PATCO
16.3.2010 | 19:31
Flugumferðarstjórar muna sjálfsagt flestir eftir því hvað gerðist þegar kollegar þeirra í bandaríkjunum fóru í verkfall. Það var árið 1981 að stéttarfélag þeirra PATCO (Professional Air Traffic Controllers Organization) boðaði ólöglegt verkfall (alríkis-starfsmenn höfðu ekki verkfallsrétt) og Ronald Reagan brást við með að reka hvern einasta flugumferðastjóra úr starfi sem ekki mætti í vinnuna - alls rúmlega 11 þúsund flugumferðarstjóra. Auk þess setti Reagan lög þess efnis að þessir fyrrverandi flugumferðarstjórar fengju aldrei vinnu hjá ríkinu.
Á meðan ný kynslóð flugumferðastjóra var þjálfuð upp tók herinn að sér að sinna flugumferð í bandaríkjunum.
Það er áhugavert að vinstri-stjórn á Íslandi skuli í dag brjóta á rétti fólks til kjarabaráttu með næstum því álíka hörku og Ronald Reagan gerði forðum!
![]() |
Enginn samningsvilji |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)