El Niño

jetsat_00Þann tíma sem ég bjó suður í Oklahoma varð ég aðeins einu sinni vitni að snjókomu.  Það var ekki meira en svo að það kæmi smá föl á jörðina en engu að síður fór allt á annan endann og samfélagið lamaðist.  Skólum og fyrirtækjum var lokað og vegakerfið fór í kaos.  Ókíarnir eru ekkert sérlega lunknir við að keyra á smá hálku og bílahrúgurnar hrönnuðust upp á hverjum gatnamótum.

Nú berast þær fregnir að hundruðir þúsunda séu án rafmagns í Oklahoma og Texas sökum mikilla "ís-storma" sem þar hafa geysað undanfarið.  Mikill klaki safnast fyrir á trjám og rafmagnsstaurum (nánast allar rafmagnslínur þarna suðurfrá eru loftlínur) sem brotna undan þunganum. Þetta ástand er mjög óvenjulegt á þessum slóðum en nú ber svo við að veðurfyrirbærið El Niño hefur þau áhrif í miðvesturríkjunum að háloftavindarnir (Jetstream) ná svona langt suður og því mætast kaldur loftmassi og hlýtt og mjög rakt loft suður úr Mexíkó-flóa.  Þetta gerist reyndar oft á vorin og haustin en þá myndast oft mjög sterkir stormar með tilheyrandi hvirfilbyljum og djöfulgangi enda er svæðið uppnefnt "Tornado Alley".  Þegar þetta gerist hins vegar að vetri til og aðstæður skapast með þeim hætti að lofthitinn er aðeins of hár til að myndist snjókoma geta skapast skilyrði fyrir slíka ís-storma sem geta haft gríðarlegan eyðileggingarmátt.

Á sama tíma og harður vetur geysar þarna suðurfrá og vestur í Kalíforníu þar sem uppskerubrestur á appelsínum hefur kostað bændur yfir einn milljarð dollara nú þegar er aftur á móti blíðskaparveður hér norður í Minnesota sem er nú þekktara fyrir kulda og hret.

Hér þykir ekkert óeðlilegt að hitastig fari niður í 20-30 stiga frost í janúar en það sem af er hefur verið svona í kringum -5°C, sól, logn og nánast enginn snjór.  Í lok desember fór sumstaðar að sjást í brum á trjám, ýmis dýr lögðust ekki í hýði og vart var við skordýr sem ekki eiga að sjást á þessum árstíma.
Ég er svosem ekkert að kvarta og mikið er ég feginn að vera ekki suður í Oklahoma þar sem flest hús eru nú ekkert sérlega vel einangruð.  Spurningin er hins vegar sú hvort þetta sé "global warming" að kenna eða bara El Niño?

mbl.is 54 látnir í vonskuveðri í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband