriđ og rasisminn grasseruđu enn svo mikiđ á ţessum tíma í Bandaríkjunum ađ ef kosiđ hefđi veriđ um ţetta mál - hefđi ţađ veriđ fellt međ talsverđum meirihluta. Mig minnir ađ um 60% Bandaríkjamanna hafi veriđ á móti blönduđum hjónaböndum í ţá dagana. En mannréttindi eru nefnilega ekki mál sem ákvarđast eiga af einföldum meirihluta í kosningum. Ţá yrđu nú litlar framfarir. Ţađ verđur ađ vera í verkahring hćstaréttar ađ skera úr um svona mál.
Eitt er víst - We Won´t Back Down
En nú ćtti ég kannski ađ hćtta ađ blogga um Amerísk málefni fyrst ég er fluttur heim í bili...og ţó...efast um ađ ég tolli lengi í ţessari útópíu Steingríms J. - A.m.k nenni ég ekki ađ blogga um sykurskatt og hćkkuđ olíugjöld. Ţađ er nokkuđ ljóst ađ ţessu landi verđur hreinlega ekki viđbjargandi úr ţessu...ţetta er búiđ spil. En ţvílíkir snillingar ađ ćtla sér ađ ná inn 2.7 milljörđum í ríkiskassann međ nýju skattahćkkununum á sama tíma og vísitala neysluverđs hćkkar skuldir heimilana um 7 milljarđa. (Má ég minna á ađ ríkis-kirkjan kostar okkur 6 milljarđa á ári)
Obama ákvađ ađ taka ţannig á kreppunni í Bandaríkjunum ađ hćkka ekki skatta heldur dćla pening í atvinnulífiđ og reyna ađ sjá til ţess ađ fólk geti haldiđ áfram ađ eyđa í neyslu til ţess ađ koma í veg fyrir ađ hjól atvinnulífsins stöđvist. Ţá hefur veriđ séđ til ţess ađ greiđslubyrgđi af skuldum sé ekki hćrri en 30% af heildar-tekjum fólks svo ţađ haldi húsnćđi sínu og eigi fyrir mat og nauđsynjum. Hér er hins vegar fariđ í ađ skattpína fólk í hel ofan á öll hin ósköpin. Úr verđur fyrirsjáanlega vítahringur dauđans - einkaneysla dregst svo mikiđ saman ađ öll fyrirtćki fara á hausinn og atvinnuleysi stóreykst. Ţá dragast virđisaukaskatts-tekjur verulega saman og fólk hćttir ađ geta keypt bensín, fer ađ svíkja undan skatti í auknum mćli og brugga landa til ađ drekkja sorgum sínum. Ţađ er greinilegt ađ ţetta fólk sér ekki lengra en nef ţeirra nćr og úrrćđaleysiđ og vanhćfnin er alger. Mér segir svo hugur ađ nćsta búsáhaldabylting sem án efa mun eiga sér stađ međ haustinu muni ekki fara jafn friđsamlega fram og sú síđasta...en ţá verđ ég vonandi sloppinn aftur burt af ţessari vonlausu eyju.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)