Santorum
4.1.2012 | 12:50
Ég gat ekki annað en glott út í annað þegar ég sá að Rick Santorum, "uppáhalds" repúblikaninn minn á eftir Michelle Bachman stóð sig vel í forkosningunum í Iowa.
Þessi forpokaði kristni öfga-íhalds trúður hefur í gegnum árin látið mörg gullkornin falla og hann hefur ítrekað opinberað heimsku sína og sjúkan hugsunarhátt. Það væri því fullkomið fyrir Obama ef Santorum tækist að verða mótframbjóðandi hans, því ekkert heilbrigt fólk utan biblíu-beltisins tekur hann alvarlega.
Líkt og Michelle Bachman hefur Santorum óeðlilegan áhuga á samkynhneigð, sem hann telur rót alls ills í heiminum og beint frá Satan komin. Eitt af hans helstu baráttumálum er að ógilda dóm Hæstaréttar bandaríkjana gegn hinum svokölluðu "anti-sodomy laws" sem til ársins 2003(!!!) heimiluðu lögreglunni í Texas að ráðast inn á heimili grunaðra homma, grípa þá í bólinu og handtaka fyrir brot gegn náttúrunni!
Þetta varð upphafið að hinu svokallaða "Google vandamáli" Santorums, því nokkrir samkynheigðir grallarar (með Dan Savage í broddi fylkingar) tóku upp á því að stríða Santorum með því að hvetja almenning til þess að finna uppá skilgreiningu á orðinu Santorum sem síðar yrði í krafti fjöldans efsta niðurstaðan þegar flett er uppá Santorum á Google (endilega gúgglið karlinn!) 

Nú er skilgreiningin komin í "Urban Dictionaries" og trónir efst á Google. Það er varla að maður kunni við að hafa þetta eftir...en ég eiginlega verð...
"Santorum - 1. The frothy mix of lube and fecal metter that is sometimes the byproduct of anal sex. 2. Senator Rick Santorum"
Við þetta má bæta að veitingastaður í Iowa selur nú girnilegt salat sem þeir gáfu nafnið Santorum til heiðurs forsetaframbjóðandanum. Annaðhvort eru þeir miklir húmoristar eða hafa ekki gert sér grein fyrir kaldhæðninni, því svona lítur salatið út! 

![]() |
Romney og Santorum jafnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)