PATCO

patco_logo_971053.pngFlugumferðarstjórar muna sjálfsagt flestir eftir því hvað gerðist þegar kollegar þeirra í bandaríkjunum fóru í verkfall.  Það var árið 1981 að stéttarfélag þeirra PATCO (Professional Air Traffic Controllers Organization) boðaði ólöglegt verkfall (alríkis-starfsmenn höfðu ekki verkfallsrétt) og Ronald Reagan brást við með að reka hvern einasta flugumferðastjóra úr starfi sem ekki mætti í vinnuna - alls rúmlega 11 þúsund flugumferðarstjóra.  Auk þess setti Reagan lög þess efnis að þessir fyrrverandi flugumferðarstjórar fengju aldrei vinnu hjá ríkinu.

Á meðan ný kynslóð flugumferðastjóra var þjálfuð upp tók herinn að sér að sinna flugumferð í bandaríkjunum.   

Það er áhugavert að vinstri-stjórn á Íslandi skuli í dag brjóta á rétti fólks til kjarabaráttu með næstum því álíka hörku og Ronald Reagan gerði forðum!  


mbl.is „Enginn samningsvilji“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.